Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 35

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 35
(Lítið virðist vera að marka opinberar skýrslur Færeyinga um laxveiðar þeirra í sjó. Sjá „Reyting 11. tbl. 1980). Með vaxandi umfangi þessara veiða hefur veiðisvæðið einnig farið stækkandi og færst norður á bóginn, og nær orðið til hafsvæðisins milli Norður-Noregs og Jan Mayen. í þeim löndum sem hér eiga hagsmuna að gæta, eru uppi háværar raddir um að annaðhvort verði að stöðva þessar laxveiðar með öllu, eða að öðrum kosti stórlega draga úr þeim. Einkum eru Norðmenn áhyggjufullir, þar sem komið hefur í ljós samkvæmt merkingum, að allstór hluti þess lax sem þarna er veiddur, er af laxastofnum upprunnum í ám Noregs. Hversu stór hluti Noregs er í þessum laxi er ekki á hreinu, en talið er að það sé a.m.k. 30—50% af aflanum og telja Norðmenn þessa þróun mála koma til með að hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir norska laxastofninn. Eftir þessum upplýsingum er óhætt að gera þvi skóna, að laxveiðifloti Færeyinga og Dana sé að veiðum meðfram allri landhelgislínu okkar suð- austur og austur af landinu. Vitað er að laxastofn- ar úr ám íslands halda sig á þessum slóðum meðan þeir dvelja í sjó, þar sem laxar merktir héðan hafa veiðst á þessum slóðum. Ef fram heldur sem horfir með þennan veiðiskap, þá eru allar stórfelldar áætlanir hérlendis um ræktun og hafbeit á laxi draumsýnir einar og úr sögunni. Þykir mörgum mörlandanum sem nú sé tími til kominn að beita Færeyinga einhverjum þrýstingi til að hætta lax- veiðum í sjó, eða að einhverjar lámarkshömlur séu á þeim veiðiskap, og að sem fyrst verði teknar upp viðræður við þá um þessi mál, svo og þær veiði- heimildir sem þeir njóta í íslenskri landhelgi. Ankannalegt verður að telja, að við íslendingar sem höfum lífsviðurværi okkar að stórum hluta af sjávarútvegi, skulum ekki fyrir löngu vera búnir að koma okkur upp veiðarfæratilraunatanki, þar sem margsannað er notagildi þeirra og sparnaður fyrir þá sem i þessum atvinnuvegi standa og er ótrúlegt að ekki megi fá einhversstaðar fé til að reisa slíkan tank, sem kostar lítið eða ekkert meira en lúxus- einbýlishús nú til dags. Frakkar urðu fyrstir Evrópubúa til að byggja til- raunaveiðarfæratank árið 1967, og var hann byggður í Boulogne-sur-Mar, stærsta útgerðarbæ þeirra, en þaðan er aðallega gert út á togveiðar. Strax og tilraunir hófust í tanknum, kom fram hin mikla hagræðing sem felst í þvi að hægt er að gera breytingar á veiðarfærum, án þess að þurfa að eyða til þess dýrmætum tíma frá veiðum. Síðan tankurinn var byggður í Boulogne-sur-Mar hafa verið gerðar margar mikilvægar breytingar bæði á botn- og flottrollum. Stærsti kosturinn er að sjá má með eigin augum hvernig trollið bregst við í réttu umhverfi, eftir því sem aðstæður og annað breytist, s.s. aukinn toghraði, misjafnlega langir togvírar úti, stytting eða lenging á gröndurum o.s.frv. Með því að taka upp mjög stóra möskva í vængjum og skver hefur verið hægt að auka toghraðann og opnun trollsins allverulega án þess að mótstaða netsins í sjó hafi neikvæðar afleiðingar. Frumkvæði Frakka var fljótlega þess valdandi að aðrar þjóðir riðu á vaðið og hefur árangurinn af þeirra veiðarfæratilraunum ekki látið á sér standa, sem sést best á því, að allir þeir tankar sem byggðir hafa verið eru í stanslausri notkun og langir biðlist- ar veiðarfærasérfræðinga, skipstjóra og neta- gerðamanna, sem vilja komast að með breytingar sínar og hugmyndir. Nú hafa Frakkar lokið við að byggja nýjan veið- arfæratilraunatank í Lorient sem kostar £159.000 (218 millj. ísl.kr.), en tankurinn sem þeir byggðu í Boulogne-sur-Mar kostaði aðeins £22.000 (30 millj.ísl.kr.). í hinum nýja tank hafa þegar verið hafnar tilraunir með nætur og bendir allt til þess, að ávinningurinn að því að geta fylgst nákvæmlega með því hvernig þær vinna í sjónum verði ekki síðri en þegar tilraunirnar voru hafnar með trollin. Veiðarfæratilraunatankar koma jafnframt að góðum notum við þjálfun og kennslu hjá sjó- manna- og iðnskólum og eru óspart notaðir sem kennslutæki þar sem þeir eru fyrir hendi. Framhald á bls. 659. Nót í veiðarfæratilraunatanki. ÆGIR —651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.