Ægir - 01.01.1983, Blaðsíða 32
Gæði fiskafla og afurða
/. 41. Fiskiþing bendir á að forsvarsmenn
íslenskrar fisksölu erlendis hafa lýst því yfir að
fiskgæðum okkar hafi hrakað að undanförnu og á
sama tíma hafi gæði aukist á fiski frá samkeppnis-
þjóðunum.
Þingið varar við neikvæðri umræðu um þessi
atriði og telur að fjölmiðlar hafi á margan hátt
blásið málið út. Þannig að til skaða kunni að vera.
Þingið leggur þunga áherslu á, að mál þessi verði
tekin föstum tökum og markvisst unnið að aukn-
um gæðum á fiskafla og fiskafurðum, svo íslend-
ingar verði áfram i fremstu röð, hvað gæði fisk-
afurða snertir.
II. Til þess að stuðla að framförum hvað varðar
gæði fiskafla og afurða hans, leggur 41. Fiskiþing
eftirfarandi til:
1. Við verðlagningu á ferskum fiski verði þess
ávallt gætt, að besti fiskurinn sé verðlagður
það hátt umfram fisk i lægri gæðaflokkum,
að það hvetji verulega til góðrar meðferðar
og öflunar á úrvals hráefni, enda verði tekið
fullt tillit til markaðsverða.
2. Tryggt verði að þar sem matsstöðvar eru
starfandi, séu ferskfiskmatsmenn ekki jafn-
framt rekstraraðilar stöðvanna.
3. Til þess að auka samræmingu í mati á
ferskum fiski, verði þeirri skipan komið á
fót, að tvisvar til þrisvar sinnum á ári verði-
ferskfiskmatsmenn i hverjum landsfjórðungi
kallaðir saman og látnir hver í sínu lagi meta
sama fiskinn, sem til staðar er. Yfirferskfisk-
matsmenn í hverjum fjórðungi sjái um fram-
kvæmd þessa.
4. Hvatt er til þess að yfirmatsmenn komi
oftar, óvænt og ótilkvaddir, til eftirlits í
mats- og vinnslustöðvar.
5. Stjórn Fiskifélagsins taki til athugunar á
hvern veg sé hægt að tengja saman aflaverð-
mæti og aflamagn, þegar gefnar eru upp
aflatölur einstakra skipa. Margt bendir til að
frásagnir um aflamagn, þar sem verðmæti
aflans er haft í fyrirrúmi muni virka til
hvatningar um betri meðferð á fiski.
6. Framleiðendur og samtök þeirra hafi á hendi
allt framleiðslueftirlit og mat á afurðum til
útflutnings. Ríkismatið skal þó ávallt í tæka
tíð yfirfara vöruna áður en hún er flutt úr
landi, og gefa endanlegt vottorð um að gæði
standist, þegar það er áskilið í sölusamn-
ingum.
7. Stefnt verði að því að miða mat á sjávar-
afurðum til útflutnings, við þær kröfur sem
kaupendur vörunnar gera hverju sinni.
8. Þess sé ávallt gætt við veitingu framleiðslu-
leyfa til vinnslustöðva, að viðkomandi hafi
tryggt sér og viðskiptaskipum sínum nægjan-
legan ís til kælingar hráefnis.
9. Auka þarf alla fræðslu um meðferð á fiski
og afurðum hans og halda uppi hvatningu,
sem höfðar til hvers og eins aðila er málið
varðar. Bent er á þá miklu möguleika, sem
myndbönd gefa í þessu efni.
10. Stuðlað verði að því að aðilar sem sannan-
lega skara framúr, um meðferð fisks og um-
hirðu fiskafurða og framleiðslutækja, hvort
sem er um að ræða til sjós eða lands, hljóti
viðurkenningu fyrir störf sín.
11. Stjórn Fiskifélagsins taki þátt í og fylgist
með endurskoðun laga og relgugerðar um
Framleiðslueftirlit sjávarafurða, sem nú er á
dagskrá og sjávarútvegsráðherra hefur beitt
sér fyrir.
Fræðslu- og tæknimál
41. Fiskiþing felur stjórn Fiskifélags íslands að
beita sér fyrir:
1. Að nemendur í sjávarútvegsgreinum og sjó-
mannaskólanum, fái aðgang og afnot af
skipum þar sem hægt verður að kynnast
starfinu við raunverulegar aðstæður.
2. Að komið verði á framhaldsdeildum (öldunga-
deildum) við Stýrimannaskólana, fyrir skip-
stjórnarmenn, sem vilja afla sér meiri réttinda.
3. Að haldin verði vélstjóranámskeið á sem flest-
um stöðum þar sem næg þátttaka fæst.
4. Óheillaþróun hefur átt sér stað með undan-
þáguveitingar til handa yfirmönnum skipa. Þar
sem stéttarfélög eru til staðar fái þau undan-
þágubeiðnir til meðferðar.
5. Þá fagnar Fiskiþing því að nefnd sú, sem fjallar
um réttindabreytingar yfirmanna mun skila
tillögum sínum á næstu dögum.
6. Að haldið verði áfram athugunum á að koma
hér upp tilraunatanki fyrir veiðarfæri.
7. Að Fiskifélag íslands aðstoði einstaklinga og
hópa til að fá aðgang að námskeiðum og að
framkvæma eigin tilraunir við nýja tilrauna-
20 — ÆGIR