Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Síða 49

Ægir - 01.09.1989, Síða 49
9/89 ÆGIR 497 hefur sinn teljara og á þennan hátt fest meðalgildið á öllum rásum yfir sama mælitímabil. I fyrstu var teljarastaðan lesin af Ijóstölu og færð á mæliblað en síðan var ráðist í það að smíða skráningartæki er tekur við Púlsum frá mælinema, líkt og fyrr- nefndi búnaðurinn, og sendir síðan meðaltölin til venjulegrar PC-tölvu. Tölvan skráir gögnin á diskettu og vinnur úr þeim ýmsar uPplýsingar sem hún birtir síðan á skjá og prentara. Olíumælir Við olíumælinn var, eins og áður er getið, smíðaður búnaður er framleiðir ákveðinn púlsafjölda fyrir hvern snúning ovalhjólanna í mælinum. Púlsafjöldinn er talinn í skráningrtækinu og gefur hann þá meðalvísunina yfir mælitímabilið. Snúningshraðamælir Snúningshraði skrúfuöxulsins er mældur á þann hátt að plastborði með hvítum og svörtum röndum er límdur á öxulinn (sjá mynd 2). Snúningshraðaneminn sendir inn- frarauðan Ijósgeisla til öxulsins og nemur endurkastið. Fyrir hverja hvíta rönd fæst endurkast og þá er sendur púls til skráningartækisins, er telur púlsafjöldann yfir mæli- tímabilið. Á þennan hátt fæst mjög góð mælinákvæmni, eða '/io úr snúning á mínútu, miðað við 60 rendur og 10 sek. mælitíma. Vægismælir Þegar ákvarða þarf aflið, sem skrúfuöxullinn flytur til skrúfunn- ar, er nauðsynlegt að þekkja bæði snúningshraða öxulsins og vægið (snúningsátakið) í öxlinum. Vægismælingin er framkvæmd þannig að á öxulinn er límd við- námsfilma (togviðnám, strain gange). Þegar öxullinn flytur snún- ingsátkið til skrúfunnar þá snýst örlítið upp á hann með þeim afleiðingum að yfirborð öxulsins tognar og þá einnig viðnámsfilm- an. Sérstakur mælisendir, sem Mynd 2. Myndin sýnir snúningshraða- og vægismæli deildarinnar. Myndin er frá mælingu árið 1983. Ljósmyndir með grein: Tæknideild. festur er á öxulinn, nemur við- námsbreytinguna og sendir þráð- laust merki til móttökubúnaðar við hlið öxulsins. Merkið er sent þaðan til skráningartækisins á sama formi og um var rætt hér að framan, þ.e. púlsar af tíðni sem er í beinu hlutfalli við öxulvægið. Talning púlsanna í skráningartæk- inu gefur sem fyrr meðalgildi öxu- Ivægisins yfir mælitímabilið. Átaksmælir Á Tæknideild hefur til skamms tíma verið notaður átaksmælir af gerðinni Piab IS/1-5, fyrir 10 tonna hámarksátak. Aflestur er af glugga á hlið mælsins en einnig af sírita tengdum mælinum. Togmæling fer þannig fram að togvír er dreginn aftur í gegnum aðra togblökkina í gegnum leiði- blökk sem fest er við bryggjupolla í landi. Vírinn er tekinn aftur um borð í gegnum hina togblökkina og festur þar við átaksmælinn. Þegar skipið er spyrnumælt sýnir mælirinn þannig helming átaks- Mynd 3. Hinn nýi átaksmælir deildar- innar. Myndin sýnir togviðnám á mið- kaflanum og mælinn án hlífar og lása i endum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.