Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 48

Ægir - 01.12.1985, Qupperneq 48
Minningarorð: Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður Við utanvert ísafjarðardjúp, sunnanvert, liggur Bolungarvík, opin móti úthafsöldunni frá norð- austri og hafnarskilyrði frá náttúr- unnar hendi nánast engin. Þarna hefur þó vaxið upp á þessari öld ein hin blómlegasta byggð á Vestfjörðum og þó víðar væri leitað. Allt byggist það á sjósókn ogfiskvinnslu, enda fiski- miðin úti af Vestfjarðarkjálkanum hin gjöfulustu. Hinn 29. október s.I. lést Einar Guðfinnsson, út- gerðarmaður og kaupmaður í Bolungarvík og er á engan hallað þó sagt sé, að enginn einn maður hafi átt meiri þátt í því en Einar að byggja upp atvinnustarfsemina í Bolungarvík, sem hefur orðið undirstaða hins blómlega byggð- arlags. Einar var fæddur að Litlabæ í Ögurhreppi við ísafjarðardjúp 17. maí 1898. Sem kornungur maður haslaði hann sér völl við sjósókn enda stutt að sækja til fiskjar á þessum slóðum, en 23ja ára hóf hann vélbátaútgerð frá Hnífsdal. Þaðan lá leiðin til Bol- ungarvíkur, þar sem hann stofn- aði útgerðar-, fiskverkunar- og verslunarfyrirtæki árið 1924. Þar með hófst sá merkilegi ferill, sem leiddi til sífellt vaxandi atvinnu- starfsemi í meira en 60 ár. Byrjað var með smáskip, því hafnarskil- yrði leyfðu ekki annað, en fljót- lega var hafist handa um að bæta úr því og forysta Einars í hafnar- málum Bolungarvíkur er alkunn. Til þess að hægt væri að stækka skipin svo þeir Bolvíkingardrægj- ust ekki aftur úr í samkeppninni í veiðunum varð stöðugt að bæta höfnina og með þrautseigju hafð- ist það svo að nú eru þaöan gerð út skip af þeirri gerð og stærð, sem best henta hér við land. Fisk- verkunin fylgdi svo veiðunum. Snemma var byggt frystihús, stunduð saltfisk- og skreiðar- verkun og loks kom svo verk- smiðja til bræðslu loðnu. Enda þótt þessi umfangsmikli atvinnurekstur krefðist mikils af Einari fór þó ekki hjá því, að eftir honum væri sóst til félagsmála- starfa á mörgum sviðum bæði í heimabyggðinni og utan hennar. Ég kynntist Einari fyrst vegna starfa hans að málefnum Fiskifé- lags íslands. Kom hann fyrst til fiskiþings 1942, en hafði þá áður verið á fjórðungsþingi fiskideild- anna á Vestfjörðum og var þar formaður í mörg ár. Sat hann fiskiþingtil ársins 1972. Hann var mjög liðtækur á þingum sakir yfirburðaþekkingar á öllu því, sem að sjávarútvegi laut, enda hafði hann meiri reynslu en flestir aðrir í fjölþættum rekstri á því sviði. Þá var hann kjörinn í stjórn Fiskifélags íslands 1966 og sat þar til 1972, en hafði áður verið í varastjórn í 13 ár. Á þessum vett- vangi störfuðum við að sameigin- legum áhugamálum í 25 ár og var mér það mikils virði að njóta reynslu hans, þekkingarog hollra ráða. Eitt af þeim málum, sem Einar bar snemma fram á fiski- þingi var hlutatryggingamálið. Honum var af reynslu sinni Ijóst, að sjávarafli geturveriðsvikull og sveiflur í aflabrögðum geta valdið miklu tjóni bæði sjómönnum, sem taka hlut í afla og útgerðinni. Hann beitti sér því fyrir því, að þegar árið 1939 var stofnaður í Bolungarvík hlutatryggingasjóð- ur, sem grípa mátti til í aflaleysi svo sjómenn gengju ekki slippir frá þegar afli brást. Var þetta brautryðjandastarf og vildi Einar að slíkt fyrirkomulag yrði látið ná til alls landsins. Hann vann því vel að því að svo yrði og árið 1949 voru sett lög um Hlutatrygg- ingasjóð bátaútvegsins, sem náði til alls landsins. Síðar varverksvið þessa sjóðs víkkað útog tóktil alls fiskiflotans. Er ekki vafi á því að þessi sjóðsstofnun og starfsemi alla tíð síðan hefur orðið útgerð- inni mikill styrkur til að mæta erfiðleikum vegna sveiflna í afla- brögðum. Einar hafði á því góðan skilning hversu mikil ábyrgð hvíldi á honum gagnvart bæjarfélaginu og íbúum þess í tengslum við atvinnureksturinn. Vegna þess hversu umfangsmikill hann var, miðað við stærð bæjarfélagsins, 718-ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.