Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 49

Ægir - 01.09.1989, Blaðsíða 49
9/89 ÆGIR 497 hefur sinn teljara og á þennan hátt fest meðalgildið á öllum rásum yfir sama mælitímabil. I fyrstu var teljarastaðan lesin af Ijóstölu og færð á mæliblað en síðan var ráðist í það að smíða skráningartæki er tekur við Púlsum frá mælinema, líkt og fyrr- nefndi búnaðurinn, og sendir síðan meðaltölin til venjulegrar PC-tölvu. Tölvan skráir gögnin á diskettu og vinnur úr þeim ýmsar uPplýsingar sem hún birtir síðan á skjá og prentara. Olíumælir Við olíumælinn var, eins og áður er getið, smíðaður búnaður er framleiðir ákveðinn púlsafjölda fyrir hvern snúning ovalhjólanna í mælinum. Púlsafjöldinn er talinn í skráningrtækinu og gefur hann þá meðalvísunina yfir mælitímabilið. Snúningshraðamælir Snúningshraði skrúfuöxulsins er mældur á þann hátt að plastborði með hvítum og svörtum röndum er límdur á öxulinn (sjá mynd 2). Snúningshraðaneminn sendir inn- frarauðan Ijósgeisla til öxulsins og nemur endurkastið. Fyrir hverja hvíta rönd fæst endurkast og þá er sendur púls til skráningartækisins, er telur púlsafjöldann yfir mæli- tímabilið. Á þennan hátt fæst mjög góð mælinákvæmni, eða '/io úr snúning á mínútu, miðað við 60 rendur og 10 sek. mælitíma. Vægismælir Þegar ákvarða þarf aflið, sem skrúfuöxullinn flytur til skrúfunn- ar, er nauðsynlegt að þekkja bæði snúningshraða öxulsins og vægið (snúningsátakið) í öxlinum. Vægismælingin er framkvæmd þannig að á öxulinn er límd við- námsfilma (togviðnám, strain gange). Þegar öxullinn flytur snún- ingsátkið til skrúfunnar þá snýst örlítið upp á hann með þeim afleiðingum að yfirborð öxulsins tognar og þá einnig viðnámsfilm- an. Sérstakur mælisendir, sem Mynd 2. Myndin sýnir snúningshraða- og vægismæli deildarinnar. Myndin er frá mælingu árið 1983. Ljósmyndir með grein: Tæknideild. festur er á öxulinn, nemur við- námsbreytinguna og sendir þráð- laust merki til móttökubúnaðar við hlið öxulsins. Merkið er sent þaðan til skráningartækisins á sama formi og um var rætt hér að framan, þ.e. púlsar af tíðni sem er í beinu hlutfalli við öxulvægið. Talning púlsanna í skráningartæk- inu gefur sem fyrr meðalgildi öxu- Ivægisins yfir mælitímabilið. Átaksmælir Á Tæknideild hefur til skamms tíma verið notaður átaksmælir af gerðinni Piab IS/1-5, fyrir 10 tonna hámarksátak. Aflestur er af glugga á hlið mælsins en einnig af sírita tengdum mælinum. Togmæling fer þannig fram að togvír er dreginn aftur í gegnum aðra togblökkina í gegnum leiði- blökk sem fest er við bryggjupolla í landi. Vírinn er tekinn aftur um borð í gegnum hina togblökkina og festur þar við átaksmælinn. Þegar skipið er spyrnumælt sýnir mælirinn þannig helming átaks- Mynd 3. Hinn nýi átaksmælir deildar- innar. Myndin sýnir togviðnám á mið- kaflanum og mælinn án hlífar og lása i endum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.