Tímarit lögfræðinga - 01.07.1974, Blaðsíða 58
og skal efni hennar lýst. Nái tillaga til lagabreytingar samþykki meiri hluta
fundarmanna fær hún gildi.
Nú sækir ekki tilskilinn hluti félagsmanna aðalfund samkvæmt 1. málsgrein,
og skal þá efna til framhaldsaðalfundar. Er sá fundur lögmætur, án tillits til
fundarsóknar.
IV. KAFLI. Stjórn félagsins.
11. gr. — Stjórn félagsins skal skipuð sjö mönnum og sjö til vara. Formann
og varaformann skal kjósa sérstaklega, en aðalstjórnarmenn skal kjósa í
senn, og skipta þeir með sér störfum. Leitast skal við að haga stjórnarkjöri
svo, að sem flestir starfshópar lögfræðinga eigi fulltrúa í stórninni. Vara-
stjórnarmenn skal kjósa í senn. Formaður (varaformaður) kveður varamenn
til stjórnarfunda, ef aðalmaður sækir ekki fund.
Félagsmanni er skylt að taka við stjórnarkjöri, en stjórnarmaður getur
skorast undan endurkjöri.
12. gr. — Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkun-
um, er lög þessi setja.
Hún tekur nánari ákvarðanir um starfsemi félagsins og ber ábyrgð á fjár-
reiðum þess. Hún skuldbindur félagið gagnvart öðrum aðiljum, og er undir-
skrift formanns og gjaldkera nægileg til þess.
13 gr. — Stjórnarfundi skal boða með tryggilegum hætti og með eins dags
fyrirvara, ef unnt er.
Stjórnarfundur er ályktunarfær, ef þrír aðalstjórnarmenn og einn varastjórn-
armaður sækja fund hið fæsta. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum.
Nú eru atkvæði jöfn, og ræður þá atkvæði formanns (varaformanns) úrslitum.
Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar.
V. KAFLI. Félagsdeildir.
14. gr. — Innan félagsins skal starfa ríkisstarfsmannadeild, og fer hún með
mál skv. lögum nr. 46/1973 eða lögum, sem í stað þeirra koma.
Heimilt er að stofna með félagsfundarsamþykkt deildir sveitarstjórnarstarfs-
manna, bankastarfsmanna og annarra hagsmunahópa.
15. gr. — l deildum félagsins hverri fyrir sig skal vera 3 manna stjórn kosin
á aðalfundi deildar. Samninganefndir má og kjósa á deildafundum. Aðalfundi
deildar skal halda árlega innan eins mánaðar frá aðalfundi félagsins.
Félagsmenn, sem kjósa að vera í deild innan félagsins, teljast jafnframt
félagsmenn í Lögfræðingafélagi Islands. Unnt er að vera í félaginu, en ekki
í þeirri deild, sem menn eiga starfs síns vegna rétt á að vera í.
Aðalfundur félagsins skal kveða á um skiptingu félagsgjalda þeirra manna,
sem eru í deildum félagsins. Heimilt er að leggja viðbótagjöld á þá vegna
samninga og slíks með ályktun á fundi í deild. Lagabreytingar verða ekki
gerðar á fundum deilda.
Að öðru leyti gilda almennar reglur laga þessara um deildir félagsins, eftir
því, sem við getur átt.
VI. KAFLI. Ýmis ákvæði.
16. gr. — Nú kemur fram tillaga um það, að félaginu skuli slitið, og skal hún
þá sæta sömu meðferð sem tillaga til lagabreytingar, sbr. 10. gr.
52