Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 9

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 9
2/90 ÆGIR 61 frarn, að til þess eru eingöngu n°tuð tiltæk gögn um lofthita og s)ávarstöðu. Hér er því byggt á rnynslu, en ekki kenningu. En þótt s ePpt sé fræðilegum útlistunum s 3l reynt að lýsa með almennum °r°Um hvað býr að baki þessum nugmyndum mínum. hað er reiknað með, að sjávar- Ult' breytist árlega í hlutfalli við 'tamun lofts og sjávar, sem sagt a einhver viss hluti eða prósenta a þessum hitamun færist yfir á sJóinn á hverju ári. Og reynslan í -80 ár bendir til, að þessi hluti Se sem næst því að vera 2% á ári. essi ályktun er í rauninni byggð á nefndu kælingarlögmáli ewtons, einni af snjöllum og ein öldum uppfinningum hans. egar svo sjávarhitinn er fundinn V'r hvert ár á þennan hátt, er *gt að bera hann saman við þær sjavarhæðarmælingar sem til eru Sama tímabili. Þá kemur í Ijós a milli þessa reiknaða sjávarhita °g sjávarhæðar er náið samband. v"iaar srá^u hækkun hitans ^e ur eftir því að dæma 41 senti- etra hækkun í sjónum, og þar er áh r'tað Um 30 ræða samanlögð l r' Jöklabráðnunar og hita- ens u hafsins, en hvort tveggja er af sömu rót runnið: hækkandi loft- hita. Á línuriti á 1. mynd er sýnt, hvernig þessum mælingum á sjáv- arhæð ber saman við þá sjávar- stöðu, sem er reiknuð út frá lofthit- anum á þennan hátt. Samræmið er hið ákjósanlegasta. Af þessu er dregin sú ályktun, að um 35 ár þurfi til þess að sjórinn taki við helmingi þess hitamunar lofts og sjávar, sem verður af skyndilegri breytingu lofthita, sem helst svo samur og jafn eftir það. Nú er hægt að nota þessa reglu til að reikna hvernig hækka muni í sjónum miðað við ákveðna áætlun um breytingu lofthita. Setjum svo að til dæmis vegna gróðurhúsaáhrifa hlýni um 3°C á jörðinni á 30 árum, en síðan standi lofthiti í stað. Línuritið á 2. mynd sýnir þessa breytingu loft- hita og sjávarmáls. Fyrstu 30 árin, til 2020, hækkar þá um 32 sm í sjónum. Næstu 30 árin hækkar svo um 42 sm í viðbót þó að loftið hlýni ekki og þá er hækkunin orðin 74 sm. Jafnvel á næstu 30 árum þar á eftir hækkar sjórinn enn um 22 sm í viðbót og kemst 96 sm hærra en í byrjun hlýnunar. En það er fyrst á 22. öld sem nærri því full áhrif verða af þessari 3ja stiga hlýnun loftsins á sjávarstöðuna, 124 sentimetrar. Langmest af hækkun sjávarins fer því fram eftir að lofthitinn er kom- inn í hámark. Rétt er að taka fram, að þessi hugsanlega hækkun loft- hita í framtíðinni er aðeins dæmi, eins og áður var sagt. Áhrif landsigs og landriss Nú þarf að gæta að því, að hæg- fara umbyltingar í jarðskorpunni geta haft staðbundin áhrif á sjáv- arhæð. Mælingar á þessum breyt- ingum þyrftu að aukast mjög hér á landi. í Reykjavík hefur þó verið mælt í meira en 30 ár og þar lítur út fyrir að árin 1956-1987 hafi sjórinn hækkað um eina 11 senti- metra. Ekki er líklegt að af þessu sé nema 4 sm hækkun vegna almennar hækkunar í höfunum. Þarna virðist því vera að auki verulegt landsig, sem gæti numið 20-25 sentimetrum á öld. Parf að gera ráðstafanir? Sjávarflóðin, sem urðu í janúar 1990, sýna, að ýmsar byggðir við suðvesturströndina eru í talsverðri hættu af ágangi sjávar, jafnvel þótt engar breytingar verði á sjávar- stöðu. Þess vegna þarf nú að reisa og endurnýja sjóvarnargarða. Þegar það er gert ætti líka að hafa í huga mögulegar og líklegar breytingar vegna loftslags og landsigs. Skipulagi nýrra bygginga og mannvirkja, til dæmis hafna, ætti líka að haga eftir því, að svo miklu leyti sem unnt er. Og það er brýn nauðsyn eins og áður sagði, að byrja sem víðast samfelldar mælingar á sjávarhæð. Höfundur er Veðurstofustjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.