Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Síða 10

Ægir - 01.02.1990, Síða 10
62 ÆGIR 2/90 Stefán S. Kristmannsson, Hafrannsóknastofnuninni: Pólsjór á Nordurmiðum og sveiflur í seltu sjávar Inngangur Ástæður gróðurhúsaáhrifa á veðurfar eru vel þekktar. Það hefur orðið aukning á ýmsum loft- tegundum undanfarna áratugi af mannavöldum svo sem koldíoxíð (C02) vegna bruna eldsneytis og minnkun skóga, klórflúorkolsam- böndum (CFC) sem eru notuð í kælikerfum og í úðabrúsum, og metani (CH4) vegna rotnunar. Allar þessar gastegundir hafa áhrif á þann veg að auka gróðurhúsa- áhrif andrúmsloftsins. Á móti kemur hringrás hafins sem tekur við hluta gasaukningarinnar og blandar þeim niður á mikið dýpi þar sem þær verða í tugi ára. Afleiðing þessarar aukningar er hækkun meðalhita á jörðinni og flestir vísindamenn eru sammála um það. En erfiðara er að sjá fyrir áhrifin á hverjum stað fyrir sig því spágildi líkana eru takmörkuð. Reiknilíkönin eru enn of einföld og svæðisbundnar breytingar sem gætu ofðið á veðurkerfum og dreifingu úrkomu eru lítið þekktar. Niðurstöður hitamælinga bæði í sjó og lofti eru enn óvissar. Hugsanleg hitaaukning er lítil og aðrar náttúrulegar sveiflur eða sveiflur af mannavöldum geta verið miklar. Það er mikil ástæða fyrir vísindamenn að fylgjast vel með og það er skylda sjórnvalda að styðja og styrkja rannsóknir. Hugsanlegar afleiðingar fyrir hafið Lítið er vitað um hugsanlega upphitun hafsins sem leiðir til útþenslu þess og hækkunar sjávar- borðs. Hér kemur líka til hækkun sjávarborðs vegna bráðnunar landjökla. Nefndar hafa verið tölur í þessu sambandi t.d. hækkun um fáeina mm á ári að meðaltali. Aftur á móti er erfitt að meta þetta á hverjum einstökum stað þar sem aðrir þættir geta falið afleiðíngar upphitunarinnar. Má þar nefna jarðskorpuhreyfingar, minnkandi jökulfarg og set- myndun á sjávarbotni. Ferskvatns- og seltubúskapur sjávar getur breyst vegna upphit- unar andrúmsloftsins. Útbreiðsla seltulags pólsjávar gæti aukist vegna upphitunarinnar, sérstak- lega á hærri breiddargráðum eins og í Norðurhöfum. Seltubreyt- ingar ráða mestu um dreifingu eðl- isþyngdar þar sem sjávarhiti er lágur eins og í hafinu norðan íslands. Eðlisþyngdardreifingin stjórnar hafstraumum sem nefndir eru jarðsvigsstraumar (geostrophic currents). Þeir eru mikilvægir umhverfis ísland. Austur-Græn- landsstraumurinn er slíkur straum- ur að miklum hluta en hann liggur /. mynd. Meginhafstraumar við ísland sýndir með örvum. Að sunnan koma hlýir hafstraumar en kaldir að norðan. Punktalínurnar sýna staðalsnið sjórannsókna.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.