Ægir - 01.01.1983, Page 14
41. FISKIÞING - 41. FISKIÞING - 41.FISKIÞING - 41. FISKIÞING
Skýrsla Más Elíssonar fiskimála-
stjóra til 41. Fiskiþings um
starfsárið 1981—1982
í þessari skýrslu minni
um starfsemi Fiskifélags-
ins á liðnu starfsári, mun
ég fyrst fjalla um sam-
þykktir og ályktanir 40.
Fiskiþings og framgang
þeirra og víkja síðan að
starfsemi einstakra deilda
félagsins.
Haldnir voru sex
fundir í aðalstjórn félags-
ins, auk margra funda
framkvæmdastjórnar og fjölmörg mál rædd og er-
indi afgreidd. Verður komið inn á mörg þeirra hér
á eftir. Stjórnarmenn og starfsmenn félagsins sátu
auk þess marga fundi sem haldnir voru á vegum
sjávarútvegsráðuneytisins og annarra ráðuneyta og
stofnana og tóku þátt í nefndarstörfum, þar sem
óskað var aðildar Fiskifélagsins.
Þá sóttu starfsmenn og stjórnarmenn nokkra
fundi á erlendum vettvangi, þar sem fjallað var um
fiskveiðimál og tæknimál.
Að venju voru sóttir fundir fjórðungssambanda
og deilda víðsvegar um landið.
Ég vík þá fyrst að samþykktum og tillögum 40.
Fiskiþings í þeirri röð, sem þær eru birtar í Fiski-
þingstíðindum.
Lokuð veiðisvæði.
I samræmi við þessa ályktun fór stjórn Fiskifé-
lagsins þess á leit við sjávarútvegsráðherra og stjórn
Hafrannsóknastofnunar, að fram yrði látin fara
könnun á stærðardreifingu fisks innan og utan
lokuðu svæðanna við norðan- og norðaustanvert
landið.
í öðru lagi gerði stjórn félagsins tillögu um, að
meiri sveigju skyldi gætt við nytjun þeirra svæða
SV-lands, sem lokuð hafa verið togveiðum tíma-
bundið á vetrarvertíð. Þessi tillaga náði fram að
ganga.
í þriðja lagi samþykkti stjórnin að fara skyldi
fram endurskoðun á fiskveiðilöggjöfinni frá 1976.
Sjávarútvegsráðherra skipaði nefnd með aðild
Fiskifélagsins til að starfa að endurskoðun lag-
anna. Nefnd þessi hefur enn ekki lokið störfum.
Álit Hafrannsóknastofnunar um stærðardreif-
ingu fisks á lokuðum svæðum var tekið fyrir á tveim
stjórnarfundum. Samþykkti stjórnin að leggja til
opnun svonefnds Gunnarshólma, svo og Reykja-
fjarðarálssvæðisins, fyrir öll veiðarfæri, þó með
þeim fyrirvara að sett skyldi sérstakt timabundið
línusvæði þar. Við NA-land var mælt með opnun
svæðis fyrir allar veiðar innað 20 mílum, nema á
vesturhluta svæðisins, þar sem mælt var með sér-
stöku línusvæði vissan hluta árs.
Rökin fyrir línusvæðum í báðum tilfellum eru
einkum þau, að langt er á þau að sækja og miklum
vandkvæðum bundið fyrir báta, að leita annað
með línu, ef ekki reyndist unnt að koma henni í
sjó, þegar á svæðið er komið.
Markaðsmál.
í þessari þörfu ályktun eru markaðsmálin raun-
ar tekin í víðara samhengi við afkomu sjávarút-
vegsins og gæði hráefnis og afurða, svo og sam-
keppni á erlendum mörkuðum, enda er framleiðsla
til útflutnings ekki einangrað fyrirbrigði.
Eins og gefur að skilja er stöðugt unnið að
markaðskönnun og leit nýrra markaða af ýmsum
aðilum, þótt hlutur samtaka framleiðenda sé að
sjálfsögðu langstærstur í þeirri starfsemi. Hefur
svo verið um árabil. Hið nýjasta í þessu efni er
uppbyggingu sölu- og þjónustumiðstöðva á hinum
stóra og mikilvæga markaði EBE, bæði í Bret-
landi, og á meginlandi Evrópu. Öllum er kunnugt
um flugflutning ísaðs fisks og flaka á Bandaríkja-
markað og í minna mæli til V-Evrópu.
Nú nýlega hefur verið hafinn útflutningur
ferskra flaka frá Austfjörðum með skipum. Virð-
ist þetta framtak lofa góðu. Þá hafa Þjóðverjar
sýnt meiri áhuga en oft áður á reglubundnum
kaupum á ferskum fiski frá íslandi á fyrirfram
tryggðu lágmarksverði. Ekki hefur enn tekist,
þrátt fyrir viðleitni í því efni, að fá fellda niður
tolla á saltsíld til EBE-landa.
í ályktun 40. Fiskiþings um markaðsmál, er
2 — ÆGIR