Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Síða 9

Ægir - 01.12.1985, Síða 9
I byrjun apríl var svo bætt 5% við úthlutaðan kvóta af þorski. Af 665 fiskiskipum völdu 465 skip aflamark, 185 sóknarmark. 15 skip fengu enga úthlutun. Afkomu og markaðsmál Aðalforsenda afkomu skipa hlýtur alltaf að verða hvað við- komandi getur og fær að draga upp mikinn afla og hvaðfæstfyrir hann. Afkoma veiðanna verður betri íáren ífyrra og kemurþartil m.a. aukin loðnuveiði, fjölgun verksmiðjuskipa, gámaútflutn- ingur o.fl. Af eðlilegum ástæðum eru margir kvíðnir að eins dauði hljótist af annars brauði hvað varðar hráefnisöflun fiskvinnslu- stöðva og atvinnu starfsfólks þeirra. í dag býr vinnslan við ýmsan vanda. Þar yfirgnæfir sér- staklega hið óleysta skreiðarmál. Á síðasta Fiskiþingi ræddi ég nokkuð um markaðsmál og verð- lag sjávarvöru á helstu mörkuð- um okkar. Ég sé ekki ástæðu að þessu sinni, til að ræða um ein- stakar afurðir eins og þá var gert. Sem heild hefur staða okkar á mörkuðunum styrkst. Nokkur hækkun hefur orðið á afurðum í erlendri mynt, má þar til nefna frystan og saltaðan fisk. Um þessar mundirertaliðað um skort sé að ræða á frystum fiski á Bandaríkjamarkað og saltfisk- markað Miðjarðarhafsríkja. Rækja hefur selst hraðar og hefur nú styrkari stöðu á markaði en fyrir ári síðan. Nú síðustu mánuði hefur orðið söluaukning á hörpu- diski. Kemur þar til minna fram- boð af „Floridaskel" en verið hefir. Bjartsýnir menn telja að hinn tröppótti mjöl- og lýsismarkaður lýti betur út nú en undanfarna mánuði. Stóraukin síldveiði hefur valdið nokkurri lækkun á verði saltsíldar og óvissu um markaðs- horfur okkar á frystri síld. Mark- aðsstöðu skreiðar læt ég liggja milli hluta, þar hefur lítið breyst. Ekki verður gengið framhjá stóraukinni sölu á ísuðum fiski til Bretlands, þegar rætt er um mark- aðsmál. Ætla má að í ár verði seld um 60 þús. tonn af ísuðum fiski erlendis frá veiðiskipum og flutt út í gámum. Hér er um verulega aukningu að ræða eða um tvö- földun á gámafiski frá fyrra ári. All nokkrar verðhækkanir hafa orðið á fiski bæði í Bretlandi og Þýskalandi, má þar til nefna að meðalverð á ísuðum fiski lönd- uðum frá togurum var jan.-okt. 1984 £ 0.66 pr. kg. en 1985 £ 0.74 pr. kg. eða 12% hækkun. í Þýskalandi var meðalverð jan.- okt. 1984 Dm 2.01 pr. kg. en 1985 2.38 eða 18% hækkun. Sala á ísuðum fiski fluttum út í gámum hefur verið í stöðugri aukningu frá árinu 1982. Hér hefur brúast bil sem skapast hefur á milli afkasta veiða og vinnslu í landi og skip því nýst betur. Ég tel það á miklum misskilningi byggt að amast við útflutningi þessum, sem er tvímælalaust þjóðhags- lega hagkvæmur. Flutningar þessir eiga eftir að taka breytingum. Eðlilegt tel ég að hið fyrsta verði athugað um hagkvæmustu gerðir gáma, ein- angrun þeirra og ytri lit, sem skiptir verulegu máli. Þá þarf að huga að geymsluað- stöðu gáma í erlendum höfnum, þegar bíða þarf söludags. Eins og áður hefur misgengi gjaldmiðla haft all nokkur áhrif á verð markaðsvöru í ísl. kr., eftir því í hvaða mynt varan er seld. Röskun hefur orðið á stöðu U.S.A. dollars á heimsmarkaðn- um en verðlag verulegs hluta afurða okkar miðast við þá mynt. Kemur nú til baka kuldakast eftir það hlýindaskeið sem við nutum meðan dollar var á uppleið á gjaldeyrismarkaði. Á verðhækk- unartíma dollars, kom „kulda- skeið", sem ég svo nefni, yfir Ev- rópumyntir, sem kom niður á af- urðaverði í ísl. krónum fyrir þær vörur, sem á þá markaði voru seldar, en innflutningurafturnaut í hagkvæmara innflutningsverði. Frá ársbyrjun þessa árs til okt- óberloka hefurdollar hækkað um tæp 2%, £ um 28% og Dm 23.5%. Ekki verður hjá því kom- ist að svona sveiflur hafi nokkur áhrif í efnahagslífi þjóðarinnar, bæði hvað snertir markaðssetn- ingu vöru og innflutningsverðlag, en verðlag innanlands mun hafa hækkað um nær 30% á sama tímabili. Þrátt fyrir þá erfiðleika sem þessi vandi færir okkur má álykta að mun betra ástand sé á mörkuð- um fyrir sjávarvöru okkar en var fyrir ári síðan. Fiskeldi Á þessu ári hefur mjög mikið verið leitað til Fiskifélags íslands vegna nýrra fiskeldisfyrirtækja, sem nú er verið að stofna víða um land. Fjárfesting í fiskeldi hefur aldrei verið meiri en á árinu 1985. Þannig er samanlögð fjár- festing tíu síðastliðinna ára minni enfjárfestingáárinu 1985. Vissu- lega hefði verið æskilegra að þróunin hefði orðið jafnari, og reynsla og þekking byggst upp smám saman, en með þeim hætti hefði rekstur fiskeldisfyrirtækj- anna orðið öruggari. Vonandi tekst þó vel til við uppbyggingu þessara nýju fiskeldisfyrirtækja, þannig að hægt verði að tala um fiskeldi sem „alvöru" atvinnu- grein hér á landi sem annarsstað- ar. Meðal nýjunga hjá fiskræktar- deild niá nefna, að ákveðið hefur verið að gera tilraunir með lúðu- eldi í samvinnu við Fiskeldi Grindavíkur. Nokkrum smálúð- um hefur verið komið í eldisker, ÆGIR-679

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.