Ægir - 01.12.1985, Side 22
Finnur ekki neytandinn í land-
inu og alvöruatvinnurekandinn
fyrir þeirri miklu kjarabót, sem
óheft verðlagsfrelsi átti að færa
okkur? Verðlagsstofnun segir að
svo sé. Svari hver fyrir sig.
Finna ekki skuldugir atvinnu-
rekendur og einstaklingar fyrir
hagræðinu af því, að geta leitað
á hinn frjálsa fjármagnsmarkað til
að fá lán á 90% til 300% ársvöxt-
um til að fá sér gálgafrest?
Ef við tökum hinn frjálsa fjár-
magnsmarkað í heild, allt frá
verðbréfafyrirtækjunum, sem
Seðlabanki íslands hefir valið
sem stofnaðila að Verðbréfaþingi
íslands, og til hins unga ógæfu-
manns í Kópavogi, sem nú situr í
gæsluvarðhaldi, og bætum við
þeim tugum fyrirtækja og einstakl-
inga sem stunda svipuð viðskipti,
er þá ekki kominn fram í dags-
Ijósið annar stærsti banki
landsins, sem slagar aðstærð upp
í Landsbanka íslands? Þessi
banki, með sínum tugum útibúa,
tekur ekki þátt í neinum samfé-
lagsskyldum eins og hinir bank-
arnir. FHann hefir þann eina til-
gang að ávaxta innleggsfé á
78% lágmarksvöxtum. Þegar
komið er í svona tölur, skiptir
ekki í raun neinu máli, hvorttalað
er um 80% eða 300% vexti. Nú
blasir það við, að Reykjavík er
orðin sú höfuðborg veraldar, sem
er með mest verslunarrými, eða
rúma fjóra fermetra á íbúa.
Haldið þið ekki, að þessi þróun
muni lækka vöruverð í landinu?
Við, sem að útflutningi störfum,
krefjumst markaðsgengis á gjald-
eyri til mótvægis við óheft verð-
lags- og fjármagnsfrelsi. Ótal rök
eru færð gegn þessu af hinum
alvitru landsfeðrum. Við og þeir
gleymum því hins vegar oftast í
þessari umræðu, að gengi flestra
gjaldmiðla er frjálst í annan
endann.
í grófum dráttum fer þetta
þannig fram, að gjaldeyrir fyrir
útflutning okkar og erlendar lán-
tökur, mest til gæluverkefna, er
fastbundinn. Hann kemur oftast
inn í nokkuð stórum upphæðum
á efri hæðum bankanna. Veru-
legur hluti þessa gjaldeyris fer
síðan á neðri hæðir bankabygg-
inganna og er þar seldur innflytj-
endum og þeim, sem kaupa vilja.
Frá þeirri stundu, sem gjaldeyrir-
inn fer yfir bankaborðið, lýtur
hann frjálsri verðmyndun, og þá
er ekkert verið að tala um dollar-
ann á rúmar 40 krónur, heldur
ræður umráðamaður hans alveg
genginu. Utflytjandinn situr að
vísu eftir með ca. 10%tapáfram-
leiðslu sinni, vegna skráningar-
innar á efri hæðinni, og börn
okkar og barnabörn verða vafa-
laust að greiða lántökurnar,
vegna gæluverkefnanna, á raun-
virði. Kaupendur gjaldeyrisins
bjóða hins vegar allt að 300%
ársvexti til að geta keypt hann og
byggja svo verslunarhallir, sem
allt annað slá út á heimsbyggð-
inni. Hinardreifðu byggðir lands-
ins eru að eyðast og væru senni-
lega að verulegu leyti komnar í
auðn, ef menn gætu selt eignir
sínar þarogflutt hingað í sæluna.
Þetta er því miður sú dapra
staðreynd, sem við okkur blasir
nú um stundir. Verði ekki nú um
áramótin snúið við á þessari
óheillabraut, og þjóðin öll með
þjóðarsátt snúi sér að því að
kveða niður verðbólgudrauginn,
þá hlýtur að hefjast hér, þegar á
næsta ári, sá darraðardans verð-
bólgu og upplausnar, sem á
örfáum mánuðum leiðir til alls-
herjar hruns íslensks samfélags.
Ég hefi nú eytt nokkrum tíma í
lýsingar á hinu almenna efna-
hagslífi, en nú sný ég mér stutt-
lega að sérmálum sjávarútvegs-
ins. Á hinni almennu efnahags-
stjórn byggist afkoma allrar þjóð-
arinnar og þó fyrst og fremst
okkar, sem að sjávarútvegs-
málum störfum. Þaðár, sem liðið
er síðan við hittumst hér síðast,
692-ÆGIR