Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.1990, Blaðsíða 6
58 ÆGIR 2/90 RÁÐSTEFNA UM GRÓÐURHÚSAÁHRIF Hlýnandi veÖurfar eða kólnandi ? Ráðstefna um gróðurhúsaáhrif og veðurfarsbreytingar af manna- völdum var haldin í Reykjavík þann 17. janúar sl. Síðustu áratugi hafa vísindamenn haft æ meiri áhyggjur af aukinni mengun í loft- hjúpi jarðar. Einkum hefur koltví- ildi aukist svo mjög ár frá ári allt frá upphafi iðnbyltingar, að hætta er á, að það hafi eða muni breyta svonefndum geislunarbúskap loft- hjúps. Geislunarbúskapur ákvarðast af hlutfalli því sem ríkir milli sólgeisl- unar og útgeislunar frá jörðinni. Útgeislun jarðar er á allt annarri bylgjulengd en sólgeislun. Svo er mál með vexti, að kol- tvíildi í lofthjúpi jarðar gleypir nokkuð af útgeislun jarðar og er nú óttast, að vaxandi magn þessa efnis og annarra mengunarefna í lofthjúpi muni gleypa meira af útgeislun jarðar en náttúrulegt er. Afleiðingin yrði sú, að lofthjúpur jarðar hitnaði. Hlýna myndi á jörðinni. íslenska vatnafræðinefndin boð- aði til námstefnunnar. Þekktur aandarískur vísindamaður, Dr. Warren Washington frá „National Center for Atmospheric Research", var aðalfyrirlesari. Hann hefur staðið í fararbroddi fyrir þróun og tölvukeyrslu veðurfarslíkana til að líkja eftir áhrifum af aukningu kol- tvíildis í umhverfinu. Að loknu erindi gestsins fluttu 12 íslendingar erindi og stóð ráð- stefnan allan daginn, lauk með umræðum undir stjórn Ágústs Val- fells kjarnorkufræðings. Viðfangs- efni erindanna voru mjög fjöl- breytt: hafís í veðurfarslíkönum; veðurfarslíkön og ísland; samband lofthita og sjávarstöðu; veðurfars- breytingar; hafið og fiskimiðin; flæði koltvísýrings milli lofts og hafs norðarlega í Atlantshafi; veðurfarsbreytingar og frumfram- leiðni í hafinu; landbúnaður við breytt veðurfar; sjávarstaða og sjávarstöðubreytingar; jöklabreyt- ingar; vatnsbúskapur við breytt veðurfar; orkuvinnslugeta við breytt veðurfar. Nokkur fyrrnefndra erinda munu birtast í Ægi næstu mánuði. Leiðrétting Á bls. 4 og 5 í síðasta tbl. birtist mynd af opnu úr riti og stóð undir henni, að hún væri úr „Veðrátt- unni", en hið rétta er að opnan er úr ritinu „Hafís við strendur íslands." Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.