Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 19
stjórn og nýtingu. Spurning er samt, hvort arftaki NA-Atlantshafsnefndarinnar hefði ekki getað annað þessum verkefnum. Ókostir eru, að 1- Færeyingar og Grænlendingar hafa of mikið svigrúm til laxveiða í sjó, og raunar síst minna en áður. Semja verður því um frekari takmarkanir á veiðum þeirra innan ramma umrædds samnings. Er það verri kostur, en ef tekist hefði að fá takmarkandi ákvæði í samninginn sjálfan, t.d. í tengslum við um- þóttunartima. Færeyingar hafa sett fyrir- vara, sem þeir geta hvenær sem er vísað til, og hefði þurft að mótmæla, 2. Rússar og Svíar eru ekki aðilar, 3. ákvæði um eftirlit eru veik. A fundum þeirrar stofnunar eða ráðs, sem sett verður á laggirnar samkvæmt samningnum, þarf að vinda bug að því að setja reglur sem taka tillit til þess að laxastofn N-Atlantshafsins (Salmon Salar) er i hættu, bæði vegna of mikils veiðiálags, svo og vegna núverandi veiðimynsturs, sem valdið getur urkynjun í stofninum. Auk þessa, og engan veginn þýðingarminnst, má nefna áhrif þessa á hafbeit, sem vonir eru bundnar við. Þá kem ég að síðustu ályktun 40. Fiskiþings: FJm veiðar erlendra þjóða í íslenskri fiskveiðiland- helgi og um fiskveiöilögsöguna á NV-svæðinu. Ég tel, þegar á heildina er litið, hafi íslensk stjórnvöld leitast við að fylgja þeirri stefnu, sem mörkuð er með þessum ályktunum. Veiting veiðileyfa og samningar þar um hafa frá upphafi miðast við hagsmuni okkar. Ég minni strax á skjóta viðurkenningu Belgíu og Noregs á útfærslu fiskveiðilögsögunnar í 50 og síðar í 200 mílur. Einnig má nefna þrýsting Færeyinga á dönsk stjórnvöld í sama skyni. Samningurinn við Belgíu hefur og reynst okkur drjúgur, þegar litið er á þann stuðning og velvild, sem þeir hafa sýnt í skiptum okkar við Efnahags- bandalagið. Fáir, ef nokkrir okkar munu vanmeta kosti viðskiptasamnings okkar við Bandalagið, jafnvel þótt betur hafi mátt fara í ýmsum þýð- ingarmiklum atriðum. Sókn og veiðar Belga á ís- landsmiðum hafa mjög dregist saman undanfarin ar- I samningnum við þá er ákvæði að finna, sem tfyggja, að veiðar þeirra fjari smám saman út. Fram að ágústlokum í ár höfðu þeir veitt tæplega eitt þúsund lestir. Samningurinn við Norðmenn er að hluta til af sama toga spunninn, þ.e. viðurkenning þeirra á út- færslu fiskveiðilögsögunnar á sínum tíma. Að öðr- um hluta tengist hann viðbótarsamningum um loðnu, kolmunna og síld og þá um leið þeirri stað- reynd, að báðar þjóðirnar eiga sameiginlegra hags- muna að gæta, þar sem eru göngur þessara fisk- stofna um samliggjandi fiskveiðilögsögu beggja ríkjanna. Samningurinn við Færeyinga byggist á hags- munum — ekki bara tilfinningum og frændsemi. Um er að ræða sameiginlega fiskstofna, svo sem karfa, grálúðu og kolmunna. í þessu tilfelli hefur náðst við þá samkomulag um skynsamlega nýtingu karfastofnsins. Fiskveiðilögsagan liggur saman á stóru svæði. í þriðja lagi þótti ekki fært að amast við þeim á meðan á fundum Hafréttarráðstefnunn- ar stóð. Þá fer ekki á milli mála, að Færeyingar höfðu fiskveiðisamninginn í huga, þegar þeir samþykktu að draga úr laxveiðum í sjó, enda þótt ekki væri gengið nægilega langt í því efni. Og einnig þegar þeir féllust á að hefja ekki loðnuveiðar við A- Grænland á s.l. sumri. Um samningaumleitanir okkar við EBE sem fer með fiskveiðimál við Grænland enn um skeið, gegnir að ýmsu leyti öðru máli en um þá samninga um fiskveiðar sem við höfum gert og getið er um hér á undan. Þar höfum við fyrst og fremst verið að reyna að ná fram takmörkunum á karfa-, loðnu- og rækjuveiðum við A-Grænland og sam- komulagi um skiptingu heildarafla. Hvorki hefur gengið né rekið í þessu efni frá því sem ég skýrði frá á síðasta Fiskiþingi. Við höfum ávallt neitað að tengja þessi mál við- skiptahagsmunum, enda þótt fulltrúar EBE hafi hvað eftir annað bryddað á þeim málum. Við- ræður við EBE voru aftur teknar upp í sumar að frumkvæði Norðmanna og með þátttöku okkar i þeim tilgangi að ræða um alvarlegt ástand loðnu- stofnsins og að ekki skyldu fara fram sumarveiðar á loðnu. Það má skjóta því hér inn, að Norðmenn höfðu einnig annað markmið í huga, er þeir sam- þykktu að hefja ekki loðnuveiðar við Jan-Mayen, og beita EBE þrýstingi í sama skyni. Þar sem óleyst er enn deila þeirra og Dana um mörk fiskveiðilögsögunnar milli Grænlands og Jan-Mayen, vildu þeir með öllu móti koma í veg ÆGIR — 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.