Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 56

Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 56
ÁTÆKJAMARKAÐNUM Dieselvélar frá Bergen Diesel, LD- og KV - Iínurnar Fyrirtækið Bergens Mekaniske Verksteder (BMV) var stofnað árið 1855 í Bergen, eða fyrir 125 árum. Það hefur nú sínar aðalstöðvar um 25 km frá miðborg Bergen. Frá árinu 1965 hefur það verið aðili að norsku Ankergrúppunni, sem er félag margra aðila í Noregi með hliðstæða framleiðslu og atvinnurekstur. Helstu framleiðslugreinar BMV nú, eru skipasmíðar, skipaviðgerðir, dieselvélaframleiðsla, framleiðsla á vökvaknúnum vindum, ýmiskonar búnaði til fiskveiða og olíuborunar. Skipasmíðarnar eru umfangsmesti þáttur starf- seminnar en fyrirtækið framleiðir skip af mörgum gerðum, bæði farmskip og fiskiskip af stærð allt að 40.000 tdw. Jafnhliða skipasmíðunum rekur fyrirtækið viðgerðarverkstæði, sem annast alhliða skipaviðgerðir bæði á stálvirki og vélbúnaði skipa. Framleiðsla á vökvaknúnum vindum (Nor- winch) hefur verið snar þáttur í starfsemi þessa fyr- irtækis. Vindurnar eru til hinna fjölmörgu nota um borð i skipum bæði fiskiskipum og farmskip- um, þær eru lágþrýstiknúnar og framleiddar að öllu leyti af BMV, þ.e. vindan ásamt olíumótor, olíudælu og stjórntækjum. BMV er í framleiðslusamvinnu við aðila í Finn- landi, Danmörku, Spáni, Ítalíu, Argentinu, Bandaríkjunum,Singapore og Ástralíu, um fram- leiðslu á Norwinch vindum þ.e. vindum án olíumótors, oliudælu og stjórnventla, en þeir hlutir vindnanna eru ætíð framleiddir í Noregi af BMV. Dieselvélaframleiðsla fyrirtækisins hófst jafn- hliða skipasmíðinni. Fyrstu vélarnar voru eingöngu framleiddar í þau skip, sem verið var að smíða hverju sinni og voru framleiddar að því er virðist samkvæmt framleiðsluleyfi frá öðrum die- selvélaframleiðendum. Það var ekki fyrr en árið 1946, sem BMV hóf framleiðslu á dieselvélum sem voru hannaðar af BMV. Þessar dieselvélar hétu Bergen Diesel og voru fyrst og fremst framleiddar til nota sem hjálparvélar um borð í skipum og til rafaladriftar í landi. Árið 1963 komst á samvinna milli Bergen Diesel og norsku Normo-Gruppen um framleiðslu á dieselvélum sem nota skyldi eingöngu sem aðalvélar um borð í skipum. Normo- Gruppen er félag fimm norskra dieselvélaframleið- enda þar sem BMV er leiðandi aðili. Árið 1969 kynnti BMV nýja dieselvélalínu, KV- línuna, en þá höfðu verið framleiddar dieselvélar af svokallaðri L og R gerð, með samanlagða hest- aflatölu 125.000 hö. Nú eru dieselvélarnar sem framleiddar eru til framdriftar á skipum fram- leiddar samkvæmt tveim framleiðslulínum, þ.e. LD-línu og KV-linu. Vélar LD-línunnar byggja á frumhönnun frá árinu 1946, sem hafa að vísu tekið ýmsum breytingum í gegnum árin i samræmi við tæknilegar breytingar á þessu sviði. Vélarnar eru framleiddar í sex gerðum, LDM-6, LDMB-6, LDM-8, LDMB-8, LDM-9 og LDMB-9 og spanna aflsviðið frá 1065-1760 hö við snúningshraða 750 sn/mín eða 825 sn/mín. Vélar KV-linunnar komu á markað eins og áður sagði árið 1969, þessar vélar eru beint framhald af Dieselvél frá Bergen Diesel, gerð Normo LDMB-9 ásamt skrúfubúnaði. 672 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.