Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1981, Blaðsíða 30

Ægir - 01.03.1981, Blaðsíða 30
Mörgum finnst tími til kominn að menn almennt fari að losa sig við gamla hleypidóma varðandi fiskveiðar með togveiðarfærum innan hinna gömlu landhelgislína, hvort heldur þær kallast þriggja, fjögurra eða tólf sjómílna. Sjórinn umhverfis landið er auðlind okkar og hana verður að nýta á þann skynsamlegast og hag- kvæmasta hátt sem frekast er unnt. Sú stefna að friða afmörkuð hafsvæði til að forða rányrkju og verndar ungviði, þar sem það á við, hvort heldur er útundir 200 mílna mörkunum, eða uppi í land- steinum, er hið rökrétta markmið, en ekki hve margar sjómílur frá landi þessar línur voru teikn- aðar á sjókortin í gegnum tíðina. Þeir sem sjávar- útvegsmálum okkar stjórna ættu sem fyrst að fá sér gott strokleður og afmá þessa gömlu land- helgisviðmiðanir, bæði af sjókortunum og sál þjóðarinnar. Þessu til áréttingar er skylt að taka dæmi, sem sýna fánýti hinna gömlu fiskveiðilandhelgislína á þeim tímum sem við einir ráðum öllum veiðum á einhverjum fiskauðugustu miðum heims og berum jafnframt alla ábyrgð á vistfræði þessa hafsvæðis. Uppeldisstöðvar botnfiska fyrirfinnast ekki meðfram öllu Suður- og Suðausturlandi og útaf söndunum veiðist síst smærri fiskur uppi á þriðja broti, en úti á tvöhundruð faðma dýpi. Útilokað er að togveiðarfæri geti valdið hinum minnsta skaða á þessu svæði. Annað dæmi mætti taka um skar- kolastofninn, sem að stórum hluta vex úr sér innan land-,,helgireita” okkar, þjóðinni til stórskaða. Mörg okkar auðugustu kolamiða eru upp í harða landi, sum svo nemur nokkrum tugum eða hundr- uðum metra frá fjöruborðinu. Á þeim slóðum sem mest er um kolann heldur hann sig aðskildum fra öðrum fisktegundum, eða e.t.v. væri réttara að segja að aðrar fisktegundir einhverra hluta vegna forðist hann. Hér fyrr á árum kom það fyrir að togbátar skruppu innfyrir hinar helgu línur og fengu sumstaðar að jafnaði uppí 5-6 tonn 1 hálftíma holi af hlemmistórum og spikfeitum kola- Hafrannsóknastofnunin hefur í hinum árlegU skýrslum sínum um „Ástand nytjastofna á ÍS' landsmiðum og aflahorfur”, talið að ná megi allt að 10.000 tonna varanlegum hámarksafla á ári af skarkola, en meðalafli siðastliðinna tiu ára hefut verið um 5.400 tonn. Á s.l. ári var hann samkvæmt bráðabirgðatölum aðeins um 5.200 tonn. Margir sjómenn er kolaveiðar hafa stundað vilja halda því fram að kolastofninn geti gefið meira af sér en Hafrannsóknastofnunin telur í sínum skýrsl- um, og eins að mörg okkar auðugustu kolamiða séu í dag lítt þekkt, eða jafnvel óþekkt, þ.e. þekk- ing um þau hafi glatast á undanförnum árum. Tímabært er, og þó fyrr hefði verið, að hafrann- sóknaskip verði sent gagngert til lengri tíma í kola; rannsóknir og þarf ekki stórt skip til þeirra hluta. I þessum kolaleiðöngrum þyrfti að skrá öll kolamið við landið og yrði það eitt út af fyrir sig mikið verkefni að leita uppi allar þær kolableyður sem er að finna á hinum ólíklegustu stöðum. Einnig þyrf11 að fara fram gagnasöfnun hjá gömlum sjómönn- um um hvar þessara miða sé helst að leita, en þeim fer nú óðum fækkandi sem stunduðu kolaveiðar með dragnót hér áður og fyrr. Þegar nákvæmar upplýsingar liggja fyrir um alh er kolann varðar, er hægur vandinn að fylgjast með veiðunum, og leyfa ætti þeim fiskiskipum sem áhuga hefðu fyrir þessum veiðum, að taka kolann þar sem mest væri af honum og með þeim veiðar- færum sem best hentuðu. Á s.l. ári fengu 5 bátar leyfi til að stunda drag' nótaveiðar á takmörkuðu svæði í Faxaflóa. Gengu veiðar, vinnsla og sala á kolanum vel og skilað' þessi útvegur mjög góðum arði öllum þeirn handa er þar komu nálægt. Að lokum má geta þess til gamans, að einhver albestu kolamið landsins ern í Þistilfirðinum og má mikið vera ef höfnin á Þórs- höfn er ekki kjaftfull af kola hluta úr ári hverjm 150 —ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.