Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1983, Page 39

Ægir - 01.01.1983, Page 39
lestarrýmisins sem nú stendur ónotaður á kol- munnaveiðunum og ætlaður er fyrir loðnu- eða sildarafla, verði síðar notaður til framleiðslu á meltu úr kolmunnaúrgangi. Sem stendur eru ytri aðstæður ekki hagstæðar til meltuframleiðslunnar ura borð, sem m.a. fæli það í sér að landa þyrfti ■neltunni í Danmörku, þar sem enginn markaður fyrir hana í Bretlandi enn sem komið er, en verð á meltunni er ekki það hátt að slíkt sé talið borga sig. Lagt úr höfn Lagt var úr höfn þann 23. október s.l. og hófust veiðarnar þann 30. sama mánaðar. Smávægilegar tafir urðu vegna byrjunarerfiðleika, en í heild má segja að öll tæki og vinnsla hafi strax komið út eins °g til var ætlast. Lítið sem ekkert fannst af kol- munna fyrsta hálfa mánuðinn og fór sá tími að mestu forgörðum. í þessum fyrsta túr voru miklar frátafir vegna stöðugrar brælu og varð að halda Pokinn á síðunni. Um 45 tonna afli. skipinu til og slóga allan timann, þegar veiðarnar sjálfar stóðu ekki yfir, svo vinnslan gæti gengið snurðulaust fyrir sig. Veiðisvæðið var aðallega um 70 sjómílur í austur til aust-suð-austurs frá Akra- bergi í Færeyjum, á þetta 300 til 500 faðma dýpi, en kolmunninn þéttir sig í dagsbirtunni á 170 til 220 faðma dýpi, og veiðist þar einvörðungu. Alls urðu veiðidagarnir 27 í túrnum og var áætlað að aflinn upp úr sjó hafi verið um 830 tonn af kolmunna, eða að jafnaði 31 tonn á dag. Af þessum afla fór nokkuð forgörðum og eins var landað smáslatta í bræðslu í Færeyjum. Yfirleitt var aðeins hægt að ná einu holi á sólarhring þar sem birtutíminn er stuttur á þessum árstíma og gildir 'þá að vera á réttum stað á réttum tima til að finna þær lóðningar sem til þarf að ná þokkalegu holi. Frá því lagt var upp frá Hafnarfirði og þar til landað var i Hull þann 14. desember, liðu því rúm- ar 7 vikur, sem er of langur timi til að þessar veiðar skili hagnaði, eða geri þær eftirsóknarverðar, en bæði verður að gæta þess að þetta er fyrsti túr ,,Eldborgar“ og þvi nokkrar tafir þar af leiðandi þó allt gengi framar vonum, og svo hins, sem vó langþyngst í þessum túr, að stöðugar ógæftir og allt upp í fárviðri voru á þessum slóðum í haust. Sem dæmi um ótíðina má geta þess, að fyrr hefur túr ekki misheppnast hjá ,,Giljanesinu“, hinum stóra verksmiðjutogara Færeyinga og kenndu þeir það ótíðinni. Landað var eftir þennan túr 220 tonnum af flökum, sem seldust fyrir £126.416, eða Önnur framleiðslulínan um borð, samstœða af flökunarvél t.h. og roðflettingarvél t.v. ÆGIR — 27

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.