Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Síða 36

Ægir - 01.02.1990, Síða 36
88 ÆGIR 2/90 auka frelsi í kvótakerfinu, t.a.m. heimild til að geyma afla milli ára, gefa kost á veiðum umfram afla- mark ársins og mismunun veiðar- færa á þann veg að hafa línuafla að hálfu utan kvóta. Ýmislegt bendir til, að sá mögu- leiki að geyma stóran hluta aflans milli ára, verði til að draga mjög úr viðskiptum með leigukvóta og jafnvel eyðileggja þann vísi sem kominn er að kvótamarkaði. Margir verða líklega til að segja að farið hafi fé betra. Það er þó skoðun undirritaðs, að leiga kvóta stuðli að hagkvæmari útgerð. Ef mikil fiskgengd verður t.a.m. á Halanum, eða við Reykjanes, þá hlýtur að vera ódýrara að fram- selja kvóta með einu símtali til skipa á ísafirði eða í Grindavík og veiða kvótann með skipum frá nálægum stöðum, heldur en að senda skip til veiða á þessum miðum, hálfhring kringum landið. Hvað varðar það atriði að ívilna ákveðnum veiðarfærum, þá hefur brenglun á raunverðmætum aldrei verið íslenskum sjávarútvegi til góðs. Þegar fölsuð eru hag- kvæmnismörk milli veiðarfæra, leiðir það einfaldlega til þess að líklegt er að hentugasta veiðar- færið er ekki valið hverju sinni. Hér skal endurtekin sú skoðun sem fyrr var sett fram á þessum vettvangi, að réttara væri að út- hluta aðilum sem þessar veiðar hafa stundað, kvóta í samræmi við línuafla síðustu ára og láta þá um ákvörðun, með hvaða veiðar- færum aflinn er tekinn. Sömu rök gilda um síðustu málsgrein 10. greinarinnar, en þar er kveðið á um mismunandi frádráttarpró- sentu á útfluttan ísfisk, eftir teg- undum. Að auki má nefna að þessi mismunun kemur þeim verst sem síst skyldi. Andstöðu við kvótakerfið hefur helst gætt á svæðinu frá Malarrifi að Horni og á þessu svæði er hlutdeild þorsks yfirgnæfandi í afla. Hækkun frá- Mikill afli skiptir mestu máli, en aukin betri aðbúnað sjómanna. dráttarprósentu á þorsk umfram aðrar tegundir, leiðir til lægra verðs á þorski á innanlands- markaði, því skilaverð frá er- lendum mörkuðum gefur til kynna mögulegt hámarksverð innan- lands. Sama gildir um smábáta- flotann, hlutdeild smærri báta í þorski er til mikilla muna hærri en í öðrum tegundum. Vegna hlut- fallslegrar verðlækkunar þorsks verður útgerð smábáta erfiðari en ella og fyrirsjáanlegur samdráttur í smábátaflota verður meiri en eðli- legt getur talist. velmegun þjóðarinnar þýðir kröfur um Að lokum skal áréttað, að lög sem slíkum vanköntum eru búin og stöðugt þarf að breyta, skapa ekki það traust sem nauðsynlegt er til að minnka fjárfestingu > fiskiskipum. Þó lögin séu ótíma- bundinn og það sé yfirlýst markmið með lögunum, að þau eigi að marka ramma að fiskveið- unum um langan tíma, þá nægir það ekki. Alþingi verður að móta lög sem standast betur tímans tönn en vindurinn sem blés í gær. A.A.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.