Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 15
of hátt undir höfði hjá Goos. Ekki væri minna um vert, að fjármunir væru verndaðir gegn spjöllum eða eyðileggingu. Meira að segja nyti hið lögverndaða eignaskipulag naumast jafn ótvíræðrar viðurkenning- ar meðal almennings sem reglan um, að ekki megi tilgangslaust eyða verðmætum. Torp taldi önnur atriði til stuðnings því að fjalla um auðgunarbrot sem sjálfstæða heild. 1 fyrsta lagi nefndi Torp „at den almindelige retsbevidsthed trods alle pástande om det modsatte utvivl- somt drager et skarpt skel mellem de forbrydelser, der gár ud pá ulov- lig berigelse, og andre formuekrænkelser og navnlig stempler de forste med et præg af vanære, som den uvilkárligt vægrer sig ved at hæfte ved de sidste“, sbr. Berigelsesforbrydelserne bls. 26—7 og 46. Torp nefnir einnig „retstekniske hensyn“. Goos hafði í röksemdafærslu sinni getið um „hinar venjulegu hvatir“ (de sædvanlige motiver) til auðg- unarbrota. Þetta gat Torp fallizt á, en hann bar fram þá spurn- ingu: Hvers vegna tekur efnislýsing brotsins þá einnig til tilvika, þar sem hinar venjulegu hvatir eru ekki til staðar (þjófnaður í líknarskyni við nauðþurftamann), og hvers vegna eru þau tilvik útilokuð, þar sem hinar venjulegu hvatir eru fyrir hendi, svo sem ef ávinningurinn fæst ekki strax, heldur t. d. sem greiðsla fyrir að stela verðlausum sendi- bréfum ? Það er gert af ástæðum, sem eru „af mere subsidiær, nærmest retsteknisk art“. Með því að byggja á hvötinni alfarið, yrði um nokkuð sundurleitan hóp afbrota að ræða, þar sem aftur á móti er innri skyld- leiki með auðgunarbrotunum. Hvötunum er oft lýst á óákveðinn og villandi hátt. Við þetta bætast svo sönnunarörðugleikar. Að mati Torps byggist samflokkun auðgunarbrota á því, sem hann kallar „en hensigts- mæssig gennemsnitsregel stottet pá socialpsykologiske og retstekniske hensyn“. Notkun Torps á hugtökunum motiv og hensigt er nokkuð óljós. Torp gagnrýnir Goos fyrir að velja hugtakið hensigt (forsæt) í staðinn fyrir motiv, þar sem hann ranglega heldur, að þetta val á hug- lægu skilyrði sé á óheppilegan hátt bundið rökum Goos fyrir hinni hlutrænu hugtaksbyggingu — þeim rökum, sem Torp gerði leiðrétt- ingar á án þess að breyta niðurstöðunni. Torp vill gjarna byggja á motivkonstruktion. Og á hann þar ekki við það hvatarhugtak, sem Orsted og Goos höfnuðu á sínum tíma, þ. e. hinni persónulegu auðg- unarhvöt. Goos og Torp virðast með öðrum orðum gera svipaðar kröfur til huglægu skilyrðanna, þótt Goos noti hugtakið hensigt, en Torp motiv. Torp verður reyndar að nota hugtakið motiv í tvenns konar merkingu: a) hvöt, er sérhver sá hefur, er fremur auðgunar- brot, b) hin hættulega og algenga (fjarlægari) hvöt (undirrót), sem stundum skortir við framningu auðgunarbrots. Hér er heppilegra að 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.