Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1983, Page 33

Ægir - 01.01.1983, Page 33
tankinn hjá Nordsjösentret í Hirtshals í Danmörku. 8- Að starfsmenn Tæknideildar Fiskifélagsins haldi áfram með og auki upplýsingamiðlun á tækninýjungum sjávarútvegsins, með heim- sóknum í skóla, dreifingu á sérprentunum úr Ægi og útvegun á myndböndum með fræðslu- efni fyrir skip, skóla og helstu staði sjávarút- vegsins. 9. Fiskiþing þakkar starfsmanni Fræðsludeildar vel unnin störf og greinargóða skýrslu. Hvetur þingið stjórn Fiskifélagsins til að beita öllum ráðum við fræðsluyfirvöld, að undirstöðuat- vinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegurinn, verði ekki lengur hjá settur, heldur fái hann hliðstæðan sess og aðrar atvinnugreinar í fjöl- brautarskólum landsins. 41. Fiskiþing samþykkir að beina þeim ein- dregnu tilmælum til ríkisvaldsins, að viðskipta- bönkum sjávarútvegsins verði tryggður aðgangur að nægilegu fé til að unnt sé að aðlaga rekstur sjávarútvegsins að gjörbreyttum markaðsaðstæð- um og aflatakmörkunum. Aðlögunartími að þessum breyttu aðstæðum sé minnst 2 ár. Fréttatilkynning Um stjórnun þorskveiða árið 1983 A fundum, sem sjávarútvegsráðuneytið hefur haldið með hagsmunaaðiljum í sjávarútvegi nú í haust og vetur hefur samkomulag náðst um takmarkanir á þorskveiðum árið 1983. Verður hér á eftir gerð grein fyrir helstu atriðum þorskveiða á næsta ári. I- Almennt. '• Heildarþorskaflinn verði 370 þús. lestir. Auknar verði rannsóknir á ástandi þorskstofnsins og heild- armagnið endurskoðað með tilliti til niðurstöðu þeirra rannsókna. 2. Heildarþorskafli skiptist þannig: 185 þús. lestir til báta og 185 þús. lestir til togara. 3. Togaraafli telst afli, sem veiðist af skipum, sem falla undir ,,skrapdagakerfið“. 4- Árinu skipt í þrjú fjögurra mánaða viðmiðunar- tímabíl. 5. Togveiðar loðnuskipa falla undir „skrapdagakerf- ið“, en netaveiðar þeirra verði ekki takmarkaðar við ákveðinn þorskkvóta. II. Bátaflotinn. '• Þorskveiðar í net eru bannaðar 1.—15. janúar. Heimilt verður að stunda ufsa- og ýsuveiðar á sama tíma, enda fari hlutur þorsks ekki yfir 20% af afla veiðiferðar. 2. 3. 4. 5. 6. Allar þorskveiðar verða bannaðar um páska eins og undanfarin ár. Lengd banns verður ákveðin með hliðsjón af aflamagni því, sem á land verður komið um miðjan mars. Allar netaveiðar bannaðar í páskatoppi. Stöðvun netavertíðar ákveðin með hliðsjón af afla, sem kominn verður á land um miðjan apríl. Stöðv- un vertíðar tekur aðeins til báta fyrir Suður- og Vesturlandi á svæðinu frá Eystra-Horni að Horni. Þorskveiðar togbáta eru bannaðar 1.—7. maí. Þorskveiðar í net eru bannaðar 1. júlí—15. ágúst. Þorskveiðar eru bannaðar 24. júlí—2. ágúst. Bann- ið taki ekki til línu- og færabáta, sem eru 12 lestir og minni. 7. Þorskveiðar eru bannaðar 20.—31. desember. Á þeim tíma allar netaveiðar bannaðar. 8. Að þorskveiðar séu bannaðar merkir að hlutur þorsks í afla veiðiferðar má ekki fara yfir 15%. 9. Viðmiðunarmörkin verði: Jan/vertíðarlok 135 þús. lestir vertíðarlok/ág 30 þús. lestir sept/des 20 þús. lestir Samtals 185 þús. lestir III. Togaraflotinn. 1. Viðmiðunarmörkin verði: Jan/april 70 þús. lestir maí/ágúst 60 þús. lestir sept/des 55 þús. lestir Samtals ................ 185 þús. lestir 2. Takmarkanir á þorskveiðum togara verði: Jan/apríl: 30 dagar, þ.a. 10 dagar í jan/febr. maí/ágúst: 45 dagar, þ.a. 25 dagar í júlí/ágúst sept/des.: 35 dagar. Samtals: 110 dagar 3. í þorskveiðibanni er leyfilegt hlutfall þorsks í afla einstakra veiðiferða: 5% í 33 daga. 15% í 44 daga. 30% í 33 daga. Framhald á bls. 41. ÆGIR — 21

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.