Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 11
2/90 ÆGIR 63 1 suður meðfram austurströnd Grænlands frá Framsundi (milli Svalbarða og Austur-Grænlands) (il Hvarfs. Hafrannsóknir íslendinga Sum ár berst pólsjór í yfirborðs 'ö8um inn á Norðurmið frá Austur- Grænlandsstraumi. Þetta á einkum ^ fyrri hluta árs þegar hafís oreiðir mest úr sér á Norðurmið- UrTi- Starfsmenn Hafrannsókna- stofnunarinnar kanna ástand sjávar ársfjórðungslega og hafa 8ert það um árabil. Hiti og selta sjavar eru mæld auk annarra Patta. Þetta er gert í ákveðnum maelipunktum( á svokölluðum stöðvum, frá yfirborði til botns. Lagskipting sjávarins kemur þá í J°s. Stöðvarnar eru á ákveðnum sniðum frá landinu með tilteknu m'ilibili út fyrir landgrunnsbrún mynd). Út frá niðurstöðum m®linga er hægt að reikna magn ýrnissa sjógerða. Nú verður gerð grein fyrir slíkum útreikningum á magni pólsjávar, en hann er skil- greindur með seltu lægri en 34.4 (þúsundhlutar uppleystra salta í sjó miðað við þyngd). Pólsjór á Noröurmiðum Pólsjávarmagnið á Norður- miðum er mismunandi frá ári til árs. Mikið var af pólsjó að vori í efstu 50 metrunum á hafísárunum, 1965 og 1967-1971, allt að 80% af heildarmagninu, (2. mynd). Árin 1975, 1977, 1979, 1982 og 1988 var áberandi mikill pólsjór á Norðurmiðum og sjávarhiti lágur í maí og júní. Inn á milli eru hlý ár, þ.e.a.s. lítið magn pólsjávar á Norðurmiðum og sjávarhitinn hár, (Svend-Age Malmberg 1979-1980). Mikill pólsjór breytir gróður- skilyrðum fyrir plöntusvif. Fram- leiðni svifþörunga er helmingi minni á pólsjávarárum en hlý- sjávarárum, (Þórunn Þórðardóttir 1980). Auk þess er hafísinn fylgi- fiskur pólsjávar en hann hefur verið áberandi á undanförnum árum sem hafa verið köld. Magn pólsjávar að vori til á Norðurmiðum er mjög mismikið (2. mynd). Á síðastliðnum 24 árum eru 11 pólsjávarár. Fimm þeirra voru samfelld, frá 1967- 1971, en seinna eru pólsjávarárin stök. Tiltölulega langt hlýskeið ríkti á árunum fyrir 1965 og lítill pólsjór var á Norðurmiðum, (Unnsteinn Stefánsson 1969). Niðurstaðan er því sú að ekki virð- ist vera nein augljós regla á komu pólsjávar á Norðurmið. Uppruni pólsjávar Pólsjórinn og hafísinn eiga upp- runa sinn í Norðuríshafinu og ber- ast þaðan með Austur-Grænlands- straumi í suður. Það streymi virðist vera í viðkvæmu jafnvægi og þeir kraftar eru óþekktir sem valda því að pólsjórinn berst í austurátt inn á íslandshaf. Hugsanlegir orsaka- valdar eru sveiflur í útstreymi hafíss og pólsjávar frá Norðurís- hafi, óvenjulegir vindar yfir íslandshafi og óstöðugleiki í Austur-Grænlandsstraumi. Samkvæmt nýlegri grein í vís- indariti (Aagaard og Carmack 1989) er talið að árlegt heildar- ferskvatnsstreymi í Framsundi í Austur-Grænlandsstraumi sé u.þ.b. 4% af heildarrúmmáli ferskvatns í Norðuríshafi. (Ferskvatn er hér skilgreint sem hafís og pólsjór miðað við meðalseltu djúpsjávar.) Slíkur ferskvatnsflutningur í Austur- Grænlandsstraumi er af sömu stærðargráðu og stærsta fljót heims, Amasón. í meðalári berst aðeins um 1 % af ferskvatnsmagni Austur-Grænlandsstraums í austur inn á íslandshaf og viðheldur þar hæfilegri lóðréttri seltuaukningu. Af þessu sést hve Austur-Græn- landsstraumurinn er einangraður frá íslandshafi. Lóðrétt seltuaukn- ing í hafinu er einmitt hæfileg til lóðréttrar endurnýjunar sjávarins á veturna sem leiðir til djúpsjáv- armyndunar og hefur áhrif um 2 rn'>'nd- Hlutfall pólsjávar (selta<34.4) á íslenska landgrunninu norðanlands i rnetrunum í maí/júní. Lárétti tímaásinn sýnir árin frá 1964 til 1989 og re>ti ásinn rúmmálshlutfall pólsjávarins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.