Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 17

Ægir - 01.01.1983, Qupperneq 17
ekki hirt um að kynna sér þann vaxandi vanda, sem við er að fást vegna óhóflegrar fjölgunar sela. Birst hafa í fjölmiðlum greinar og viðtöl í æsi- fréttastíl, þar sem höfðað hefur verið á miður smekklegan hátt til tilfinninga fólks og reynt að láta líta svo út að þessir aðilar hafi beitt sér fyrir og hvatt til óhæfuverka. Því skal lýst yfir hér, að stjórn Fiskifélagsins hefur stutt og mun styðja við bakið á þeim aðilum, sem að þessu starfi standa til nauðsynlegra aðgerða til að halda selastofninum innan hóflegra marka. Er þá heldur ekki dregið i efa, að þeir muni hag- nýta sér þá reynslu, sem fengist hefur, með starfi á þessu ári og sníða af vankanta, sem kunna að hafa komið i ljós. Það sem helst má benda á, er nauðsyn frekari nýtingar þeirra afurða, sem til falla við selveiðar. Vísast í þessu efni til greina, sem birtar eru um reynsluna á Nýfundnalandi og í Noregi. í þessum greinum kemur þó fram, að við ýmsa erfiðleika er nð etja fyrir okkur.“ Eg vil þó bæta við varnaðarorðum. Það er þeim mönnum sem að þessu standa til hróss, að þeir hafa lítt sinnt því að hrinda þeim árásum, sem á þá °g störf þeirra hafa verið gerðar, í fjölmiðlum. Astæðan er fyrst og fremst sú að mál þessi eru við- kvæm og óhófleg opinber umfjöllun þeirra geta skaðað hagsmuni okkar. Að mínu mati eiga viðbrögð okkar og umfjöllun að vera með sama hætti. Öryggismál. A síðasta Fiskiþingi voru samþykktar ítarlegar nlyktanir um öryggismál, eins og oftast áður. Ég reyni að fara fljótt yfir sögu, enda mun Hjálmar Bárðarson, siglingamálastjóri flytja erindi á þing- mu um öryggismál. Tillaga þingsins um sjósetningarbúnað Sigmund Jóhannssonar er komin í framkvæmd. Ekki hefur þótt fært að lögbinda yfirbyggða björgunarbáta Um borð í flutningaskipum. Samkvæmt umsögn s'ghngamálastjóra útilokar fyrirkomulag margra skipa þessa aðgerð. Skyndiskoðun á öryggisbúnaði skipa er i fram- kvæmd m.a. i góðri samvinnu við Landhelgisgæsl- Ur>a, sem kemur athugasemdum og ábendingum til Siglingamálastofnunar. Búið er að gera nýja kvikmynd um gúmmíbjörg- unarbáta. Samkvæmt upplýsingum Siglingamála- síofnunar hefur verið falast eftir þessari mynd er- lendis frá. Skipaskoðunarmenn um land allt hafa fyrirmæli um að hvetja skipstjórnarmenn til að kynna áhöfnum búnað gúmmíbjörgunarbáta á þeim stöðum, þar sem bátarnir eru skoðaðir. Ekki hefur enn verið lögskipað, að hástokkur og þak á stýrishúsi smábáta verði málað appelsínugul- um lit. Við skoðun er hinsvegar eigendum báta bent á þetta sjálfsagða öryggisatriði. Um renniloka í netarennur skuttogara er það að segja, að fyrir 1. nóv. s.l. átti að vera búið að tíma- setja breytingar í þessu efni á þeim skipum, sem ekki voru þá komin með þennan búnað. Unnið er að þvi að fá ljós, sem nægilega góð og örugg þykja og hægt er að viðurkenna til notkunar á björg- unarbeltum. 40. Fiskiþing skoraði á siglingamálastjóra að birta opinberlega efni reglugerða Alþjóðasiglinga- málastofnunar. Nú mun hafa fengist fé til að þýða þessar reglugerðir á íslensku og birta þær. Er þess að vænta, að þær komi út innan tiðar. Ný reglu- gerð hefur verið sett um neyðarsenda í gúmbjörg- unarbáta. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna Pósts og síma, er þeim ekki kunnugt um staðarákvörðunar- kerfi á hlustunartíðni 121,5 og 243 MHz. Hinsveg- ar er í athugun kerfi á 400 megariðum i sambandi við veðurtungl. Hlustun á neyðartíðnum 121.5 og 243 MHz getur farið fram um slík gerfitungl. Þá skoraði Fiskiþing á Alþingi að fella niður gjöld af tækjum og búnaði sem nauðsynlegur er fyrir björgunar- og hjálparsveitir. Heimildargrein um niðurfellingu eða endurgreiðslu aðflutnings- og sölugjalda fjarskiptatækja í þessum tilgangi er að finna í fjárlagafrumvarpi því, sem nú liggur fyrir Alþingi. Um vitanefnd er það að segja, að hún var skipuð á s.l. vetri og hefur þegar haldið allmarga fundi. Grynningar og sker við Maríuhlið um 10 sjómíl- ur vestan við Dyrhólaey hafa verið færð inná sum- ar útgáfur sjókorta. Úreldingar- og Aldurslagasjóður. Starfandi hefur verið nefnd um nokkurra mán- aða skeið við endurskoðun laga um Úreldingar- og Aldurslagasjóði. Fiskifélagið á aðild að nefndinni. Gerð hafa verið drög að nýjum lögum um starf- semi þessarra sjóða. Endurnýjun fiskiskipastólsins. A siðasta Fiskiþingi lágu fyrir tillögur starfs- ÆGIR — 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.