Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Síða 22
16 Tímarit lögfræSinga togarar, sem færðu út kvíar athafna sinna, sjá sig undan ströndum Noregs á svæðinu vestur af Norðurhöfða, og áminningum og tökum fjölgaði. Hinn 27. júlí 1933 sendi ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis norsku ríkis- stjórninni orðsendingu, þar sem kvartað var undan því, að norsk yfirvöld hefðu notað óréttlætanlegar grunnlínur við afmörkun landhelginnar. Hinn 12. júlí 1935 var norski konungsúrskurðurinn settur, er afmarkar norska fiski- veiðasvæðið norðan 66° 28,8' norðl. breiddar. Hið sameinaða konungsríki lét bera fram hvassar um- tölur í Oslo, og kom þá til orða að leggja deiluefnið fyrir hinn fasta milliríkjadómstól. Á meðan beðið var eftir úr- slitum þessara samningaumleitana, gerði norska ríkis- stjórnin kunnugt, að norsk varðskip mundu fara vægilega með erlend skip, er væru að veiðum tiltekinn spöl innan fiskiveiðimarkanna. Þar sem ekkert samkomulag náðist, lét norska ríkisstjórnin 1948 af hinni vægilegu framkvæmd úrskurðarins frá 1935. Árekstrar urðu nú æ tíðari. All- margir brezkir togarar voru teknir og dæmdir. Þá var það, að Hið sameinaða konungsríki höfðaði mál þetta. 1 inngangsorðum norska konungsúrskurðarins frá 12. júlí 1935 um afmörkun norska fiskiveiðasvæðisins eru greindar þær ástæður, sem ákvæði hans eru reist á. 1 því sambandi er vitnað til „traustra þjóðlegra réttinda", til „þeirra landfræðilegu aðstæðna, sem mest eru áberandi á ströndum Noregs“, til „gæzlu meginhagsmuna íbúanna í nyrztu héruðum landsins". Einnig er hann studdur við konungsúrskurði frá 22. febrúar 1812, 16. október 1869, 5. janúar 1881 og 9. september 1889. 1 úrskurðinum er svo mælt, að „markalínur norska fiski- veiðasvæðisins að úthafinu fyrir þeim hluta Noregs, sem liggur norðan 66° 28,8' norðl. br., skuli dregnar samsíða beinum grunnlínum, sem aftur eru dregnar milli fastra staða á meginlandinu, eyjum eða klettum, allt frá yzta stað

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.