Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1990, Page 34

Ægir - 01.02.1990, Page 34
86 ÆGIR 2/90 farið að nýta þessa möguleika að marki fyrr en á seinni hluta ársins 1976. Á þessum átján árum hefur fjár- festing í fiskiskipum aukist um 100% og afrakstur á hverja ein- ingu fjárfestingarinnar hefur aukist um 25%. Á sama tíma hefur sjó- mönnum fjölgað um u.þ.b. 45% og framleiðni á mann þ.a.l. tæp- lega tvöfaldast, eins og fyrr var nefnt. í nútímaþjóðfélagi er venju- leg þróun sú að afköst á fjármagns- einingu minnka með upphleðslu fjármagnsins, þannig að ef þessar vísitölur eru gleyptar hráar, er auðvelt að komast að þeirri niður- stöðu að okkur hafi miðað vel áleiðis. Ekki er hægt að einfalda hlutina svo, taka verður tillit til eðlis auðlindarinnar. Framboð á sjávarafla takmarkast af frumfram- leiðni sjávar og komið er að mörkum mögulegs heimsafla fisk- tegunda sem þegar eru nýttar. Sífellt er leitað á mið sem minna gefa af sér og dýrara er að sækja. Eftirspurn eftir fiski vex hinsvegar með hækkandi tekjum og fleiri neytendum. Af þessu leiðir hækk- andi raunverð á mörkuðum, sem leiðir aftur til þess, að góð mið skila hækkandi arði, ef skynsam- lega er sótt. Staðreyndin er sú að við getum náð mun betri árangri í að auka arðsemi veiðanna. Hinu verður þó ekki neitað, að okkur miðar í rétta átt. Á línuriti 5, eru dregnar t'ram árlegar breytingar afiatekna á föstu verði og fjárfestingar hvers árs í fiskiskipum að frádregnum af- skriftum. Mest áberandi á línurit- inu, er aflabresturinn 1982-1983, í kjölfar stöðugrar uppsveiflu afla- tekna, eftir útfærslur landhelginnar. Hitt er þó ekki síður áhugavert hve hækkun aflatekna eftir árið 1983 hefur þrátt fyrir allt verið stöðug. Þetta stafar af auknum veiðum á djúprækju, frekari vinnslu botnfisk- og rækjuafla um borð og af auknum útflutningi ísfisks. Rétt er að ítreka, áður en lengra er haldið, að spá fyrir árið 1990 er gerð af höfundi þessarar greinar. Grunnur mats á fjárfestingu í fiskiskipum árið 1990 er fenginn að hluta frá Þjóðhagsstofnun, en að hluta byggður á öðrum upplýsing- um. Mat á fjárfestingu í fiskiskipa- flotanum á árinu 1990, er tiltölu- lega traust, en hinsvegar eru breyt- ingar í aflatekjum háðar meiri óvissu. Reiknað er með, að sam- drætti í botnfiskafla 1990 verði að mestu leyti mætt með aukinni vinnslu um borð í frystiskipum. Einnig er reiknað með umtalsverðri aukningu loðnuafla, þannig að heildarafli ársins verði u.þ.b. 1700 þúsund tonn, svo að í tonnum talið verði árið 1990 næstbesta aflaár íslendinga frá upphafi. í framhjáhlaupi má geta þess, að töluverðar líkur benda til, að íslend- ingar verði með mestan afla Evrópu- Línurit 4 Þjóðarauðsmat fiskiskipa og aflatekjur á föstu verði Vísitala Línurit 5 Fjárfestin í fiskiskipum og árleg breyting aflatekna Ár Breytingar í aflat. —1— Fjérfesting í skipum Spá fyrir árin 1989 09 I99u

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.