Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 16
Bjarni Grímsson:
Afkoma
sjávarútvegsins
Forseti, góðir þingfulItrúar og
gestir.
Sjávarútvegurinn hefur verið
forsenda byggðar hér á íslandi
nú síðustu aldir. Er þetta að breyt-
ast? Er það rétt að útgerð og fisk-
vinnsla sé baggi á þjóðinni? Ég
varpa þessu hér fram vegna þess
að stöðugt er hertur sá áróður sem
haldinn er gegn þessum atvinnu-
vegi og það er stækkandi sá
hópur sem trúir því að við sem
vinnum í atvinnugreininni séum
óhæfir og getum leitað beint til
ríkis og sveita um leið og eitthvað
bjátar á. En hvernig stendur á að
svo er komið og hvað er til úr-
bóta?
Undanfarin ár hefur hagur
útgerðar og fiskvinnslu verið
mjög erfiður og á hverju ári hefur
verið samþykkt á Fiskiþingi og
öðrum samkomum okkar að allt
sé að fara á hausinn. En nú
stöndum við hér í dag og ekki
erum við enn farnir á hausinn.
Því vaknar sú grunsemd hjá þeim
sem ekki veit betur, að þessir
atvinnurekendur séu bara að
væla og enginn er búmaður nema
hann kunni að barma sér.
Okkur sem starfa í atvinnu-
greininni er hinsvegar Ijóst, að á
undanförnum árum hafa ákveðin
atriði gert okkur kleift að búa við
hallarekstur. Þar má fyrst nefna
þá óðaverðbólgu sem ríkti hér þar
til fyrir tveim árum. Eftir það hafa
lántökur haldið hlutum gang-
andi. Þannig er staðan í dag ekki
glæsileg.
Langvarandi hallarekstur hefur
rýrt eigið fé fyrirtækjanna gerir
þau vanmáttug til samkeppni og
átaka á þeim mörkuðum sem við
seljum okkar fiskafurðir á.
Hallarekstur fiskvinnslunnar
gerir það að verkum að hún
greiðir ekki það hráefnisverð til
útgerðar sem hún ætti að gera og
getur ekki keppt við aðrar
atvinnugreinar um vinnuafl þ.e.
hefur ekki bolmagn til að greiða
fólki sambærileg laun og t.d.
þjónustugreinar. Hvers- vegna
hefur þjónustan möguleika á að
greiða hærri laun en fiskvinnslan?
Jú hér er grundvallarmunur á.
Þjónustan getur fært sínar kostn-
aðarhækkanir út í verðlagið en
fiskvinnslan hefur ekki mögu-
leika á þessu, því hún keppir á
frjálsum markaði þar sem hún
getur ekki haft áhrif á verð.
En hverjireru möguleikar fisk-
vinnslunnar til bættrar afkomu?
Þeir eru í höfuðatriðum tveir. Sá
fyrri er gengið, sá síðari er innri
hagræðingogsparnaðurírekstri.
Lítum nú á fyrri kostinn. Nú
síðari ár hefur atvinnurekstrinum
verið haldið gangandi með
lánum og það erlendum. Því er
það ekki fýsilegur kostur að fella
gengið til að auka tekjur fisk-
vinnslunnar, auk þess sem kjara-
samningar eru bundnir rauðum
strikum sem takmarkar mjög
þann ávinning sem fiskvinnslan
hefur af gengisfellingu. Hins
vegar ber á það að líta að við
gengisfellingu þá aukast ekki
okkar skuldir erlendis, við
skuldum það sama í $ og £ fyrir
og eftir fellingu gengis, og það
sem meira er við fáum sama verð
fyrir okkar afurðir í $ og £ og
áður, þar með eigum við sömu
möguleika og áður að greiða
þessi erlendu lán með erlendum
gjaldmiðli. Hins vegar hækka
okkar tekjur í krónum og við
eigum betri möguleika á að
greiða hærri laun og fiskverð. Þá
segja margir, þarna fór hann nú
einfalda leið sér í hag. Hann
gleymdi að aðföngin hækka líka,
veiðarfæri skipa, varahlutir véla
o.fl. sem er keypt í erlendri mynt.
Allt er þetta rétt, en þessir hlutir
hafa takmarkað vægi í okkar
afkomu þó þeir vissulega skipti
máli. Það er aftur á móti önnur
saga hvort verslun og þjónusta
eru ekki orðin svo offjárfest í
glæsihöllum sem byggð eru fyrir
erlent lánsfé að þeir þurfi allan
ábata fiskvinnslunnar af gengis-
fellingu til að standa við greiðslu
sinna erlendu lána.
Það er því fyrir óábyrga fjár-
málastjórn banka og stjórnvalda
sem lána erlent fé til byggingar
stórmarkaða og til að halda uppi
innlendri þjónustu ríkisins.
Þessar greinar hafa ekki mögu-
leika á að afla gjaldeyris og eiga
því ekki að fá erlend lán. Eru það
ekki þessir aðilar sem í dag blása
686-ÆGIR