Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1982, Side 24

Ægir - 01.09.1982, Side 24
talsverðu máli í því verki hans. En sleppum nú þessum kapítula, sem af persónulegum ástæðum er hér fyrirferðarmeiri en skyldi. 2.7.NÚ eru þrjátíu ár liðin síðan tölvan haslaði sér völl í veðurspánum, og síðan þá hafa miklar framfarir orðið. Nú er ekki deilt um það að tölvu- spár standi miklu framar þeim sem veðurfræðing- ar geta gert með hinum hefðbundnu aðferðum. í stað þess að ná aðeins til miðbiks gufuhvolfsins, er nú spáð um aðrar hæðir, meðal annars um strauma við yfirborð jarðar. Og sífellt fara spárnar batnandi, þótt hægt fari. Hvergi hefur verið lagt meira í þessar spár en í Veðurstofu Evrópu, sem hefur aðsetur í Reading í Englandi. Sautján þjóðir tóku sig saman um þessa stofnun upp úr 1970, en daglegar spár voru fyrst sendar út síðla árs 1979. Ætlunin var að spá allt að því tíu daga fram í tím- ann um allan hnöttinn og um hæstu sem lægstu fleti gufuhvolfsins, en með góðu fjarskiptakerfi geta þessar spár borist á örskömmum tíma til allra aðildarlandanna. í stað þess að nota mjög einfald- aðar líkingar um hegðun loftstraumanna, er nú leitast við að fylgja út í æsar hinum þekktu lögmál- um um þessa strauma. Auk þess sem spáð er um sjálfan loftþrýstinginn í ýmsum hæðum, er líka spáð um vinda, bæði í lárétta stefnu, og svo upp- streymis- og niðurstreymissvæði. Þá er hitanum spáð og einnig raka loftsins, sem af skiljanlegum ástæðum er kannski forvitnilegastur af öllum þess- um þáttum, þar sem hann ræður því hvort hrein- viðri ríkir eða dumbungur og úrkoma. Flestir telja að Veðurstofa Evrópu í Reading geri nú fullkomnustu veðurspár sem völ er á, til sólar- hrings eða lengri tíma. Spárnar eru taldar gera nokkurt gagn i allt að því sjö daga að vetrarlagi en sex daga á sumrin. Síðustu daga hvers spátímabils verða tímasetningar einstakra veðra þó óáreiðan- legar, en þrátt fyrir það má þó ráða nokkuð um helstu einkenni veðurlagsins, til dæmis hvort lægð- ir muni ganga fremur fyrir sunnan eða norðan til- tekið svæði, svo sem ísland. ísland hefur fengið aukaaðild að þessari stofnun, og á því völ á öllum spám, sem þaðan koma. Vegna örðugleika i fjar- skiptum eru þessar spár þó ekki farnar að berast hingað þegar þetta er ritað, í desember 1981. Sá er hængur á þessum spám frá Reading, að þær eru ekki gerðar nema einu sinni á sólarhring. Þær geta því ekki hjálpað mikið til að segja fyrir 4 um næstu klukkustundir, en oft gerist það, a skyndilega koma fram í dagsljósið smálægðir, selU geta orðið örlagaríkar á tilteknum svæðum. Og þessum langtímaspám í Reading er jafnvel forða að taka þessar litlu lægðir til greina nema að ta mörkuðu leyti, því að þær geta truflað spána Þe&aí til lengdar lætur. Eftir stendur því það verkefni a gera sem nákvæmastar spár um næstu franúi . sólarhring eða minna. Þetta verður að gerast hverju landi, og að því verður nú senn vikið. 2.8. Árið 1980 gafst undirrituðum annað tæ ^ færi lífs síns í veðurfræðinni. Mér var boðið a dveljast í sex mánuði á Veðurstofunni í Readmg- og þar hafði ég mjög frjálsar hendur um viðfangs efni. Ég kaus að snúa mér að verkefni, sem ég ta þýðingarmikið fyrir Veðurstofuna, sérstökum ve urspám, byggðum á þeim veðurathugunum, s eru gerðar við yfirborð jarðar á þriggja stun fresti, bæði á landi og sjó. Eins og getið var,un^ næstu málsgrein á undan, hljóta þessar spar vera annars eðlis en langtímaspárnar, eins og P eru til dæmis gerðar í Reading. í ÞeSSU skammtímaspám þarf að viðhafa tiltölulega mi ^ nákvæmni í kortagerð, því að smálægðir, sem ekkert æskilegar í langtímaspám, skipta hér ein mestu máli. En sú nákvæmni, sem hér er nauðsy leg i kortagerð, veldur líka ýmsum vandamal Þá koma skýrt fram ýmsar smálægðir, sem erU , eðli sínu staðbundnar, til dæmis vegna hitunar^^ innsveitum á íslandi að degi til. Einnig korna ,.., fram nærri kyrrstæðar smáhæðir áveðurs við tj ’ og lægðadrög hlémegin við fjallgarðana. fyrirbæri má ekki taka sömu tökum í spanm - jafn stórar hæðir og lægðir sem eru á hreyti með meginstraumi gufuhvolfsins. Ég tók þvl ráð að nema þessi staðbundnu fyrirbæri brott veðurkortinu í upphafi spár, geyma þau síðan bak við eyrað meðan spá var gerð, ef svo máseSJ^ en reyna svo að endurskapa þau hvert á sínum $ ^ í lok spárinnar, eins og líklegt var að þau mu þá líta út. Væri spá um miðnætti til dæmis bygS hádegisskorti, mátti ekki búast við sömu hita yfir landinu og hafði verið þar um hádegið- H aðalvindátt yfir landinu breyst frá upphafi til 0 ^ spátímabils, varð líka að gera ráð fyrir, að s ^ bundnir hæðahryggir og lægðadrög við fjallga hefðu tekið breytingum á því tímabili sem SP náði yfir. 472 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.