Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1989, Qupperneq 52

Ægir - 01.09.1989, Qupperneq 52
500 ÆGIR 9/89 NÝ FISKISKIP Pór Pétursson ÞH 50 25. ágúst s.l. afhenti Skipasmíðastöð Marsetiíusar h.f., Isafirði, nýtt stálfiskiskip, sem hlotið hefur nafnið Þór Pétursson ÞH 50 og er nýsmíði nr. 56 hjá stöð- inni. Skipið, sem er hannað hjá stöðinni, er tveggja þil- fara frambyggt fiskiskip, sérstaklega byggt til tog- veiða. I skipinu er búnaður til frystingar á afla. Borið saman við Sigga Sveins ÍS 29, sem stöðin afhenti fyrir tæpum tveimur árum (sjá 12. tbl. '87), er Þór Péturs- son ÞH skrokkstærri (dýpri og breiðari) og með hvai- bak og breytt fyrirkomulag undir aðalþilfari. Þór Pét- ursson ÞH kemur í stað 80 rúmlesta eikarbáts, Blika ÞH 50 (710), sem smíðaður var árið 1948 í Svíþjóð. Þór Pétursson ÞH 50 er í eigu Njarðar h.f., Sand- gerði. Skipstjóri á skipinu er Páll Kristjánsson og yfir- vélstjóri er Ingimundur Árnason. Framkvæmdastjóri útgerðar er Hafliði Þórsson. Almenn lýsing: Skipið er smíðað úr stáli skv. reglum og undir eftir- liti Siglingamálastofnunar ríkisins. Skipið er með tvö heil þilför stafna á milli, perustefni, gafllaga skut og skutrennu upp á efra þilfar, hvalbak á fremri hluta efra þilfars og brú aftantil á hvalbaksþilfari, og er búið til togveiða og dragnótaveiða. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fjórum vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hliðarskrúfu- rými ásamt hágeymum fyrir brennsluolíu; fiskilest; vélarúm með geymum í síðum fyrir smurolíu o.fl.; og aftast skutgeyma fyrir ferskvatn. Fremst á neðra þilfari er stafnhylki fyrir sjókjölfestu, en þar fyrir aftan íbúðir. Aftan við íbúðir er vinnu- þilfar með fiskmóttöku aftast og stýrisvélarrými er aft- ast fyrir miðju. Til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélar- rými er geymsla (umbúðir) s.b.-megin en verkstæði og vélarreisn b.b.-megin. Á efra þilfari er geymsla fremst; þá þilfarshús, þar sem eru íbúðir; og gangar fyrir boggingarennur í síðum. Aftan við þilfarshúsið er togþilfar skipsins, Mesta lengd ........................... 25.93 m Lengd milli lóðlína (HVL) ............. 23.70 m Lengd milli lóðlína (perukverk) 22.45 m Breidd (mótuð) ......................... 7.50 m Dýpt að efra þilfari 5.60 m Dýpt að neðra þilfari 3.30 m Eiginþyngd .............................. 267 t Særými (djúprista 3.30 m) 371 t Burðargeta (djúprista 3.30 m) 104 t Lestarrými .............................. 100 m3 Brennsluolíugeymar (m/daggeymi) 41.6 m3 Ferskvatnsgeymar ....................... 10.4 nr' Sjókjölfestugeymir ..................... 10.9 m3 Rúmlestatala ............................ 143 brl Skipaskrárnúmer ........................ 2017 samtengt göngum. Aftarlega á togþilfari, b.b.-megin/ er síðuhús (stigahús og skorsteinshús). í framhaldi af skutrennu kemur vörpurenna, sem greinist í tvær tvö- faldar bobbingarennur, og ná þær fram í síðuganga. Yfir afturbrún skutrennu er toggálgi og yfir fremri brún skutrennu er pokamastur (bipodmastur). Togþilfar og gangar fyrir bobbingarennur. Ljósmyndir með grein: Tæknideild/JS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.