Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 18
eftirlit og takmarkanir með einhverjum ráðum á
það settar hvað frystihús taka til frystingar. Þau
yrðu þá að nýta það sem er umfram á annan máta,
t.d. í söltun og skreið.
Einnig hefur borið á góma að í þessu skyni
mætti útvíkka lög um samræmingu á veiðum og
vinnslu, sem nú gilda fyrir skelfiskveiðar og rækju,
og ákveða vissar skyldur, réttindi og kvaðir á fryst-
inguna. Ég tek einnig fram að þótt þetta sé nefnt,
er það eins og ég sagði í upphafi, enn í athugun og
sagt hér til að fá um það umræðu.
Nefnd sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra
skipaði hefur skilað áliti um ferskfisk- og fram-
leiðslueftirlit. Það álit er nú í athugun hjá Fram-
leiðslueftirlitinu sjálfu og mun fljótlega verða af-
greitt frá sjávarútvegsráðuneytinu. Ég skal ekki
fara mörgum orðum um það hér og nú, þó vil ég
lýsa þeirri sannfæringu minni að verulegra umbóta
sé þörf á eftirlitinu, samræmingu og e.t.v. hertu
eftirliti að vissu leyti. Ég fagna því ef unnt er að fá
framleiðendur meira með í þetta eftirlit, ef ég má
orða það svo, að því beinast tillögur nefndarinnar.
Mér sýnist hins vegar að tillögur nefndarinnar
beinist einum um of að sparnaði. Það er góðra
gjalda vert að draga úr kostnaði, en umfram allt,
verður að tryggja meiri gæði. Ef um sparnað er að
ræða á kostnað gæða, er ég því ekki fylgjandi.
Þetta er nú til meðferðar. Áreiðanlega er verulegra
umbóta þörf.
Fljótlega eftir að ég kom í þetta starf, skipaði ég
nefnd til að skoða hvernig hafa mætti betri stjórn á
stærð fiskveiðiflotans. Ég tek undir þær raddir
sem halda því fram, að þetta sé meiriháttar vanda-
mál. Það er það. Enginn vafi er á því að flotinn,
sérstaklega ákveðnar greinar hans, er allt of stór
fyrir þann afla sem við megum taka. Ég nefni t.d.
loðnuflotann. Ég held að allir geti verið sammála
um það. Þá nefni ég einnig togveiðarnar og togar-
ana. Skrapdagar verða 142 á þessu ári og tvímæla-
laust fleiri á næsta ári, ef stefnt verður að svipuð-
um afla og verður nú í ár. Þetta er hins vegar ekki
auðvelt verkefni til úrlausnar og það verður að
segjast eins og er, formaðurinn er hérna inni, að
verkefnið hefur staðið í nefndinni. Mér var tjáð að
ég mætti fagna því ef ég fæ ekki nema þrjú álit,
þau verði e.t.v. sjö. Þeir eru sjö í nefndinni. Ég hef
lagt á það ríka áherslu að nefndin skili sínum álit-
um fljótlega. Þetta þarf að vera þáttur í mörkun
þeirrar fiskveiðistefnu, sem ákveðin verður fyrir
næsta ár.
Sjálfur vil ég segja, að ég tel og nauðsynlegt að
endurnýja flotann, en koma verður í veg fyrir að
sóknarþungi aukist. Þetta á ekki síst við um
togaraflotann. Hins vegar um bátaflotann vil ég
segja að endurnýjunarþörfin er þar ákaflega mikil.
Vissir útgerðarstaðir hafa dregist mjög aftur úr,
t.d. Vestmannaeyjar, þar sem atvinnuástand er
erfitt. Sá bátafloti sem þar er, 45-50 bátar, er ófull-
nægjandi fyrir þær veiðar sem nú verður að stunda.
Mikill þrýstingur hefur verið á að fá að flytja inn
stærri báta til Vestmannaeyja. Það mál verður að
sjálfsögðu tekið til meðferðar. Það er vilji stjórn-
valda og eflaust flestra íslendinga að skip séu
smíðuð hérna heima og það er mikilvægt fyrir
skipasmiðastöðvarnar að svo megi verða. Að því
vil ég að sjálfsögðu stuðla. En ég vil hins vegar
leggja á það ríka áherslu að útilokað er að gera
vandamál skipasmíðastöðvanna að vandamáli út-
gerðarinnar. Ef það er rétt, ég segi ef, því það hef-
ur verið í athugun og ekki niðurstaða fengist enn,
að skipasmíðar erlendis séu jafnvel helmingi ódýr-
ari en skipasmíði hérlendis, þá verður að leysa
þann vanda á sviði iðnaðarins, en ekki að færa
þann mikla mun yfir á útgerðina. Ég sagði ef, en
við vitum að skip erlendis eru niðurgreidd, að
verulegu leyti, t.d. í Noregi þar sem mikill styrkur
er greiddur á hverja vinnustund í slíkum iðnaði.
Við vitum að svo er í Póllandi. Ég sagði áðan að
verið væri að reyna að gera samanburð á þessu.
Hins vegar er ákaflega erfitt að fá upplýsingar um
það hver slíkur styrkur er í raun og veru. Þetta er
stórt verkefni. Gæta þarf þess að staðna ekki, en
leysa hins vegar endurnýjunarþörfina þannig að
sóknarþunginn vaxi ekki. Mér er fyllilega ljóst að
við þetta hefur ekki verið fyllilega staðið og við
munum súpa seyðið af því. T.d. eru núna að því að
ég hygg, 6 togarar í farvatninu innanlands. Ég skal
ekki fullyrða hvort úr smíði allra þeirra togara
verður. Sem von er hrís ýmsum hugur við þeim
gífurlega kostnaði sem fylgir slíku skipi. Um slíkt
hafa gilt sjálfvirkar reglur. Þeir sem geta sýnt fram
á að þeir hafi 15% af stofnkostnaði, hafa fengið
lánin. Ég hygg að þessum reglum verði að breyta.
Ég skal ekkert segja á hvern veg, hvort það yrði
gert með því að lækka lánahlutfallið, eða að af-
greiða hvern togara með sérstakri athugun á þörf á
viðkomandi stað, en ég endurtek að þessum regl-
um verður að breyta, að mínu mati.
Ég hef rakið hugmyndir um almennar reglur sem
gilda að sjálfsögðu fyrir allar botnfiskveiðar og
634 —ÆGIR