Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 38
Aðalsteinn Sigurðsson:
Tilraunaveiðar með
dragnót í Faxaflóa 1980
I framhaldi af tilraunaveiðum undanfarin ár
(Aðalsteinn Sigurðsson 1980, Guðni Þorsteinsson
1976 og Guðni Þorsteinsson og Jóhannes Briem
1978) voru stundaðar tilraunaveiðar með dragnót í
Faxaflóa frá 1. júlí til 31. október. Leyft vart að
veiða á takmörkuðu svæði í flóanum frá 1. til 15.
nóvember, en ógæftir voru miklar og ekki róið,
afli var líka orðinn tregur, enda er hrygningarstofn
skarkolans að miklu leyti genginn út úr flóanum á
þeim tíma.
Tilraunirnar voru samskonar og árið á undan,
en nú höfðu tvö frystihús flökunarvélar til skar-
kolavinnslu, það er að segja Sjöstjarnan í Ytri-
unnar, sem dregin er um flóann. Hins vegar fóru þeir aldrei
norður fyrir brotnu línuna.
Njarðvík eins og 1979 og ísbjörninn í Reykjavík.
Nú stunduðu fimm bátar veiðarnar, en tveir árið
áður. Þrír lögðu upp í Ytri-Njarðvík og tveir í
Reykjavík. Bátarnir voru: Aðalbjörg RE 5 (30
rúml.), Baldur KE 97 (40 rúml.), Guðbjörg RE 21
(28 rúml.), Gullþór KE 85 (25 rúml.), og Ólafur
KE 49 (35 rúml.).
Möskvastærð í poka og belg dragnótanna var
155 mm.
Eftirlitsmenn fylgdust með veiðunum allan tím-
ann.
2. mynd. Kort af sunnanverðum Faxaflóa. Veiðar voru leyfðar
utan heilu línunnar, sem dregin er um flóann. Skástrikuðu
svœðin eru merkt ,,óhreinn botn“ á nýlegu sjókorti.
654 — ÆGIR