Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 25

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Side 25
Haaffdómurinn í finlcvc.i!)(nnáli IircLlanda off NorcrjR 19 vegar heldur norska ríkisstjórnin fast við sitt kerfi um ákvörðun markalína, enda telur hún það vera i öllum grein- um í samræmi við ákvæði alþjóðalaga. Dómurinn mun taka til athugunar, hvert eftir annað hin ýmsu atriði í kröfu Hins sameinaða konungsríkis og í vörn norsku ríkisstjórnarinnar. Strandbeltið, sem deilan varðar, er mjög langt. Það hggur norðan 66° 28,8' norðl. br., þ. e. norðan heimskauts- baugsins, og tekur yfir strönd norska meginlandsins svo og allar eyjar, hólma, kletta og rif, sem þekkt eru með nafninu „Skjærgaard” (Skerjagarður), auk allrar noskrar landhelgi og innsævis. Strönd meginlandsins, sem er yfir 1500 kílómetra á lengd, þótt ekki sé tekið tillit til fjarða, flóa og minniháttar vogskorninga, er mjög sérkennileg að lögun. öll strandlengjan er mjög vogskorin og alls staðar ganga firðir, flóar og vogar inn í landið, víða mjög langt: Porsangerfjörður, gengur t. d. 75 sjómílur inn í landið. Að vestanverðugengur hálendið fram í sjóinn, hinar stóru og smáu eyjar, sem allar eru fjöllóttar, hólmar, klettar og sker, er sum þeirra standa alltaf upp úr sjó, en önnur koma einungis upp við lágflæði, eru í rauninni ekki annað en framhald norska meginlandsins. Allar eyjar, stórar og smáar, sem mynda skerjagarðinn, eru taldar af norsku i'íkisstjórninni að vera eitt hundrað og tuttugu þúsund. Skerjagarðurinn liggur fram með allri strönd meginlands- ins frá suðurenda deilusvæðisins og alla leið að Norður- höfða. Austan Norðurhöfða er enginn skerjagarður, en einnig þar skerast breiðir og langir firðir inn í landið. Stórir og smáir firðir skerast svo að segja inn í hverja eyju í skerjagarðinum, Óteljandi djúp, sund, álar og skipa- leiðir eru samgönguleiðir landsmanna, sem búa þar bæði á eyjunum og meginlandinu. Strönd meginlandsins er ekki, svo sem hún er í nær öllum öðrum löndum, skýrt greini- mark milli lands og sjávar. Það, sem máli skiptir, og það,

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.