Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1985, Síða 50

Ægir - 01.12.1985, Síða 50
BÖKAFREGN Lúðvík Kristjánsson: íslenskir sjávarhættir IV. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1985. 546 bls. Fjórða bindi íslenskra sjávar- hátta er komið út, stórt, efnis- mikið og vandað eins og fyrri bindi. Efnisflokkar, sem fjallað er um í þessu bindi, eru tíu, og ræðir höfundur fyrst um beitu og beit- ingu. Þar greinir fyrst frá beitu almennt, nauðsyn hennar og notagildi, Ijósabeitu ogskelbeitu, en síðan eru sérstakir kaflar um krækling, öðu, kúfisk, kolkrabba, fjörumaðk, ræksnabeitu, rauð- egni, sflis- og síldarbeitu og loks er í kaflanum greint frá beitingu, aðferðum við hana og vinnu- brögðum. í kaflanum um beitu- tegundir segir frá þeim stöðum, þar sem hverja tegund var helst að finna, frá aðferðum við öflun beitu, heimildum um notkun beitutegunda o.s.frv. Mun þar ekki síst vekja athygli, hvetiltölu- lega skammt er síðan tekið var að nýta ýmsa kjörbeitu. Að lokinni umfjöllun um beitu, verkun hennar og notkun segir frá veiðum á handfæri og er þar öllu lýst, sem við þurfti við slíkar veiðar, veiðiaðferðum, mismun- andi gerðum handfæra, áhöldum og vinnubrögðum, og sérstakur kafli er um gamanmál, er sjó- menn höfðu í sátri. Þá er kafli um hleðslu báta og orðafar henni tengt. Þessu næst tekur við kafli um veiðar á lóðir og í þorskanet og er hvorutveggju lýst gjörla. Þá kemur kafli um lendingu, upp- setningu og fjöruburð og segir frá mismunandi aðferðum og aðstæðum á ýmsum stöðum, en eins og alkunna er háttar misjafn- lega til lendingar hér við land. Næsti kafli er um landlegur og greinir þar frá ýmsum störfum er sjómenn höfðu með höndum í landlegum, frá leikjum ýmsum og skemmtunum, frá farand- mönnum og verpóstum, kveðskap, tyllidögum og hús- lestrum og síðast en ekki síst frá ritstörfum og verskólum. Síðast- talda atriðið er stórmerkilegt og einn þeirra þátta íslenskrar menn- ingarsögu, sem alltof lítill gaumur hefur veriðgefinn. Öllum er kunn hin mikla menningar- og mennta- starfsemi er fram fór á íslenskum sveitaheimilum og hefur þeim stundum verið líkt við háskóla. Hér sýnir Lúðvík Kristjánsson fram á, að þótt þess sé sjaldnar getið, átti engu ómerkari menn- ingariðja sér stað í verstöðvum víða um land og birtir hann myndir af ýmsum handritum, sem skrifuð voru í verum. Eru sum þeirra aðdáunarlega vel gerð. Þessu næst greinir frá ver- gögnum ýmsum og síðan tekur höfundur til við að segja frá hag- ínbufli girfetjðiifeon litruuinnavujftbiu' nýtingu fiskifangs. Þar segir fyrst frá því, sem nú myndi trúlega kallað „frumvinnsla aflans", þ.e.a.s. fjöruverkum, hausun, slægingu og flatningu, og síðan frá verkunaraðferðum, skreiðar- verkun og söltun og er þar greint frá öllum tegundum herts fisks og frá öllum stigum saltfiskverkunar. Þá segir frá hinum ýmsu fiskteg- undum, heitum þeirra og veiðum á þeim, en síðan er fjallað um hausa, verkun þeirra og nýtingu. í þessum hluta ritsins er einnig fjallað um lifur og lýsi, hrogn, kútmaga o.s.frv. Að svo búnu tekur höfundur til við að greina frá skreiðarverslun og segir þar frá fornum skreiðar- kaupaleiðum, jafnt í byggð sem í óbyggðum og á sjó og ennfremur frá lestum og lestamönnum og loks frá verslun með fiskifang. I bókarlok er samantekt á ensku, atriðisorðaskrá, listi yfir nokkrar sagnir og orðtök og skrá yfir máls- hætti í ritinu, þar sem vísað er til þeirra staða, sem þeir koma fyrir á. Eins og lesendur hafa vafalítið tekið eftir er skemmtileg samfella í uppsetningu efnis í þessu bindi: Fyrst segir frá beitunni, sem var 720-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.