Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1983, Page 22

Ægir - 01.07.1983, Page 22
Guðni Þorsteinsson: Um rannsóknir og kennslu í veiðitækni Ég á að vísu ekki von á því, að nokkur viðstaddra komi til með að spyrja mig um það, hvað ég meini raunverulega með orðinu veiðitækni í titli þessa er- indis. Þó er ég ekki viss um, að allir fundarmenn leggi sama skilning í það orð. Minn skilningur á þessu orði er sá, að það feli í sér þekkingu á efni veiðarfærisins, uppbyggingu þess og þeim kröftum, sem á það verka ásamt þekkingu á viðbrögðum fisks og annarra sjávardýra gagnvart veiðarfærinu. Þar bætist við kunnátta í því að nota ýmis hjálpartæki við veiðarnar. Samkvæmt þessari skilgreiningu felur veiðitækni í sér m.a. ákveðinn hluta af þekkingu veiðarfæratæknifræðings, netagerðarmanns, atferlis- fræðings og veiðimanns. Samkvæmt þessari skilgreiningu er veiðitæknin jafngömul fiskveiðunum. Okkur nútímamönnum hættir til að kalla veiðitækni forfeðra okkar frum- stæða vegna einfaldra veiðarfæra og skorts á tækjum. Þetta er þó ekki alls kostar rétt, því að einmitt við þessar aðstæður var nauðsynlegt að þekkja vel atferli fisksins og tileinka sér mikla tækni við beitingu veið- arfæranna. Það þarf mikla leikni til þess að veiða fisk með búmerangi eða kastneti. Annars er ekki ætlunin að rekja þróun veiðarfær- anna eða veiðitækninnar, enda yrði það allt of langt mál. Þó var það einkennandi jafnvel töluvert fram eftir 20. öldinni, hve nýjungar voru lengi að breiðast út. Sem dæmi um það má nefna, að grandarar á botn- vörpum voru fundnir upp í Frakklandi árið 1920. Notkun þeirra var ekki tekin upp í Þýskalandi fyrr en 5 árum síðar og enn seinna á Islandi. Þó er talið, að þessi uppfinning hafi í mörgum tilvikum aukið afla um ein 40% Sagan er oftast fámál um það, hverjir hafi fundið upp þær nýjungar, sem gagnlegar reyndust við fisk' veiðar. Þó er ljóst, að a.m.k. í sumum tilvikum vaf ekki um sjómenn að ræða. Það var danskur strákling' ur, sem fann upp dragnótina og fyrsta nothæfa hlera' flotvarpan er kennd við íslenskan blikksmið. Veiðitæknin var lengi vel óháð öllu skólakerfi rannsóknastarfsemi. Það er ekki fyrr en 1934, a^ fyrsta uppgötvunin, sem átti eftir að hafa mikil áhr* á veiðitæknina, var gerð á rannsóknastofu, ef ýn*lS hjálpartæki við veiðarnar eru undanskilin. Hér var um að ræða fyrsta gerviefnið, nælon. Það var þó ekk> fyrr en árið 1940, sem þetta efni kom á markað og var í fyrstu ranglega litið svo á, að það hentaði öðr*1 fremur í kvensokka. Það leið meira en áratugur þangað til gerviefnin fóru að ryðja sér til rúms ível^' arfæragerð. Eins og kunnugt er ollu þau síðan býh ingu í fiskveiðum yfirleitt. Á sama tíma og gerviefnin voru að leysa hinar rot** anlegu jurtatrefjar af hólmi fara sérstakar rannsókna stofnanir í ýmsum löndum að sinna veiðarfæraran*1 sóknum. í fyrstu voru þrjú rannsóknaverkefi11 einkum í brennidepli. Ber þar fyrst að nefna raua sóknir á eiginleikum gerviefnanna með tilliti til þar ‘ við veiðarnar. Athuganir á kjörhæfni-áhrifuir1 möskvastærðar á stærðarsamsetningu afla - v°rU einnig mikið stundaðar að ógleymdum tilrauru1111 með flotvörpur við ýmis skilyrði og er óhætt að segj3, að þær tilraunir vöktu langmesta eftirtekt. Síðan vaí svo hafist handa um rannsóknir með ýmiss kouar veiðarfæri, sem ekki verða ræddar hér frekar tímaU' vegna. Samhliða þessari þróun eiga sér stað miklar frairl, farir í öllum hjálpartækjum við veiðarnar svo skipaverkfræðinni. Ekki verður sú þróun rakin hef- enda þótt hún sé náskyld eða jafnvel hluti af Þr°u veiðitækninnar allt eftir því, hvernig litið er á máhnj Það er því orðið harla fjölskrúðugt lið, sem teng - veiðitækninni beint og óbeint. Skipaverkfræðingar tæknimenn af ýmsu tagi, veiðarfæratæknifræðingar atferlisfræðingar, netagerðarmenn ogsjómenn- Ja framt er veiðitæknin að miklu leyti orðin alþjóð'1^ Ýmsir fræðingar hjá opinberum stofnunum Þ saman bækur sína, læra hver af öðrum og v,n^ saman að ýmsum tilraunum í vaxandi mæli. FramleÝj endur hins vegar leggja sig í líma við rannsókmr þess að bæta vöru sína til þess að auka söluna. Her vissulega um mikla samkeppni að ræða og er þá m1 vægt að kynna vöruna sem best. Nýjungar sem rr ^ koma, berast því fljótt út um allan heim, þanmg ‘ 358 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.