Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1985, Page 41

Ægir - 01.12.1985, Page 41
lestir, en öðrum botnlægum fisk- tegundum verði ekki skipt milli skiptategunda né veiðitímabila. Leyfilegur loðnuafli verði ákveðinn að loknum rann- sóknum í haust. Tegundamark með veiðitíma- bilum í árslok 1983 var ákveðið að leyfisbinda allar botnfiskveiðar og setja aflamark á hvert veiði- skip. Þessi stjórnunarleið hefir nú verið til reynslu ítvö ár. Það er álit fjórðungsþingsins, að hún hafi reynst illa, haft margvísleg óæskileg áhrif og skapað óviðun- andi öryggisleysi bæði hjá sjó- mönnum og fiskvinnslufólki. Þingið leggur því til, að horfið verði frá þessu fyrirkomulagi um næstu áramót og tekið upp á ný tegundarmark, þar sem aflanum er skipt milli báta og togara eftir veiðitímabilum, hliðstætt því sem gilti fyrir árið 1985. Skipting eftir veiðitímabilum Árinu verði skipt í þrjú jafnlöng veiðitímabil og við það miðað, að þorskaflinn skiptist sem næst því, sem hér segir: Bátar Togarar þús. lestirþús. lestir 1. tímabil:Janúar/ apríl 120 70 2. tímabihMaí/ ágúst 30 65 3. tímabil: Sept- ember/desember 20 55 170 190 Náist ekki hámarksafli hvers tímabils, færist aflinn yfir á næsta tímabil. Komi hins vegar í Ijós að loknum fyrstu þrem mánuðum tímabilsins, að aflinn muni fara fram úr viðmiðunarmörkum með óbreyttri sókn, skal takmarka sóknina síðasta mánuðinn umfram það, sem áður var ákveð- ið. Takmarkanir á veiðum báta- flotans Á árinu verði bátum óheimilt að stunda þorskveiðar í 32 daga. Á fyrsta tímabili í 10 daga um páska, á öðru tímabili í 10 daga um verslunarmannahelgi og á þriðja tímabili í 12 daga í lok ársins. Hlutfall þorsks í afla þeirra báta, sem stunda aðrar veiðar á þessum tímabilum, má aldrei fara fram úr 20% heildarafla. Verði þorskafli báta á ein- hverju tímabili meiri en viðmið- unarmörk segja til um, skal fjölga veiðibannsdögum. Veiðar neta- báta á tímabilinu 1. janúar til 10. febrúar verði takmarkaðar við 30% þorsks í heildarafla. Neta- veiðar verði óheimilar á tímabil- inu 1. júlí til 1. ágúst eða þar til veiðbanni á 2. tímabili lýkur. Togbátum verði óheimilt að stunda þorskveiðar á tímabilinu frá 1 .-10. maí. Takmarkanir á veiðum togara- flotans Á árinu verði togurum óheimilt að stunda þorskveiðar í 100 daga innan eftirfarandi marka: Á fyrsta tímabili í 20 daga, á öðru tímabili Í45daga ogáþriðja tímabili í 35 daga. I þorskveiðibanni er togurum heimiltað hafa þorsksem hlutfall af heildarafla í hverri veiðiferð: 5% í 33 daga, 15% í 34 daga og 30% í 33 daga, minnst 4 daga í senn. Skipstjórar eða útgerð tilkynni sjávarútvegsráðuneytinu með skeyti að lokinni hverri veiðiferð, hversu marga daga þeir hafi verið í þorskveiðibanni og hve mikið af þorski sé í aflanum. Fari þorskurfram úrviðmiðun- armörkum, skal það, sem um- fram er gert upptækt. Verði þorskafli togara á ein- hverju tímabili meiri en viðmið- unarmörk segja til um, skal veiði- bannsdögum fjölgað, en verði hann minni, skal þeim fækkað. Fari annar botnfiskafli verulega fram úr viðmiðunarmörkum, skal úthald þeirra takmarkað, þannig ÆCIR-711

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.