Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 30

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 30
82 ÆGIR 2/90 Tafla 1. Skuttogarafloti íslendinga 1973-1983 Árslok Fjöldi samtals Stærö (brl.) samtals Meöalaldur íaurum 1973 33 17.132 2.2 1974 52 27.721 2.8 1975 58 29.701 3.6 1976 62 31.396 4.4 1977 74 36.204 4.7 1978 79 37.982 5.3 1979 81 39.160 5.9 1980 86 41.917 6.7 1981 92 44.610 7.4 1982 102 49.125 8.5 1983 103 49.659 9.2 1973-1977. í töflu 1, geta les- endur séð þróun skuttogaraflotans frá 1973-1983, allar tölur um flot- ann miðast við árslok. I töflunni sést að í brúttórúmlestum tvöfald- ast flotinn á árunum 1973-1977. Samhliða uppbyggingu togaraflot- ans, rýrnaði hlutur bátanna. Á sama árabili 1973-1977, dróst bátaflotinn saman um 42 skip og að rúmlestatölu um rúmlega 11.000 brúttórúmlestir. Hér er átt við báta stærri en 10 brúttórúm- lestir. Hvað smábátaflotann varðar, minni en 10 brúttórúm- lestir, þá var meira jafnvægi í stærð hans allt fram til ársins 1987. Þegar komið var fram á árið 1978, voru menn almennt orðnir sammála um að stíga þyrfti á hemlana í þessum efnum. Fiski- skipaflotinn vartalinn það afkasta- mikill, að ekki væri þörf frekari stækkunar. Fiskveiðistjórnunin á þessum tíma, svonefnt skrapdaga- kerfi, var þannig sniðið að það hefti fremur sókn, en fjárfestingar í fiskiskipum. Stjórnvaldsaðgerðir, þar sem reynt var að hefta fjárfest- ingar með beinum aðgerðum voru dæmdar til að mistakast, eins og í Ijós kom. Reynslan hefur kennt okkur að raunverulegur kostnaður viðbótar- fjárfestingar í fiskiskipum verður að koma fram, til að hægt sé að hindra offjárfestingu í atvinnu- greininni. Það sér hver maður, að þegar skip bætist við flotann og veiðir t.d. þúsund tonn af fiski, en heildarafli vex einpngis um tvö hundruð tonn, þá eru þær tekjur sem á að miða fjárfestinguna við, ekki tekjur af þúsund tonna afla, heldur tekjur af tvö hundruð tonn- unum sem bætast við heildarafl- ann. Átta hundruð tonnin eru fengin með skerðingu á afla ann- arra skipa. Viðmiðun fjárfestingar- innar, er því sú viðbót við heildar- aflann sem staðið getur undir fjár- festingunni. Um þetta atriði eru menn almennt sammála í dag, einungis er ágreiningur um leiðir að þessu markmiði. Skipaðar voru nefndir af ríkis- valdinu undir lok áttunda ára- tugarins til að gera tillögur um hagkvæmari stjórn fiskveiða, einnig komu einstaklingar og hagsmunasamtök sjávarútvegsins fram með tillegg í þessum efnum. Tillögur til úrbóta mörkuðust fljót- lega eftir tveimur meginlínum. Onnur leiðin var að auka kostnað við útgerð, þannig að útgerðin greiddi fyrir veiðileyfin, annað- hvort sem ákveðinn skatt á afla eða einfaldlega að útgerðin kaupi veiðileyfin á uppboði. Aukinn kostnaður við útgerð minnkar því arðsemina og sér um það úrval sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir offjárfestingu. Hin meg- inlínan, (sem orðið hefur ofan á) er, að úthluta aflakvótum ókeypis, þannig að úrvalið komi fram í kaupum hagkvæmari útgerðar á veiðileyfum hinna óhagkvæmari. Báðar aðferðirnar leiða fram það nauðsynlega verð sem menn verða að taka með í reikninginn, þegar þeir íhuga fjárfestingar í fiskiskipum. Eins og áður sagði, komu opin- berar aðgerðir, sem standa áttu í vegi fyrir offjárfestingu í fiskiskip- um, ekki að gagni. Sjá má í töflu 1, að togaraflotinn stækkaði, á árunum 1978-1983, úr tæplega fjörtíu þúsund brúttórúmlestum í tæplega fimmtíu þúsund brúttó- rúmlestir og við flotann bættust tuttugu og fjórir togarar. í báta- flotanum fækkaði hinsvegar á sama tíma um 88 skip og báta- fiotinn minnkaði um tæplega fimm þúsund brúttórúmlestir. Vanmáttur beinna opinberra aðgerða, til að koma í veg fyrir offjárfestingu í fiskiskipaflotanuni, ásamt aflabresti á árunum 1982- 1983, leiddi til þess að reyndar voru nýjar leiðir. Valin var aðferð aflakvóta og síðan hafa íslend- ingar í áföngum verið að búa til nýtilega og ásættanlega leið til að stjórna fiskveiðum. Við höfum ekki haft efni á stórfelldum breyt- ingum í þessum efnum, sem full- nægt hafa áköfustu talsmönnurn hagkvæmnistjórnar veiða. Sjávar- útvegurinn er þjóðinni of mikil- vægur til að hægt sé að leggja út á braut allsherjar tilraunarstarfsemi með hann. Frumkvæðið í þessum efnum væri raunar betur komið i höndum annarra, en þar á móti mælir að við höfum ekki efni á að reyna ekki að þoka málum áfram- Þessvegna hefur verið valin su millileið að gera tiltölulega Iitlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.