Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1983, Síða 35

Ægir - 01.01.1983, Síða 35
miðin á þessum tíma árs, eða um 6 tímar að jafn- aði. Það sem gerir það kleift að landa verulegu magni af kolmunna daglega, er að ný aðferð hefur verið tekin upp við löndunina úr ,,Gullfinni“, sem felst í því, að sjó er dælt niður i lest skipsins, sem hólfuð er niður í vatnsþétta tanka, og þrýstir sjór- ■nn kolmunnanum úr tanknum í víða slöngu sem tengd er við síðu skipsins. Löndunin tekur mjög stuttan tíma og enginn hreyfir nú við kolmunn- anum frá því honum er dælt um borð og þar til hann er kominn í löndunarker á bryggjunni. Með þessari nýju aðferð, þ.e. að þrýstidæla kolmunn- anum í land, fæst verulega betra hráefni en ef aðrar löndunaraðferðir eru notaðar. I ,,Bakkafrost“ fiskiðjunni eru alls sjö fram- leiðslubrautir fyrir kolmunna, þar af eru fimm brautir ætlaðar til marningsframleiðslu og mun um 2/3 framleiðslunnar verða marningur. Áætlað er að mögulegt verði að vinna úr 70 tonnum af kol- munna á sólarhring og verði þá unnið á tveimur vöktum, samtals í 19 klukkustundir. Hjá fiskiðj- unni munu um 50 manns vinna að kolmunnafram- leiðslunni. Gert er ráð fyrir að hægt verði að gera út á kolmunnaveiðar frá Færeyjum og landa ferskum kolmunna í sjö mánuði á ári, og ef að jafnaði fiskast um 2.000 tonn á mánuði gera menn hjá ,,Bakkafrosti“ sér vonir um að dæmið gangi upp. Verðið á kolmunnanum til skips í Færeyjum er nú um ísl. kr. 3.30, en auk þess verður greitt um 40 aurar á kg í styrk til skipsins, upp að 10.000 tonn- um, þá fellur þessi styrkur niður. Sem stendur fást um ísl. kr. 15.50 fyrir kg af kolmunnamarningi og 22.60 fyrir kg af flökum. Ekki dugir þetta verð fiskvinnslunni til að arðvænlegt sé að nýta kol- munnann til manneldis og er því sem stendur veitt- ur allriflegur styrkur til þessarar framleiðslu af opinberu fé i Færeyjum. Allt frá því fyrst var farið að vinna kolmunnaafurðir til manneldis hefur þró- unin í markaðsmálum verið sú, að verðið hefur stöðugt farið hækkandi og eru sölumöguleikar á þessari afurð taldir vera allgóðir, en sala á fisk- fingrum og fiskkökum úr kolmunnamarningi hefur farið ört vaxandi. í Færeyjum er fylgst grannt með hvernig fram- leiðslan hjá ,,Bakkafrosti“ gengur og sem stendur liggja fyrir umsóknir frá nokkrum öðrum fiskiðju- verum um opinber lán til að hefja nauðsynlegar til- færingar og tækjakaup til kolmunnaframleiðsl- unnar. Heimild: Færeyska blaðið ,,Sosialurinn“ B.H. Löndun iir,,Gullfinni“. Sjónum dæll (l. v.) og þegar tankurinn fyllisl þrýstisl kolmunninn gegnutn slönguna (t.h.), sem sengur út uin síóu skipsins og i löndunarker. ÆGIR — 23

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.