Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 36
88 ÆGIR 2/90 auka frelsi í kvótakerfinu, t.a.m. heimild til að geyma afla milli ára, gefa kost á veiðum umfram afla- mark ársins og mismunun veiðar- færa á þann veg að hafa línuafla að hálfu utan kvóta. Ýmislegt bendir til, að sá mögu- leiki að geyma stóran hluta aflans milli ára, verði til að draga mjög úr viðskiptum með leigukvóta og jafnvel eyðileggja þann vísi sem kominn er að kvótamarkaði. Margir verða líklega til að segja að farið hafi fé betra. Það er þó skoðun undirritaðs, að leiga kvóta stuðli að hagkvæmari útgerð. Ef mikil fiskgengd verður t.a.m. á Halanum, eða við Reykjanes, þá hlýtur að vera ódýrara að fram- selja kvóta með einu símtali til skipa á ísafirði eða í Grindavík og veiða kvótann með skipum frá nálægum stöðum, heldur en að senda skip til veiða á þessum miðum, hálfhring kringum landið. Hvað varðar það atriði að ívilna ákveðnum veiðarfærum, þá hefur brenglun á raunverðmætum aldrei verið íslenskum sjávarútvegi til góðs. Þegar fölsuð eru hag- kvæmnismörk milli veiðarfæra, leiðir það einfaldlega til þess að líklegt er að hentugasta veiðar- færið er ekki valið hverju sinni. Hér skal endurtekin sú skoðun sem fyrr var sett fram á þessum vettvangi, að réttara væri að út- hluta aðilum sem þessar veiðar hafa stundað, kvóta í samræmi við línuafla síðustu ára og láta þá um ákvörðun, með hvaða veiðar- færum aflinn er tekinn. Sömu rök gilda um síðustu málsgrein 10. greinarinnar, en þar er kveðið á um mismunandi frádráttarpró- sentu á útfluttan ísfisk, eftir teg- undum. Að auki má nefna að þessi mismunun kemur þeim verst sem síst skyldi. Andstöðu við kvótakerfið hefur helst gætt á svæðinu frá Malarrifi að Horni og á þessu svæði er hlutdeild þorsks yfirgnæfandi í afla. Hækkun frá- Mikill afli skiptir mestu máli, en aukin betri aðbúnað sjómanna. dráttarprósentu á þorsk umfram aðrar tegundir, leiðir til lægra verðs á þorski á innanlands- markaði, því skilaverð frá er- lendum mörkuðum gefur til kynna mögulegt hámarksverð innan- lands. Sama gildir um smábáta- flotann, hlutdeild smærri báta í þorski er til mikilla muna hærri en í öðrum tegundum. Vegna hlut- fallslegrar verðlækkunar þorsks verður útgerð smábáta erfiðari en ella og fyrirsjáanlegur samdráttur í smábátaflota verður meiri en eðli- legt getur talist. velmegun þjóðarinnar þýðir kröfur um Að lokum skal áréttað, að lög sem slíkum vanköntum eru búin og stöðugt þarf að breyta, skapa ekki það traust sem nauðsynlegt er til að minnka fjárfestingu > fiskiskipum. Þó lögin séu ótíma- bundinn og það sé yfirlýst markmið með lögunum, að þau eigi að marka ramma að fiskveið- unum um langan tíma, þá nægir það ekki. Alþingi verður að móta lög sem standast betur tímans tönn en vindurinn sem blés í gær. A.A.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.