Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1980, Side 56

Ægir - 01.12.1980, Side 56
ÁTÆKJAMARKAÐNUM Dieselvélar frá Bergen Diesel, LD- og KV - Iínurnar Fyrirtækið Bergens Mekaniske Verksteder (BMV) var stofnað árið 1855 í Bergen, eða fyrir 125 árum. Það hefur nú sínar aðalstöðvar um 25 km frá miðborg Bergen. Frá árinu 1965 hefur það verið aðili að norsku Ankergrúppunni, sem er félag margra aðila í Noregi með hliðstæða framleiðslu og atvinnurekstur. Helstu framleiðslugreinar BMV nú, eru skipasmíðar, skipaviðgerðir, dieselvélaframleiðsla, framleiðsla á vökvaknúnum vindum, ýmiskonar búnaði til fiskveiða og olíuborunar. Skipasmíðarnar eru umfangsmesti þáttur starf- seminnar en fyrirtækið framleiðir skip af mörgum gerðum, bæði farmskip og fiskiskip af stærð allt að 40.000 tdw. Jafnhliða skipasmíðunum rekur fyrirtækið viðgerðarverkstæði, sem annast alhliða skipaviðgerðir bæði á stálvirki og vélbúnaði skipa. Framleiðsla á vökvaknúnum vindum (Nor- winch) hefur verið snar þáttur í starfsemi þessa fyr- irtækis. Vindurnar eru til hinna fjölmörgu nota um borð i skipum bæði fiskiskipum og farmskip- um, þær eru lágþrýstiknúnar og framleiddar að öllu leyti af BMV, þ.e. vindan ásamt olíumótor, olíudælu og stjórntækjum. BMV er í framleiðslusamvinnu við aðila í Finn- landi, Danmörku, Spáni, Ítalíu, Argentinu, Bandaríkjunum,Singapore og Ástralíu, um fram- leiðslu á Norwinch vindum þ.e. vindum án olíumótors, oliudælu og stjórnventla, en þeir hlutir vindnanna eru ætíð framleiddir í Noregi af BMV. Dieselvélaframleiðsla fyrirtækisins hófst jafn- hliða skipasmíðinni. Fyrstu vélarnar voru eingöngu framleiddar í þau skip, sem verið var að smíða hverju sinni og voru framleiddar að því er virðist samkvæmt framleiðsluleyfi frá öðrum die- selvélaframleiðendum. Það var ekki fyrr en árið 1946, sem BMV hóf framleiðslu á dieselvélum sem voru hannaðar af BMV. Þessar dieselvélar hétu Bergen Diesel og voru fyrst og fremst framleiddar til nota sem hjálparvélar um borð í skipum og til rafaladriftar í landi. Árið 1963 komst á samvinna milli Bergen Diesel og norsku Normo-Gruppen um framleiðslu á dieselvélum sem nota skyldi eingöngu sem aðalvélar um borð í skipum. Normo- Gruppen er félag fimm norskra dieselvélaframleið- enda þar sem BMV er leiðandi aðili. Árið 1969 kynnti BMV nýja dieselvélalínu, KV- línuna, en þá höfðu verið framleiddar dieselvélar af svokallaðri L og R gerð, með samanlagða hest- aflatölu 125.000 hö. Nú eru dieselvélarnar sem framleiddar eru til framdriftar á skipum fram- leiddar samkvæmt tveim framleiðslulínum, þ.e. LD-línu og KV-linu. Vélar LD-línunnar byggja á frumhönnun frá árinu 1946, sem hafa að vísu tekið ýmsum breytingum í gegnum árin i samræmi við tæknilegar breytingar á þessu sviði. Vélarnar eru framleiddar í sex gerðum, LDM-6, LDMB-6, LDM-8, LDMB-8, LDM-9 og LDMB-9 og spanna aflsviðið frá 1065-1760 hö við snúningshraða 750 sn/mín eða 825 sn/mín. Vélar KV-linunnar komu á markað eins og áður sagði árið 1969, þessar vélar eru beint framhald af Dieselvél frá Bergen Diesel, gerð Normo LDMB-9 ásamt skrúfubúnaði. 672 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.