Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 10
62 ÆGIR 2/90 Stefán S. Kristmannsson, Hafrannsóknastofnuninni: Pólsjór á Nordurmiðum og sveiflur í seltu sjávar Inngangur Ástæður gróðurhúsaáhrifa á veðurfar eru vel þekktar. Það hefur orðið aukning á ýmsum loft- tegundum undanfarna áratugi af mannavöldum svo sem koldíoxíð (C02) vegna bruna eldsneytis og minnkun skóga, klórflúorkolsam- böndum (CFC) sem eru notuð í kælikerfum og í úðabrúsum, og metani (CH4) vegna rotnunar. Allar þessar gastegundir hafa áhrif á þann veg að auka gróðurhúsa- áhrif andrúmsloftsins. Á móti kemur hringrás hafins sem tekur við hluta gasaukningarinnar og blandar þeim niður á mikið dýpi þar sem þær verða í tugi ára. Afleiðing þessarar aukningar er hækkun meðalhita á jörðinni og flestir vísindamenn eru sammála um það. En erfiðara er að sjá fyrir áhrifin á hverjum stað fyrir sig því spágildi líkana eru takmörkuð. Reiknilíkönin eru enn of einföld og svæðisbundnar breytingar sem gætu ofðið á veðurkerfum og dreifingu úrkomu eru lítið þekktar. Niðurstöður hitamælinga bæði í sjó og lofti eru enn óvissar. Hugsanleg hitaaukning er lítil og aðrar náttúrulegar sveiflur eða sveiflur af mannavöldum geta verið miklar. Það er mikil ástæða fyrir vísindamenn að fylgjast vel með og það er skylda sjórnvalda að styðja og styrkja rannsóknir. Hugsanlegar afleiðingar fyrir hafið Lítið er vitað um hugsanlega upphitun hafsins sem leiðir til útþenslu þess og hækkunar sjávar- borðs. Hér kemur líka til hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar landjökla. Nefndar hafa verið tölur í þessu sambandi t.d. hækkun um fáeina mm á ári að meðaltali. Aftur á móti er erfitt að meta þetta á hverjum einstökum stað þar sem aðrir þættir geta falið afleiðíngar upphitunarinnar. Má þar nefna jarðskorpuhreyfingar, minnkandi jökulfarg og set- myndun á sjávarbotni. Ferskvatns- og seltubúskapur sjávar getur breyst vegna upphit- unar andrúmsloftsins. Útbreiðsla seltulags pólsjávar gæti aukist vegna upphitunarinnar, sérstak- lega á hærri breiddargráðum eins og í Norðurhöfum. Seltubreyt- ingar ráða mestu um dreifingu eðl- isþyngdar þar sem sjávarhiti er lágur eins og í hafinu norðan íslands. Eðlisþyngdardreifingin stjórnar hafstraumum sem nefndir eru jarðsvigsstraumar (geostrophic currents). Þeir eru mikilvægir umhverfis ísland. Austur-Græn- landsstraumurinn er slíkur straum- ur að miklum hluta en hann liggur /. mynd. Meginhafstraumar við ísland sýndir með örvum. Að sunnan koma hlýir hafstraumar en kaldir að norðan. Punktalínurnar sýna staðalsnið sjórannsókna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.