Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Síða 19

Ægir - 01.12.1985, Síða 19
Hugleiðingar um efnahagsmál og afkomu sjávarútvegsins Björgvin Jónsson: Herra forseti, góðir þingfulltrúar. Fertugasta og fjórða Fiskiþing, sem við nú sitjum, er í ár loka- hrinan í langri röð funda, sem haldnir hafa verið um ástand og horfur í sjávarútvegi á þessu hausti. Á öllum þessum fundum og þingum er búið að dreifa í kílóavís skýrslum um afkomuna í hinum ýmsu greinum sjávarút- vegsins. Skýrslur þessar eru unnar af nokkrum hluta þeirra mörgu hagdeilda, sem vinna að úttekt sömu málaflokka. Þrátt fyrir það, að engin þessara hag- deilda komist að sömu niður- stöðu um afkomu í hinum ein- stöku greinum, þá er þeim þó öllum það sameiginlegt, að þær viðurkenna hallarekstur bæði í veiðum og vinnslu. Á þessum sömu ráðstefnum er jafnframt þúið að flytja margar merkar og vel undirbúnar ræður, °g niðurstöður hverrar einstakrar ræðu eru í aðalatriðum byggðar á niðurstöðum þeirrar hagdeild- ar, sem viðkomandi ræðumaður á aðgang að. Ég var búinn að viða að mér nokkrum kg af skýrslum og ræðum, sem haldnar hafa verið á þessum ráðstefnum til þess m.a. aðgera mérgrein fyrir því, semég segði hér í dag. Ég settist niður kl. 22.30 sl. föstudagskvöld og réðst til uppgöngu á þetta ræðu- og skýrslufjall. Las ég þetta með athygli í þrjár klukkustundir og var þá kominn í miðjar hlíðar. I fyllstu hreinskilni. Að þessum þriggja stunda lestri loknum, var ég orðinn í vafa um hvað ég héti. Síðasta skýrslan, sem ég las, endar t.d. svona orðrétt með leyfi fundarstjóra: „Enn skal minnt á, að flokkun í undirgreinareróviss. Sjávar- útvegurinn í heild hefur misst um 15% eigin fjár síns á kvarða þjóðarauðmats flot- ans, en aðeins um 2% á kvarða tryggingarmats, og í því tilviki náð um 9% endur- bata síðasta árið. Sé tekið tillit til þess, að lánskjaravísitalan hefur reynst harður mæli- kvarði að tiltölu við eignamat síðustu tvö árin, virðist raun- hæft að álykta, að eigið fé sjávarútvegsins hafi ekki rýrnað að raunvirði á umræddu fjögurra ára tíma- bili. Sé ennfremur haft í huga, að sérstök gengishækkun helstu lántökugjaldmiðla hefur valdið talsverðri skerð- ingu útaffyrirsig, máætla, að afturhvarf til eðlilegri gengis- hlutfalla muni og sé raunar þegar tekið að valda bættri stöðu útgerðarinnar og sjávar- útvegsins í heild." Tilvitnun lýkur. Hér lét ég staðar numið og ákvað, að þau orð sem ég segði, yrðu fyrst og fremst byggð á reynslu minni, sem starfandi aðila íþessum rekstri ogjafnframt á þeirri tilfinningu, sem ég hefi fyrir ástandinu í samfélaginu um þessar mundir. Oft er gott að einfalda hlutina dálítið fyrir sér, þegar um þá er rætt. Sem dæmi um almennt ástand í sjávarútvegi tel ég Fiskeldi Grindavíkur hf. ef til vill gleggst. Fiskeldi Grindavíkur hf. er miðlungs stór fiskeldisstöð, sem rekin er þar í bæ, og flest ef ekki öll fiskiðnaðarfyrirtæki í Grindavíkeru þar hluthafar. Nor- ræni fjárfestingarbankinn veitti fyrirtækinu framkvæmdalán. Hluthafar voru beðnir um að ganga í ábyrgð fyrir lánum, sem námu sömu upphæð og það hlutafé, er hvert fyrirtæki hafði lagt fram. Öll fiskiðnaðarfyrir- tækin voru látin senda ársreikn- inga sína til fjárfestingarbankans til að hann gæti metið gildi hverrar ábyrgðar fyrir sig. Niður- staða bankans varð sú, að engin ábyrgðanna var tekin gild. Nú er égeinnaf þeim, sem lítáatvinnu- rekstur í Grindavík sem blómann úr rekstri vélbátaútgerðar í land- inu, og á hin grónu fiskiðnaðar- fyrirtæki þar sem stórauðug fyrir- tæki. Þessi saga segir mér meiri sannindi, en niðurstöður tuttugu hagdeilda. Kem ég þá að blessuðu kvóta- málinu. Ég játa, af fullri hrein- skilni, að ég er vægt sagt afskap- lega tortrygginn á kvótakerfið. Tortryggni mín byggist fyrst og fremst á því, að ég tel, að með ÆGIR-689

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.