Ægir - 01.12.1980, Blaðsíða 22
sérhvern aldursflokk þorsks (mæld í fiskveiðidán-
arstuðlum) árabilið 1971-1975 annars vegar við
árabilið 1977-1979 hins vegar, eftir að möskva-
stækkunin er komin í framkvæmd og Bretar
horfnir af íslandsmiðum, þá kemur í ljós að svo til
öll sóknarminnkunin, sem hefur átt sér stað, er i
yngri aldursflokkana eins og vænta mátti. Þannig
hefur sókn í 3 ára þorsk minnkað um 78% skv.
bráðabirgðatölum, 35% í 4 ára þorsk og 25% í 5
ára þorsk, en sóknarminnkun eldri þorsks er hverf-
andi (tafla 1).
Tafla 1. Þorsksókn.
Meðal fiskveiðidánarstuðlar Sóknar-
minnkun
Aldur 1971-1975 1977-1979 í %
3 0,112 0,025 78
4 0,313 0,204 35
5 0,493 0,372 25
6 0,557 0,504 10
7 1,045 0,986 6
Hvaða áhrif hefur þetta svo haft á afrakstur
þorskstofnsins? Það verður best skýrt með eftir-
farandi línuriti (1. mynd). Á línuritinu eru tveir
ferlar. Lægri ferillinn sýnir afrakstur þorskveið-
anna árabilið 1971-1975 en efri ferillinn sýnir af-
raksturinn árabilið 1977-1979. Lóðrétti ásinn á
myndinni gefur til kynna afrakstur á nýliða mæld-
ur i kílógrömmum, en lárétti ásinn sýnir sókn
mælda í fiskveiðidánarstuðlum. Skoðum fyrst
neðri ferilinn. Við vaxandi sókn vex afrakstur á
nýliða unz hámark næst við fiskveiðidánarstuðul
nálægt 0,6. Sé sókn aukin frekar leiðir það ekki til
aukins afraksturs heldur minnkar hann lítils-
háttar. Hámarksafrakstur samkvæmt þessum ferli
er um 1,68 kg á 3 ára nýliða. Þær friðunarráðstaf-
anir, sem hafa verið í framkvæmd að undanförnu
hafa gefið smáfiskunum tækifæri til þess að taka
út vöxt sinn svo afrakstur hefur aukist talsvert.
Efri ferillinn sýnir þetta glögglega. Betri nýting
stofnsins hefur leitt til þess að hver 3 ára nýliði
gefur nú af sér mun meiri afrakstur en fyrir nokkr-
um árum. Hámarksafrakstur á nýliða hefur aukist
úr 1,68 kg í 1,93 kg, og næst það mark við hlut-
fallslega enn lægri sókn eða við fiskveiðidánar-
stuðul nálægt 0,5. Sé sókn aukin fram yfir það
minnkar afraksturinn hratt, þar sem sóknin er
orðin meiri en sem nemur eðlilegri grisjun stofns-
ins og of margir fiskar veiðast, án þess að þeir fái
tækifæri að taka út nægan vöxt.
Til þess að skýra út hvernig þetta línurit er unnið
og einnig hvernig hugtakið afrakstur á nýliða er
hugsað, fylgir hér með tafla, sem sýnir veiðar með
tvenns konar möskvastærð og áhrif þessara mösk-
va á afrakstur stofns (tafla 2). Hugsum okkur fisk-
stofn, sem telur í upphafi 1000 fiska 1 árs gamla.
Gerum ráð fyrir, að 20% stofnsins deyi náttúr-
legum dauðdaga. Veiðum þennan stofn með 80
mm möskvastærð. Ef við skoðum töfluna, þá er
ljóst að allur eins árs fiskurinn smýgur möskvann.
Tafla 2. Áhrif tveggja möskvastcerða á afrakstur fiskstofns við óbreytta sókn.
Náttúrleg affötl 20%, fiskveiðidauði 40% á ári.
Möskvi
Stofn- Nátt.
Aldur stærð dauði
1 1000 200
2 800 126
3 384 61
4 184 29
5 88 14
6 42 7
7 20 3
8 10 2
9 5 1
10 2 0
11 1 0
12
80 mm
Veiði Veiði í kg Stofn- stœrð
0 0.0 1000
290 87.0 800
139 83.4 640
67 73.7 512
32 54.4 246
15 37.5 118
7 25.8 57
3 14.7 27
2 15.0 13
1 6.4 6
1 6.8 3
1
Möskvi 140 mm
Nátt. dauði Veiði Veiði í kg
200 0 0.0
160 0 0.0
128 0 0.0
81 185 203.5
39 89 151.3
19 42 105.0
9 21 77.7
4 10 49.0
2 5 28.8
1 2 12.7
1 1 6.8
0 1 7.1
Heildarþyngd aflans 404.8 kg Heildarþyngd aflans 641.1 kg
Afrakstur á nýliða: 404,8 kg/1000 = 0,4 kg Afrakstur á nýliða: 641,1 kg/1000 = 0,64 kg
638 — ÆGIR