Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 39
Leyfilegt var að stunda veiðarnar utan heilu lín-
unnar, sem dregin er um flóann á 1. mynd. Hins
vegar fóru bátarnir aldrei norður fyrir brotnu lín-
una.
Mikið af því svæði, sem leyfilegt er að veiða á,
er þó óhæft til dragnótaveiða. Á 2. mynd eru þau
svæði skástrikuð, sem merkt eru „óhreinn botn” á
nýlegu sjókorti af Faxaflóa. Þar er ekki unnt að
nota dragnót, enda þarf sléttan og góðan botn til
slíkra veiða. Á óstrikuðu svæðunum eru líka víða
festur, sem takmarka athafnasvæðin allverulega.
Dragnótaveiðar voru því aðeins stundaðar í litlum
hluta af Faxaflóa, og mun svo verða, ef þær verða
leyfðar þar framvegis.
Vinnsla og sala skarkolans mun hafa gengið vel
og hafa allir, sem hlut eiga að máli áhuga á því, að
dragnótaveiðum verði haldið áfram í Faxaflóa á
næstu árum, en það bendir til þess að veiðarnar
hafi verið arðbærar. Þarna er líka um talsverða at-
vinnu að ræða við vinnsluna í landi.
Hér verður aðeins fjórum aðaltegundunum í afl-
anum gerð skil, þ.e.a.s skarkola, lúðu, ýsu og
þorski. Af öðrum fiski var landað um tveimur
smálestum og þar af um 1,5 smál. af steinbít. Tals-
vert veiðist af sandkola og tindabikkju í Faxaflóa,
en ekkert mun hafa verið hirt af þeim tegundum.
í 1. töflu er yfiriit yfir afla dragnótabátanna í
Faxaflóa í júlí-október 1980. Þar má sjá afla eftir
svæðum og tegundum ásamt togafjölda og afla á
tog í kg. Einnig sýnir taflan samskonar yfirlit yfir
heildaraflann í flóanum. Þá má einnig sjá þar
róðrafjölda og meðalafla í róðri yfir dragnóta-
— rv> ojj ui cn -^i oo
OOOOOOOOO
3. mynd. Hlutfallsleg skipting dragnótaaflans í Faxaflóa á milli teg-
unda 1980 (1. tafla).
tímabilið. Á 3. mynd er sýnt hvernig heildaraflinn
skiptist á milli tegunda í hundraðshlutum sam-
kvæmt næstsíðustu línu 1. töflu.
í 2.-5. töflu má sjá tilsvarandi niðurstöður fyrir
hvern mánuð vertíðarinnar og lýst er hér að ofan.
Þá sýnir 5. mynd aflann í Faxaflóa í hundraðshlut-
um eftir tegundum og mánuðum. Á 7. mynd má
hins vegar á sama hátt sjá meðalafla í smálestum í
róðri.
Á 1. töflu og 3. mynd er sýnt að 81,8% af heild-
araflanum var skarkoli en ekki nema 4,0% lúða,
6,1 % ýsa og 8,1 % þorskur. Það er því greinilegt að
hér var fyrst og fremst um skarkolaveiðar að ræða
eins og ætlast var til. Það er þó ljóst, að meira
veiddist af öðrum tegundum en skarkola 1980
heldur en 1979, bæði að magni til og hlutfallslega
(1.-5. tafla og 3.-8. mynd).
Þorskaflinn 1980 var 108 smálestir, en 12 smá-
1. tafla. Dragnótaafli úr Faxafióa í júlí til október 1980.
Óslœgður fiskur í kg. 323 róðrar
Skarkoli Lúða Ýsa Þorskur Samtals
Toga- Heiidar- Á Heildar- Á Heildar- Á Heildar- Á Heildar- Á
fjöldi afli tog afli tog afli tog afli tog afli tog Veiðisvæði
836 340.120 407 16.510 20 28.910 35 55.660 67 441.200 528 S.V. Faxaflói
% 77,1 3,7 6,6 12,6 100,0
1.536 715.820 466 35.130 23 50.350 33 51.810 34 853.110 555 Faxaflói norð-
% 83,9 4,1 5,9 6,1 100,0 an við hraun
2.372 1.055.940 445 51.640 22 79.260 33 107.470 45 1.294.310 546 Samtals
% 81,6 4,0 6,1 8,3 100,0
? 40.100 2.290 2.890 690 45.970 Faxaflói
% 87,2 5,0 6,3 1,5 100,0
1.096.040 53.930 82.150 108.160 1.340.280 Faxaflói.samt.
% 81,8 4,0 6,1 8,1 100,0
í róðri 3.393 167 254 335 4.149 i< <<
ÆGIR — 655