Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1982, Síða 52

Ægir - 01.09.1982, Síða 52
BÓKAFREGN luítik Kriitjiukiön Lúðvík Kristjánsson: Vestræna Ritgerðir gefnar út í tilefni sjötugs- afmælis höfundar 2. september 1981. Sögufélag 1981. 261 bls. Lúðvík Kristjánsson ætti ekki að þurfa að kynna fyrir lesendum Ægis. Hann var ritstjóri þessa rits um tæpra tveggja áratuga skeið, 1937—1954, og hefur, eftir að hann lét af ritstjórn, verið sínu gamla tímariti og forsjármönnum þess ráðhollur liðsmaður. Þegar Lúðvík Kristjánsson varð sjötugur hinn l.september 1981, þótti forystumönnum Sögu- félags við hæfi að gefa út afmælisrit honum til heiðurs. Með því vildi Sögufélag, forráðamenn þess og félagar, freista þess að gjalda að litlu þá miklu þakkarskuld, sem íslensk sagnfræði stendur í við fræðimanninn og rithöfundinn Lúðvík Krist- jánsson. Afmælisritið hlaut nafnið Vestræna og mun flestum, er þekkja eitthvað til Lúðvíks, þykja það heiti vel valið. Hann er Vestlendingur í húð og hár og hefur fjallað ýtarlegar um sögu Vesturlands og Vestfjarða en flestir eða allir menn aðrir. Nægir þar að minna á hið ágæta ritverk hans, Vestlend- ingar. Ritgerðirnar í Vestrænu eru átján talsins, auk afmælisgreinar Einars Laxness, forseta Sögufé- lags. Að minni hyggju eru þessar ritgerðir vel vald- ar og gefa dágóða mynd af rithöfundinum og fræðimanninum Lúðvík Kristjánssyni, viðfangs- efnum hans og áhugamálum, efnistökum og fram- setningu. Hér er að finna nokkrar greinar um fólk, flest af Vesturlandi, og eru þær flestar afmælis- eða minningargreinar. Ritgerðir af þess tagi í bókinni eru flestar fremur stuttar, en hnitmiðaðar og hafa að geyma mikinn og merkilegan persónulegan fróðleik, auk þess sem víða koma fram athyglisverðar og forvitnilegar upplýsingar um horfna atvinnu- og lífsháttu, eink- um við Breiðafjörð. Af lestri þessara greina verður lesandinn margs fróðari um það fólk, sem þar er fjallað um, en þó finnst mér sem ég hafi af þeim kynnst mantl'nU n Lúðvík Kristjánssyni öllu betur en þeim, sem ræðir um. í ritgerðunum endurspeglast vir hans fyrir því lifi, sem áður fyrr var lifað í lan ^ og hinni hörðu lífsbaráttu fólksins, auk Þess erjst þær sýna okkur átthagatryggð, eins og hún g best. Og víða gægist fram næmt og skemmt1 e skopskyn höfundarins. . jt. í annan stað er að finna í Vestrænu lengt' gerðir og fræðilegri. Þær eru flestar um þau ir^.^ legu viðfangsefni, sem Lúðvík hafa löngum kærust: sjálfstæðisbaráttu 19. aldar og s° íslensks sjávarútvegs. 0g Hér verða þessar ritgerðir ekki taldar uPP’ejn. ekki ætla ég mér þá dul að leggja dóm á hv?r^ah£tt- staka þeirra. Allar bera þær glöggt vitni þeim V . um, sem jafnan hafa verið höfuðeinkenni a t mennsku og ritverkum Lúðvíks Kristjánss vandvirkni, glöggskyggni og stílsnilld. ., s. í bókarlok er birt ritaskrá Lúðvíks ^r'^ajnn sonar og mun margan undra, hve miklu maö ^ hefur komið í verk um dagana. Má Þa f benda á, að flest meiriháttar ritverk Lu ' j byggjast á frumrannsókn og að hann er þe fyrir annað en að kasta höndum til verks. ( Við, sem erjum hinn grýtta akur íslenskrar * .st. stöndum í mikilli þakkarskuld við Lúðvik jánsson. Hann hefur unnið mikið brautryðJ*-11 ^ starf og lyft Grettistökum, ekki síst á svi gerðarsögu og sjávarhátta. Megi honum enn S ^ margir og langir starfsdagar svo hann fal ^jst þeim verkum, er hugur hans stendur til, — og mörgum fleirum. pfr- Jón P- y 500 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.