Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1981, Blaðsíða 34

Ægir - 01.03.1981, Blaðsíða 34
Afmæliskveðja: Gunnar Bjarnason, fyrrverandi skólastjóri Vélskóla íslands, áttræður 12. febrúar 1981. Árið 1945 þegar Sjó- mannaskólahúsið var tekið í notkun og Vél- skólinn flutti þangað hóf Gunnar Bjarnason kennslu við skólann og skólastjóri varð hann tíu árum seinna, árið 1955, þegar Marinus E. Jessen lét af störfum. Gunnar lét sjálfur af störfum fyr- ir tíu árum fyrir aldurs- sakir. Undirritaður hóf kennslu við Vélskólann ár- ið 1955 þegar Gunnar varð skólastjóri og starfaði mjög náið með Gunnari að málefnum skólans. Það fer ekki milli mála að Gunnar Bjarnason hafði mikil áhrif á vélstjóramenntunina, í fyrsta lagi vegna þess að hann er mikill áhugamaður og ham- hleypa til vinnu og svo hitt að fyrir dyrum stóðu miklar breytingar á vélstjóranámi og öllu fram- haldsnámi í landinu. Unnið hafði verið að samein- ingu vélstjóranámsins undir einn hatt en Fiskifélag íslands hafði hluta af því, hin svokölluðu mótor- námskeið. Iðnfræðslan, þar á meðal járnsmíða- námið, var i endurskoðun en Vélskólinn var um hríð aðeins framhaldsskóli járniðnaðarmanna. Með árunum dró mjög úr aðsókn að skólanum enda var hún algjörlega háð því hve margir lær- lingar voru við nám i járnsmíði og útskrifuðust. Árið 1966 voru sett ný lög um vélstjóranám sem Gunnar Bjarnason átti mikinn þátt í að móta en með lögum þessum og undir stjórn Gunnars óx skóíinn og dafnaði ótrúlega ört. Vélskólinn hefur lengstum verið vanbúinn tækjum til verklegrar kennslu, en Gunnar fékk því til leiðar komið að vélasalurinn var stækkaður og keyptar nýjar vélar, en einnig var hafist handa við nýbyggingu til þess að unnt væri að taka við fleiri nemendum vegna aukinnar aðsóknar að skólanum. Saga Vélskólans og starfsferill Gunnars Bjarna- sonar eru tvinnuð saman en hvað má segja um manninn sjálfan? Eins og fram hefur komið þegar er aðdáunarverður dugnaður Gunnars að koma málefnum i framkvæmd sem eru á dagskrá í hverj- um tíma. Nemendur hans segja að hann hafi verið mjög góður kennari og sá nemandi sem ekki gæ(1 lært hjá Gunnari Bjarnasyni gæti alls ekkert lært- Margs er að minnast i sambandi við Gunnar Bjarnason sem skólastjóra og yfirmann. Það var ákaflega gaman að vinna með honum og láta hríf' ast af eldlegum áhuga hans sem stundum var að okkar dómi heldur mikill. Það bætti úr skák að Gunnar er mikill húmor- isti, hefur gaman af félagsskap og er mikill gleðt- og samkvæmismaður og er við brugðið hans snjöllu og hnitmiðuðu tækifærisræðum á manna- mótum. Gunnar hefur létta lund og leikarahæf1' leika enda stundaði hann leikstörf um tíma hja Leikfélagi Reykjavíkur, sem margur man, og naut þeirrar skemmtunar i ríkum mæli. Gunnar hefur margsinnum lýst því yfir að hann hafi haft mikla gleði og ánægju af því að vera kennari enda var hann mjög vinsæll og komu hæfileikar hans þar ótvírætt í ljós. Hann kapP' kostaði að sníða skólann eftir íslenskum aðstæð' um og að veita nemendum eins hagnýta menntun og frekast var kostur svo að þeir væru vel í stakk búnir að takast á við störf sín í atvinnulífinu. Gunnar Bjarnason hefur haft mörg áhugamál um dagana og meðal annars starfað mikið í Odd' fellowreglunni og Stangaveiðifélagi Reykjavíkut og var formaður Stangaveiðifélagsins um árabil- 1 skólamálum og tæknimálum hefur hann komið víða við utan Vélskólans, svo sem við stofnun Tækniskólans íslands, saltfiskþurrkun (en hann hannaði hús til slíks), frystihús og kælitækni (el1 hann skrifaði m.a. kennslubók um kælitækni)> svartolíubrennslu í skipum og hefur hann tekið saman og þýtt bækur í því sambandi. Andrés Guðjónsson, skólastjod■ 154 —ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.