Ægir

Årgang

Ægir - 01.02.1990, Side 6

Ægir - 01.02.1990, Side 6
58 ÆGIR 2/90 RÁÐSTEFNA UM GRÓÐURHÚSAÁHRIF Hlýnandi veÖurfar eða kólnandi ? Ráðstefna um gróðurhúsaáhrif og veðurfarsbreytingar af manna- völdum var haldin í Reykjavík þann 17. janúar sl. Síðustu áratugi hafa vísindamenn haft æ meiri áhyggjur af aukinni mengun í loft- hjúpi jarðar. Einkum hefur koltví- ildi aukist svo mjög ár frá ári allt frá upphafi iðnbyltingar, að hætta er á, að það hafi eða muni breyta svonefndum geislunarbúskap loft- hjúps. Geislunarbúskapur ákvarðast af hlutfalli því sem ríkir milli sólgeisl- unar og útgeislunar frá jörðinni. Útgeislun jarðar er á allt annarri bylgjulengd en sólgeislun. Svo er mál með vexti, að kol- tvíildi í lofthjúpi jarðar gleypir nokkuð af útgeislun jarðar og er nú óttast, að vaxandi magn þessa efnis og annarra mengunarefna í lofthjúpi muni gleypa meira af útgeislun jarðar en náttúrulegt er. Afleiðingin yrði sú, að lofthjúpur jarðar hitnaði. Hlýna myndi á jörðinni. íslenska vatnafræðinefndin boð- aði til námstefnunnar. Þekktur aandarískur vísindamaður, Dr. Warren Washington frá „National Center for Atmospheric Research", var aðalfyrirlesari. Hann hefur staðið í fararbroddi fyrir þróun og tölvukeyrslu veðurfarslíkana til að líkja eftir áhrifum af aukningu kol- tvíildis í umhverfinu. Að loknu erindi gestsins fluttu 12 íslendingar erindi og stóð ráð- stefnan allan daginn, lauk með umræðum undir stjórn Ágústs Val- fells kjarnorkufræðings. Viðfangs- efni erindanna voru mjög fjöl- breytt: hafís í veðurfarslíkönum; veðurfarslíkön og ísland; samband lofthita og sjávarstöðu; veðurfars- breytingar; hafið og fiskimiðin; flæði koltvísýrings milli lofts og hafs norðarlega í Atlantshafi; veðurfarsbreytingar og frumfram- leiðni í hafinu; landbúnaður við breytt veðurfar; sjávarstaða og sjávarstöðubreytingar; jöklabreyt- ingar; vatnsbúskapur við breytt veðurfar; orkuvinnslugeta við breytt veðurfar. Nokkur fyrrnefndra erinda munu birtast í Ægi næstu mánuði. Leiðrétting Á bls. 4 og 5 í síðasta tbl. birtist mynd af opnu úr riti og stóð undir henni, að hún væri úr „Veðrátt- unni", en hið rétta er að opnan er úr ritinu „Hafís við strendur íslands." Eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessu.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.