Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Síða 22

Ægir - 01.09.1989, Síða 22
470 ÆGIR 9/89 RAÐSTEFNA um öryggi og vinnuaðstöðu í fiskiskipum Inngangur Dagana 22. til 24. ágúst 1989 var haldinn í borginni Rimouski í Quebecfylki í Kanada alþjóðleg ráðstefna þar sem fjallað var um öryggi og vinnuaðstöðu í fiskiskip- um. Ráðstefnuna sóttu um 250 manns frá 24 löndum. Þetta mun vera fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um öryggi fiskiskipa sem haldin er í rúm 20 ár. Þátttakendur frá ís- landi voru 5: Helgi Laxdal frá Farmanna- og fiskimannasam- bandi íslands, Jónas Haraldsson frá Landssambandi ísl. útvegs- manna, Magnús Jóhannesson ogt Páll Hjartarson frá Siglingamála- stofnun ríkisins. Auk þess sat ráð- stefnuna Pétur Th. Pétursson, framkvæmdastjóri, Björgunarnets- ins Markús hf. Efni ráðstefnunnar var mjög yfir- gripsmikið og voru fluttir 54 fyrir- lestrar á ráðstefnunni. Til að gefa nokkra hugmynd um umfang ráð- stefnunnar skulu nefndir helstu málaflokkarnir sem ræddir voru: 1. Slysaskráning. 2. Oryggi við vinnu og aðbún- aður áhafnar. 3. Stöðugleiki skipa. 4. Björgunarbúnaður. 5. Slysa- og læknishjálp fyrir fiskimenn. Greinargerð fulltrúa Islands á alþjóð- legri ráðstefnu í Kanada um öryggi og vinnuaðstöðu í fiskiskipum. 6. Öryggisfræðsla. 7. Rannsóknir á vinnuumhverfi. í tengslum við ráðstefnuna var haldinn sérstakur fundur um þjálfun og öryggisfræðslu fyrir fiskimenn fyrri hluta föstudagsins 25. ágúst, þar sem kynnt var staða þjálfunar og öryggisfræðslumál fyrir fiskimenn í nokkrum löndum, einkum í Bandaríkjunum, Kan- ada, Spáni og Noregi. Fyrir ráðstefnunni stóð Háskól- inn í Rimouski í samvinnu við kanadísku strandgæsluna, en Alþjóðasilgingamálastofnunin og Alþjóðavinnumálastofnunin tóku einnig þátt í undirbúningi ráð- stefnunnar. Almenn efnisumfjöllun Efni fyrirlestra má í grófum dráttum skipta í þrennt: í fyrsta lagi fýrirlestra þar sem greint var frá ástandi öryggismála s.s. slysatíðni og við hvaða vanda- mál væri að glíma hjá einstökum löndum. í öðru lagi voru fyrir- lestrar þar sem greint var frá aðgerðum stjórnvalda í einstökum ríkjum til að bæta öryggi og aðbúnað fiskimanna og í þriðja lagi fyrirlestrar þar sem greint var frá rannsóknum sem gerðar hafa verið eða unnið er að til að bæta öryggi og aðbúnað íiskimanna. Á raðstefnunni kom greinilega fram hversu gífurlegur munur er á ástandi öryggismála fiskimanna í þróunarlöndunum annars vegar og í hinum þróuðu ríkjum hins vegar. Vandamál þróunarland- anna eru ekki eingöngu tæknilegs og fjárhagslegs eðlis heldur oft á tíðum trúarlegs eðlis. Ýmis hjátrú og hindurvitni gera það að verkum að erfitt er að fá fiskimenn í þróun- arlöndunum til þess að taka upp notkun á ýmiss konar einföldum björgunarbúnaði. Þá kom fram að mörg ríki leggja nú aukna áherslu á bætta skrán- ingu slysa á sjó, en skráning slysa sem verða við fiskveiðar hefur verið mjög ófullkomin og því oft erfitt að gera sér grein fyrir því hvar og hvernig slysin verða. Aðilum sem fjölluðu um skrán- ingu slysa á ráðstefnunni bar saman um að leggja bæri mun meiri áherslu á þennan þátt en gert hefur verið og æskilegt væri að komið yrði á fót sem mest sarn- ræmdri skráningu í öllum löndum, þannig að bera mætti saman ástandið í einstökum löndum og auðvelda þannig alþjóðlega sam- vinnu við lausn einstakra vanda- mála. Hvað varðar aðgerðir stjórn- valda í einstökum ríkjum vöktu athygli fyrirhugaðar aðgerðir Bandaríkjamanna og Kanada- manna þ.á m. auknar kröfur um menntun og þjálfun áhafna fiski- skipa svo og hert eftirlit nieð öryggi fiskiskipa. Einnig var

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.