Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1952, Page 38
32 Timarit lög/ræBinga október 1869, þar sem þær væru reistar á „raunhæfri at- hugun á strandlöguninni og högum íbúanna.“ Dómurinn hefur þannig gengið úr skugga um tilvist og eðlisatriði norska kerfisins um afmörkun landhelgi og hef- ur enn fremur komizt að raun um, að þessu kerfi var ávallt beitt af norskum yfirvöldum og sætti ekki andstöðu af hendi annarra rikja. Ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis hefur samt reynt að sýna fram á, að norska ríkisstjórnin hafi ekki beitt meo samkvæmni þeim meginreglum um afmörkun landhelgi, sem hún telur mynda kerfi sitt, og að hún hafi óbeint viðurkennt, að önnur aðferð væri ein í samræmi við alþjóðalög. Skjöl þau, sem fyrirsvarsmaður ríkisstjórnar Hins sameinaða konungsríkis hefur einkum stuðzt við á dómþingi 20. október 1951, varða tímabilið milli 1906— 1908, þann tíma er brezkir togarar létu fyrst sjá sig fyrir ströndum Noregs, og þarfnast þau af þeim sökum sér- stakrar athugunar. Ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis benti á, að lögin frá 2. júní 1906, sem lögðu bann við fiskiveiðum út- lendinga, bönnuðu einungis fiskiveiðar í „norskri land- helgi“, og hún ályktaði af þessu mjög almenna orðalagi, að ekkert ákveðið kerfi væri við lýði. Dóminum er ekki unnt að fallast á þessa skýringu, þar sem markmið lag- anna var að endurnýja bannið við fiskiveiðum, en ekki að framkvæma nákvæma afmörkun landhelginnar. Annað skjal, sem ríkisstjórn Hins sameinaða konungs- ríkis styðst við, er bréf, dags. 24. marz 1908, frá utan- ríkisráðherranum til landvarnaráðherrans. Ríkisstjórn Hins sameinaða konungsríkis telur sig hafa séð af bréfi þessu, að Noregur aðhylltist fjöi'umálsregluna, sem er í mótsögn við það, sem nú er haldið fram af hendi Noregs. Ekki verður fallizt á þennan skilning. Hann stafar af því, að ruglað er saman fjörumálsreglunni, svo sem Hið sam- einaða konungsríki skilur hana, þ. e. að fylgja verði öllum bugðum strandarinnar við lágflæði, og þeirri almennu

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.