Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1981, Blaðsíða 42

Ægir - 01.03.1981, Blaðsíða 42
og björgunarmálum. Um nokkurra ára skeið, eða þar til Slysavarnafélagið var stofnað, var Jón E. Bergsveinsson launaður starfsmaður Fiskifélagsins í björgunarstarfsemi. Sagnfræðingur einn segir að ,,það megi að fullu kallast verk Fiskifélagsins, að komið hefur verið föstu skipulagi á björgunar- starfsemina hér á landi.” Á meðan Slysavarnarfé- lagið var að komast á rekspöl styrkti Fiskifélagið það með ríflegum fjárframlögum. Þessir hafa gengt embætti forseta Fiskifélagsins: Hannes Hafliðason frá 1911-1913 og aftur frá 1916-1921. Matthías frá Móum Þórðarson frá 1913-1915, að hann hvarf af landi brott til að taka við embætti verzlunarfulltrúa erlendis á vegum Fiskifélagsins í samráði við stjórnarráðið, Jón E. Bergsveinsson yfirsíldarmatsmaður var forseti 1922-1923 og Kristján Bergsson frá 1924-1940, að Davíð Ólafsson, Seðlabankastjóri tók við því embætti og gengdi því óslitið til ársins 1967, að hann tók við embætti Seðlabankastjóra en þá tók við Már Elísson. Á árinu 1943 voru lög félagsins endurskoðuð og nefndist forseti félagsins eftir það fiskimálastjóri. Ég læt þá þessu yfirliti um störf Fiskifélagsins lokið. Er mér þó Ijóst að mörgum þáttum hafa ekki verið gerð fullnægjandi skil eða jafnvel sleppt. Eins og augljóst má vera af framansögðu er Fiskifélagið allsérstæð stofnun. Það er upphaflega stofnað vegna brýnnar þarfar á örlagaríku tímabili í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, sem jafnframt var eitt hið merkilegasta tímabil í atvinnusögu hennar, er stærri og meiri framfaraspor voru mörkuð en nokkru sinni fyrr. Félagið hefur frá upphafi gengt því hlutverki að vera Alþingi og ríkisstjórn til ráðgjafar um hags- munamál sjávarútvegsins og hefur tekizt á hendur fyrir hönd ríkisstjórnar og Alþingis, framkvæmd margra þeirra mála, er til framfara hafa horft fyrir þennan atvinnuveg eins og að ofan greinir. Auk þess hefur félagið haft með höndum fjölda sjálfstæðra verkefna, sem Fiskiþing hefur tekið ákvörðun um, og framkvæmanleg hafa reynzt, m.a. vegna þess stuðnings, er ríkisvaldið hefur veitt því hverju sinni. Það hefur mikla og ótvíræða kosti í för með sér, hversu starfsumgerð félagsins er rúm og sveigjan- leg, þannig að jafnan hefur reynzt auðvelt að fella ný viðfangsefni inn í starfsemina og breyta þeim, er fyrir voru, eftir kröfum tímans. Þetta má m.a. þakka ágætri samvinnu og gagnkvæmum trúnaði við sjávarútveginn, góðu starfsliði og trúnaðar- mönnum í hverri verstöð, svo og trausti ríkis- stjórnar og Alþingis á því að störfin séu vel og dyggilega af höndum leyst. Nú hefur margt breytzt á þessum 70 árum. Þjóð- félagið er orðið margbrotnara, ríkisvaldið hefur eflzt, svo hafa og ýmis hagsmunasamtök innan sjávarútvegsins. Kröfur hafa aukizt um þjónustu og aðstoð á ýmsum sviðum. Á þessum tíma hefur og margt breytzt í starfsemi Fiskifélagsins. Margir málaflokkar, sem það hefur haft bein afskipti af, hafa flutzt til annarra stofnana eða hagsmunasam- taka. Slíkar breytingar hljóta að gerast. Sumar voru eðlilegar — aðrar orka tvímælis. Til að bregðast við þessum breytingum og þróun, hafa lög og starfsreglur félagsins alloft verið endurskoð- uð. Við lagabreytingu 1973 gerðust helztu samtök sjómanna, útvegsmanna, svo og sölusamtök, aðilar að Fiskifélaginu. Hefur þetta án efa orðið félaginu til eflingar. Fiskifélagið er því þrátt fyrir allar breytingar öfl- ugri stofnun nú, en það hefur áður verið. Það er vettvangur, þar sem þýðingarmikil hagsmunamál og vandamál atvinnuvegarins sem heildar, eru rædd og tillögur gerðar til úrbóta, þar sem það a við. í upphafi sótti Fiskifélagið, eins og einnig Bún- aðarfélagið, fyrirmyndir til Norðurlanda, þar sem áþekkar stofnanir starfa enn þann dag í dag, t.d. 1 Noregi og Svíþjóð. Eins og gefur að skilja hafa þessar stofnanir þróast á nokkuð mismunand1 vegu, m.a. oft á tíðum sökum ólíkra þarfa og stað- hátta. Ég sagði áðan, að flóknari stjórnsýsla, sem fylg' ir margbrotnara þjóðfélagi, bæði í tæknilegum og félagslegum skilningi, hefði haft í för með sér ýms- ar breytingar á starfsemi Fiskifélagsins. Hitt er og hægt að styðja rökum, að þessi margbreytni gerl slíka stofnun nauðsynlega. í mörgum löndum, bæði austan og vestan At' lantshafsins — hafa á síðari árum, ríkisvaldið og sjávarútvegurinn tekið höndum saman um stofn' anir með áþekku hlutverki og Fiskifélagið hefur- Er þar með viðurkennd nauðsyn nánari tengslm samskipta, samvinnu og skoðanaskipta. Þetta het' ur líka orðið til þess að stofnanir þessar hafa meö að gera, auk ráðgjafarstarfsins, framkvæmdir ýn1' issa málaflokka, þar sem atvinnuvegurinn sjálfur a mest undir að árangur verði sem skjótastur og 162 —ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.