Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 34
86 ÆGIR 2/90 farið að nýta þessa möguleika að marki fyrr en á seinni hluta ársins 1976. Á þessum átján árum hefur fjár- festing í fiskiskipum aukist um 100% og afrakstur á hverja ein- ingu fjárfestingarinnar hefur aukist um 25%. Á sama tíma hefur sjó- mönnum fjölgað um u.þ.b. 45% og framleiðni á mann þ.a.l. tæp- lega tvöfaldast, eins og fyrr var nefnt. í nútímaþjóðfélagi er venju- leg þróun sú að afköst á fjármagns- einingu minnka með upphleðslu fjármagnsins, þannig að ef þessar vísitölur eru gleyptar hráar, er auðvelt að komast að þeirri niður- stöðu að okkur hafi miðað vel áleiðis. Ekki er hægt að einfalda hlutina svo, taka verður tillit til eðlis auðlindarinnar. Framboð á sjávarafla takmarkast af frumfram- leiðni sjávar og komið er að mörkum mögulegs heimsafla fisk- tegunda sem þegar eru nýttar. Sífellt er leitað á mið sem minna gefa af sér og dýrara er að sækja. Eftirspurn eftir fiski vex hinsvegar með hækkandi tekjum og fleiri neytendum. Af þessu leiðir hækk- andi raunverð á mörkuðum, sem leiðir aftur til þess, að góð mið skila hækkandi arði, ef skynsam- lega er sótt. Staðreyndin er sú að við getum náð mun betri árangri í að auka arðsemi veiðanna. Hinu verður þó ekki neitað, að okkur miðar í rétta átt. Á línuriti 5, eru dregnar t'ram árlegar breytingar afiatekna á föstu verði og fjárfestingar hvers árs í fiskiskipum að frádregnum af- skriftum. Mest áberandi á línurit- inu, er aflabresturinn 1982-1983, í kjölfar stöðugrar uppsveiflu afla- tekna, eftir útfærslur landhelginnar. Hitt er þó ekki síður áhugavert hve hækkun aflatekna eftir árið 1983 hefur þrátt fyrir allt verið stöðug. Þetta stafar af auknum veiðum á djúprækju, frekari vinnslu botnfisk- og rækjuafla um borð og af auknum útflutningi ísfisks. Rétt er að ítreka, áður en lengra er haldið, að spá fyrir árið 1990 er gerð af höfundi þessarar greinar. Grunnur mats á fjárfestingu í fiskiskipum árið 1990 er fenginn að hluta frá Þjóðhagsstofnun, en að hluta byggður á öðrum upplýsing- um. Mat á fjárfestingu í fiskiskipa- flotanum á árinu 1990, er tiltölu- lega traust, en hinsvegar eru breyt- ingar í aflatekjum háðar meiri óvissu. Reiknað er með, að sam- drætti í botnfiskafla 1990 verði að mestu leyti mætt með aukinni vinnslu um borð í frystiskipum. Einnig er reiknað með umtalsverðri aukningu loðnuafla, þannig að heildarafli ársins verði u.þ.b. 1700 þúsund tonn, svo að í tonnum talið verði árið 1990 næstbesta aflaár íslendinga frá upphafi. í framhjáhlaupi má geta þess, að töluverðar líkur benda til, að íslend- ingar verði með mestan afla Evrópu- Línurit 4 Þjóðarauðsmat fiskiskipa og aflatekjur á föstu verði Vísitala Línurit 5 Fjárfestin í fiskiskipum og árleg breyting aflatekna Ár Breytingar í aflat. —1— Fjérfesting í skipum Spá fyrir árin 1989 09 I99u
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.