Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 42
6. tafla. Óslægöur þorskur í kg.
Júlí Ágúst Sept. Okt. Samtals
S.V. Faxaflói 53.280 1.780 340 260 55.660
% 49,3 1,6 0,3 0,2 51,5
Norðan við hraun 23.060 14.990 11.940 1.820 51.810
% 21,3 13,9 11,0 1,7 47,9
Faxaflói 10 280 400 690
% 0,01 0,3 0,4 0,6
Samtals 76.340 16.780 12.560 2.480 108.160
% 70,6 15,5 11,6 2,3 100,0
7. tafla. Óslægð ýsa í kg.
Júlí Ágúst Sept. Okt. Samtals
S.V. Faxaflói 7.840 3.970 16.130 970 28.910
% 9,5 4,8 19,6 1,2 35,2
Norðan við hraun 21.090 6.350 21.150 1.760 50.350
% 25,7 7,7 25,7 2,1 61,3
Faxaflói 390 390 2.060 60 2.900
% 0,5 0,5 2,5 0,1 3,5
Samtals 29.320 10.710 39.340 2.790 82.160
% 35,7 13,0 47,9 3,4 100,0
Með hliðsjón af ofanskráðu getur verið álita-
mál, hvort rétt sé að opna flóann í júlí, þó drag-
nótaveiði verði leyfð þar í framtiðinni, a.m.k. á
meðan verið er að koma þorskstofninum í sæmi-
legt ástand. Á hinn bóginn eru 108 smálestir af
þorski mjög lítið brot af ársaflanum. Þess ber og
7. mynd. Meðalafli dragnótabála í róðri í Faxaflóa 1980 eftir
tegundum og mánuðum.
að geta, að þorskurinn, sem veiddist í flóanum
1980 var mjög stór. Sá, sem mældur var, reyndist
mestallur vera á lengdarbilinu 75-105 cm og aðeins
einn innan við 60 cm. Þá voru einu sinni vigtaðir 47
þorskar, en það var helmingur af þorskaflanum
þann daginn. Þeir voru slægðir með haus 5-15 kg
að þyngd og meðalþungi 9,3 kg. Það svarar til um
það bil 100 fiska óslægðra í hverja smálest.
Þegar litið er á ýsuaflann kemur í ljós, að hann
var talsvert meiri 1980 en 1979. Fyrra árið veiddust
11 smálestir en 82 það síðara. Það ber þó að hafa í
huga, þegar heildartölur frá þessum árum eru
bornar saman að bátarnir voru fleiri og vertíðin
lengri seinna árið. Þar sem ýsustofninn er í dágóðu
ástandi, ætti það ekki að vera alvarlegt þó 82 smá-
lestir af ýsu veiðist á ári með skarkolanum i Faxa-
flóa eins og gerðist 1980. Mælingar sýndu einnig,
að ýsan var mestöll á lengdarbilinu 50-80 cm. og
aðeins 0,3% minni en 46 cm.
Nokkuð af smálúðu, tveggja-fjögurra ára hlýtur
alltaf að koma í dragnótina í Faxaflóa og víðar.
Það hefur áður verið sýnt fram á (Aðalsteinn Sig-
urðsson 1971) að ógjörningur er að friða lúðu-
stofninn svo að gagni komi. Til þess þyrfti það víð-
tækar friðunarráðstafanir að þær eru ekki fram-
kvæmanlegar. Verður því að teljast ástæðulaust að
658 — ÆGIR