Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 22

Ægir - 01.12.1985, Blaðsíða 22
Finnur ekki neytandinn í land- inu og alvöruatvinnurekandinn fyrir þeirri miklu kjarabót, sem óheft verðlagsfrelsi átti að færa okkur? Verðlagsstofnun segir að svo sé. Svari hver fyrir sig. Finna ekki skuldugir atvinnu- rekendur og einstaklingar fyrir hagræðinu af því, að geta leitað á hinn frjálsa fjármagnsmarkað til að fá lán á 90% til 300% ársvöxt- um til að fá sér gálgafrest? Ef við tökum hinn frjálsa fjár- magnsmarkað í heild, allt frá verðbréfafyrirtækjunum, sem Seðlabanki íslands hefir valið sem stofnaðila að Verðbréfaþingi íslands, og til hins unga ógæfu- manns í Kópavogi, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, og bætum við þeim tugum fyrirtækja og einstakl- inga sem stunda svipuð viðskipti, er þá ekki kominn fram í dags- Ijósið annar stærsti banki landsins, sem slagar aðstærð upp í Landsbanka íslands? Þessi banki, með sínum tugum útibúa, tekur ekki þátt í neinum samfé- lagsskyldum eins og hinir bank- arnir. FHann hefir þann eina til- gang að ávaxta innleggsfé á 78% lágmarksvöxtum. Þegar komið er í svona tölur, skiptir ekki í raun neinu máli, hvorttalað er um 80% eða 300% vexti. Nú blasir það við, að Reykjavík er orðin sú höfuðborg veraldar, sem er með mest verslunarrými, eða rúma fjóra fermetra á íbúa. Haldið þið ekki, að þessi þróun muni lækka vöruverð í landinu? Við, sem að útflutningi störfum, krefjumst markaðsgengis á gjald- eyri til mótvægis við óheft verð- lags- og fjármagnsfrelsi. Ótal rök eru færð gegn þessu af hinum alvitru landsfeðrum. Við og þeir gleymum því hins vegar oftast í þessari umræðu, að gengi flestra gjaldmiðla er frjálst í annan endann. í grófum dráttum fer þetta þannig fram, að gjaldeyrir fyrir útflutning okkar og erlendar lán- tökur, mest til gæluverkefna, er fastbundinn. Hann kemur oftast inn í nokkuð stórum upphæðum á efri hæðum bankanna. Veru- legur hluti þessa gjaldeyris fer síðan á neðri hæðir bankabygg- inganna og er þar seldur innflytj- endum og þeim, sem kaupa vilja. Frá þeirri stundu, sem gjaldeyrir- inn fer yfir bankaborðið, lýtur hann frjálsri verðmyndun, og þá er ekkert verið að tala um dollar- ann á rúmar 40 krónur, heldur ræður umráðamaður hans alveg genginu. Utflytjandinn situr að vísu eftir með ca. 10%tapáfram- leiðslu sinni, vegna skráningar- innar á efri hæðinni, og börn okkar og barnabörn verða vafa- laust að greiða lántökurnar, vegna gæluverkefnanna, á raun- virði. Kaupendur gjaldeyrisins bjóða hins vegar allt að 300% ársvexti til að geta keypt hann og byggja svo verslunarhallir, sem allt annað slá út á heimsbyggð- inni. Hinardreifðu byggðir lands- ins eru að eyðast og væru senni- lega að verulegu leyti komnar í auðn, ef menn gætu selt eignir sínar þarogflutt hingað í sæluna. Þetta er því miður sú dapra staðreynd, sem við okkur blasir nú um stundir. Verði ekki nú um áramótin snúið við á þessari óheillabraut, og þjóðin öll með þjóðarsátt snúi sér að því að kveða niður verðbólgudrauginn, þá hlýtur að hefjast hér, þegar á næsta ári, sá darraðardans verð- bólgu og upplausnar, sem á örfáum mánuðum leiðir til alls- herjar hruns íslensks samfélags. Ég hefi nú eytt nokkrum tíma í lýsingar á hinu almenna efna- hagslífi, en nú sný ég mér stutt- lega að sérmálum sjávarútvegs- ins. Á hinni almennu efnahags- stjórn byggist afkoma allrar þjóð- arinnar og þó fyrst og fremst okkar, sem að sjávarútvegs- málum störfum. Þaðár, sem liðið er síðan við hittumst hér síðast, 692-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.