Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1985, Page 27

Ægir - 01.12.1985, Page 27
Björn Pétursson, Sambandi fiskideilda á Vesturlandi: Endurnýjun fiskveiðiflotans Þingforseti, fiskimálastjóri, góðir fundarmenn. Mérvarfaliðaðminnaykkurá, að þrátt fyrir erfiðleika líðandi stundar, þá megum við ekki gleyma að líta til framtíðarinnar. Einn þáttur vandans í dag er sá, að við verðum að fá möguleika til þess að endurnýja þau tæki, sem eru grundvöllur fiskveiða við ísland, það er skipin sjálf. Því miður finnst mér þessum þætti alltof lítið sinnt í samþykktum fiskideilda og fjórðungsþinga, en ég mun nú rekja þær samþykktir, sem fram hafa komið til þessa fiskiþings. Frá Fjórðungþingi fiskifélags- deilda í Austfirðingafjórðungi: „Fundurinn bendir einnig á þá hættu sem við blasir, ef útgerðum er gert ókleift að grípa bestu tæki- færi sem bjóðast til endurnýjunar úr sér genginna skipa - er endar síðan með því, að yfir dynur á stuttum tíma flóðbylgja nýrra skipa. Á meðan fiskstofnar okkar eru í þeirri lægð sem nú er almennt talið, verði sú endurnýj- un þóekki til stækkunarflotans." Frá Sambandi fiksideilda á Vesturlandi kemurfram í ályktun um afkomumál eftirfarandi: „Einnig þarf að vekja athygli ráðamanna á, að án endurnýj- unar fiskiskipaflotans mun hann innan skammsekki lengurfær um að sjá fyrir meirihluta gjaldeyris- öflunar þjóðarinnar." En það er víðar sem maður heyrir aðvörunarraddir um þetta mál. Á nýafstöðnum aðalfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna flutti sjávarútvegs- ráðherra ræðu, þar sem hann sagði meðal annars: „Nú verður ekki lengur fram hjá því horft að endurnýjun fiski- skipaflotans hlýtur að standa fyrir dyrum. Meginhluti bátaflotans er byggður á sjöunda áratugnum og er því orðinn um 20 ára gamall. Miklar endurbætur hafa þó verið gerðar á þessum flota, einkum á stærri skipunum, með yfirbygg- ingum, vélaskiptum, skrúfubreyt- ingum og ýmiss konar tækni- breytingum sem auka hag- kvæmni hans og afkastagetu. Nær allur togaraflotinn er byggður á áttunda áratugnum og mun meðalaldur hans vera um 10 ár." Síðar í ræðu sinni sagði ráð- herra: „Ef það dregst miklu lengur að ný skip komi inn í flotann þá er hætt við að tæknileg þróun sem ávallt fylgir nýjum skipum fari hjá garði og nýtist ekki íslenskri útgerð. Einnig er sú hætta fyrir hendi að ný bylgja nýbygginga skelli yfir í stað þess að jöfn og stöðugendurnýjun eigi sérstað." Þá skýrði ráðherra frá því að stjórn Fiskveiðasjóðs hafi orðið sammála um að nauðsynlegt sé að gera ráðstafanir til hæfilegrar endurnýjunar fiskiskipastólsins, og hefur stjórn Fiskveiðasjóðs nú óskað eftir því að settar verði reglur um lánveitingar sem bygg- ist á eftirfarandi meginatriðum: „1. Skilyrði fyrir lánveitingum til nýbyggingar fiskiskips er, að skip af sömu eða svipaðri stærð verði úrelt eða selt úr landi og strikað útaf skipaskrá. Ef um kaup á skipi erlendis frá er að ræða, sé aldur þess ekki yfir 4 ár. 2. Lánshlutföll séu sem og hér segir: A. Nýsmíði innanlands 65%. B. Nýsmíði erlendis 60%. C. Notað skip erlendis frá, sama og nýsmíði að teknu tilliti til aldurs skipsins. 3. Eigið framlag verði lagt inn á reikning í Seðlabankanum, staðfest söluverð á seldu skipi í stað hins nýja liggi fyrirfrá Úreld- ingar- og Aldurslagasjóði um úreldingu skips. 4. Ekki verði heimilaðar er- lendar lántökur umfram lánveit- ingar Fiskveiðasjóðs." Þegar ég fór að hugleiða þessi mál, þá minntist ég þess að hafa heyrt ályktun aðalfundar Félags dráttarbrauta og skipasmiðja. Ég varð mér því úti um þetta plagg og ætla að leyfa ykkur að heyra þann tón, sem það gefur. Þar segir: „Gjaldeyrisöflun íslendinga hefur til þessa nánast staðið og fallið með sjávarútvegi. Afkoma þjóðarinnar er þess vegna háð ÆGIR-697

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.